Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 4
FRJÁLS VERZLUN Á ÍSLANDI
100 ára
Forsaga v erzlunarinnar.
Hinn fyrsti apríl árið 1854 markar
spor í verzlunarsögu Islands. Þá var
því langþráða marki náð, að verzlun-
in var gefin alfrjáls. A þessu merkis-
afmæli er ekki úr vegi að líta um öxl
og íhuga hversu ástatt var um verzl-
unarmálin þá og svo hvað áunnizt hef-
ur síðan.
A söguöldinni voru Islendingar
sjálfum sér nógir um verzlun og áttu
eigin skip. En skipin gengu úr sér og
hér var ekki trjáviður til að halda
þeim við. Verzlunin komst því brátt í
hendur Norðmanna. I Gamla sátt-
mála frá 1264 eru ákvæði um sigling-
ar til tryggingar verzluninni. Kon-
ungur taldi sér skýlausan rétt til að
hlutast til um verzlun við íslendinga,
og þurfti að fá leyfi hjá honum til
slíks. Um miðja 14. öld gerði konung-
ur þá skipan, að öll verzlun skyldi rek-
in við Björgvin. Þýzka verzlunarsam-
bandið Hansa náði nú verzluninni á
sitt vald. Englendingar gerðust brátt
íhlutunarsamir um verzlun og varð
þar af hörð samkeppni, sem leiddi til
ófriðar og mannvíga. Um og eftir
siðaskipti voru það helzt Hamborgar-
ar, Brimarar og Lybikumenn, sem
héldu uppi verzlun hér, en vegna
breyttrar aðstöðu var kaupveldi
þeirra á fallanda fæti. Danakonungur
vildi nú styðja þegna sína í þessum
málum. Hann tók að veita þeim ýmis
hlunnindi hér og smám saman óx
verzlun Dana fiskur um hrygg.
Einokwn og óáran.
I samræmi við hagfræðikenningar
þess tíma veitti konungur nú þrem
borgum í ríki sínu einokun um alla
verzlun á íslandi. Þetta gerðist 1602
og er skemmst frá því að segja, að
það er þyngsta plága, sem yfir Island
hefur gengið. Þjóðin hafði lifað í góðu
gengi á Þjóðveldistímanum, og þótt
harðindi og drepsóttir geisuðu, er það
ekki einhlýt orsök fyrir eymdinni á
seinni öldum, því góðæri komu á
milli. Þjóðin var pínd undir oki, sem
er raunar auðsætt. Okið var verzlun-
Jón Signrðsson.
aráþjánin, undirrót framfaraleysis og
fátæktar. Einokunarverzlunin varð
til að hefta framtak og þrótt þjóðar-
innar og varð öllu framar til þess að
auka kala þjóðarinnar í garð Dana.
Hefur þess gætt allt fram á síðustu
tíma.
Eftir átján ár tók við verzluninni
félag, sem nefnt hefur verið „Elzta
verzlunarfélagið“. Varð það brátt að
sleppa réttindum sínum. Það hirti
ekki um að gegna skyldu sinni og
hætti jafnvel alveg siglingum hingað,
þegar ófriður brauzt út með Dönum
og Svíum. Verzlunin var nú seld f
hendur nokkurra stórefnamanna og
braskara og landinu var skipt í verzl-
unarhéruð, og áttu þá einstakir kaup-
menn einkarétt til verzlunar, hver í
sínu héraði. Eins og margar aðrar ráð-
stafanir í sambandi við verzlunina,
átti þetta að vera til úrbóta og gert
í góðum tilgangi, en þó af furðu litlu
viti.
Afleiðingarnar urðu þar af leiðandi
hinar verstu. Skiptingin var og af
skammsýni gerð. Urðu margir að fara
að óþörfu yfir stórár og fjallgarða til
að komast í þá verzlun, sem þeim bar
að skipta við. Var eðlilegt, að menn
kæmu ekki auga á réttlæti þessa
skipulags. Bændur á Svalbarðsströnd
nyrðra áttu t. d. að sækja til Húsa-
víkur, sem eru tvær til þrjár dagleið-
ir, en tveggja til þriggja tíma ferð var
út á Akureyri. Var þetta víðar svona
og olli hinum mestu freistingum. Var
þó strangt tekið á, ef út af var brugð-
ið, og lágu við þungar refsingar. Fræg
er sagan um Hólmfast á Brúnastöð-
um, sem seldi nokkra fiska utan um-
dæmis síns. Brotið varðaði búslóðar-
missi, en af því Hólmfastur var svo
fátækur, urðu þeir að láta sér nægja
að hýða hann við staur. Menn fóru
þó nokkuð í kring um þessi lög og
ráku launverzlun við erlenda fiski-
menn eftir því sem þeir þorðu. Um
þessar mundir geisaði Stórabóla og öll
framleiðsla fór í kaldakol og enginn
hafði neitt til að kaupa fyrir. Kom þar,
að engin tilboð fengust í verzlunina
lengur. Var nú umdæmaverzlunin af-
numin, en við tók „Félag lausakaup-
manna“. Hafði það verzlunina í nokk-
ur ár, en sleppti rétti sínum, þegar
þess var krafizt, að allar vörur kæmu
4