Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 25
Mxnd pessi var tckin ejtir vigsluathöfn Fataverksmiðjunnar Heklu, og sjást frá vinstri: Erlendur Einarsson, forstjóri, Benedikt Gröndal, ritstjóri, Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, Harry Frede- riksen, framkveemdastjóri, Asgrimur Stefánsson, framkvcemdastjóri og Höskuldur Sigurjónsson, for- stöðumaður verksmiðjunnar. Ný fataverksmiðja í Húsavík Einar Jónsson myndhöggvari Snillings höndin hinzta verk sinni œttjörð hefur unnið. Andans leifturkyndill brunnið, æviskeið á enda runnið. Island! mun þinn göfga son. Stjörnuhrap um stirndan geim stígur hljótt til landsins kalda: Hafin för með „öldu alda“ upp á leið — í sigurvon. Fékk sinn óskmög endurheimt œskustöðva mjúka moldin. Móður jörð þín skuld var goldin. Bernskuaninjar, feðrafoldin flugi andans veitti tóm. Léði kona ástararm ævidags á þyrnibrautum listar. Eldskírn þín í þrautum þinnar hörpu stillti óm. Háleit listin þjónar þín lífs og trúar unnum eiði: Allífssólin skín í heiði, Sígrænt lim á lífsins meiði listamarmsins hjartablóð döggvar. Heyja stundar stríð stefnur lista, tízka, ismi. Þ ín samt verður vart að hismi, voldug, fögur, trú og — hljóð. Hnitbjörg geyma guðamál: trúarljóð, sem trega stillir. Táknmál snilli lífið hyllir. Austrið Ijóma ársól gyllir eilífðar við sjónarrönd. Orfar lamað andans flug alls, sem göfgast hugur þráir. Að ferðaloku-m — list þín spáir — leiðir þroskans guðleg hönd. Ættjarðar og allífs heill vegu andans varða, ryðja vökumannsins skyldi iðja. Dómi léttir dauðans viðja döprum Jesú ásjón hrein. Þínar myndir seiða mögn máttkra strauma, leyndra, tærra. List þín bendir, leiðir hærra, — lífsins boðun greypt í stein. K. í byrjun marz var vígð í Húsavík nýjasta verksmiðja SIS, Fataverk- smiðjan Fífa. Mun verksmiðja þessi fyrst um sinn framleiða vinnuskyrtur, en síðar geta framleitt ýrnsan annan fatnað. Fá væntanlega um tuttugu manns atvinnu við þetta fyrirtæki, en ætlunin er að starfrækja það ekki á sumrin, þegar mest er um aðra at- vinnu. Er SlS þannig að gera stór- merka tilraun til þess að vega á móti árstíðabundnu atvinnuleysi og efla jafnvægi í byggð landsins. Vígsla Fífu hófst með fjölmennri samkomu, þar sem Erlendur Einars- son flutti aðalræðuna. Auk hans töl- uðu þeir Finnur Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóri, Harry Frederiksen, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SÍS, og Benedikt Gröndal, ritstjóri. Þá var sýnd kvikmyndin „Viljans merki“. — þegar samkomu þessari lauk, gekk mannfjöldinn yfir í kaupfélagshúsið, þar sem verksiruðjan er til húsa í ágæt- um salarkynnum á þriðju hæð. Þar var staðnæmzt fremst í verksmiðjusaln- um, en Erlendur gaf verksmiðjunni nafn og óskaði henni gæfu og gengis. Síðan skoðuðu gestirnir verksmiðj- una, en Ásgrímur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Heklu á Akureyri, sem lagt hefur á ráð um skipan verksmiðj- unnar og vélakaup, lýsti framleiðsl- unni. Að kvöldi þessa dags hélt Kaupfé- lagið kaffiboð fyrir starfsfólk sitt og nokkra gesti, og voru þar fluttar margar ræður og setið við gleðskap fram eftir kvöldinu. --------i ^------------- Mackenzie varð fyrir því slysi að detta í tjörnina, en var bjargað af ungum manni. Þegar hann kom heim, sagði konan hans: „Gefðu manninum shilling. Hann bjargaði lífi þínu!“ „Ég var reyndar hálf-dauður,“ svaraði Mackenzie, „svo að það er nóg að borga honum sex pence!“ 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.