Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.03.1955, Blaðsíða 26
~3/róttafáttu.r So amvinnunnar 1: Hugleiðing um íþróttir fyrr og nú Á íslandi eru erfið skilyrði um iðk- un íþrótta. Ber margt til þess. í fyrsta lagi er sumarið stutt og veðurfarið óhagstætt og umhleypingasamt. Þegar tekið er tillit til þessa, verður því ekki neitað, að íslendingar hafa á vett- vangi íþróttanna náð- býsna langt. Þrátt fyrir undirokun og óáran í margar aldir dofnaði aldrei sá ljómi, sem stóð af afrekum fjölmargra ís- lendinga á Söguöld. ★ í öllum greinum íþrótta hafa fs- lendingar átt hina frambærilegustu menn. Einkum á sviði frjálsra íþrótta hefur merkið verið borið hátt. Hafa þar komið fram nokkrir menn á heimsmælikvarða og má það stór- furðulegt kalla, þegar litið er á fólks- fæð þjóðarinnar og erfið skilyrði frá náttúrunnar hendi. Nú á síðustu árum hefur verið búið allvel að íþróttaiðk- unum af hendi hins opinbera. Með íþróttaskyldu í skólum, byggingu leik- fimishúsa og íþróttavalla hafa þessi mál smám saman komizt í viðunan- legt horf. Er þó enn alllangt að æski- legu marki. Hin einstöku félög hafa átt mestan þátt í framgangi íþrótta- málanna, en skilningur valdhafandi aðila hefur verið þeim stoð. ★ Þegar upp koma afreksmenn í ein- hverri grein íþrótta, verður það ósjálf- rátt svo, að fleiri en ella leggja þar stund á. Það er ástæðan fyrir því, að íslendingar hafa getið sér mestan orðstír á vettvangi frjálsra íþrótta. Fáir afreksmenn eru þó ekki mark- miðið, heldur að sem flestir geti notið íþróttanna. Afreksmenn geta hinsveg- ar verið æskilegir til uppörfunar og fyrirmyndar. ★ Forn-Grikkir iðkuðu margar grein- ar frjálsra íþrótta og voru íþrótta- menn þar í miklum metum hafðir. Þeir héldu mikla íþróttahátíð, hina fornu Ólympíuleika, og hlutu sigurvegarar þar hinar æðstu sæmdir. Svo miklar mætur höfðu Hellenar á þessari íþróttahátíð, að þeir miðuðu tímatal sitt við hana. ★ Seinni hluta nítjándu aldar fór áhuginn að vakna að nýju. Með stofn- un hinna nýju Ólympíuleika í Aþenu árið 1896 var merkum áfanga náð. Afrek sigurvegaranna þaðan þykja að vísu lítilfjörleg nú á dögum, en þess ber að gæta, að öll tækni og aðstæður voru mjög ófullkomnar. Menn kunnu ekki í þá daga réttar aðferðir til æf- inga, og lögðu mjög lítið á sig í þeim efnum, miðað við það, sem nú er gert. Einstaka menn náðu þó sómasamleg- um árangri, sem sýnir, að efniviður- inn var sá sami og nú er. ~k Með almennari útbreiðslu íþrótt- anna komu svo alþjóðleg samtök, og settar voru alþjóðlegar reglur og lög um hinar ýmsu greinar frjálsra íþrótta. Settar voru reglur varðandi atvinnu- eða áhugamennsku, en þó er nú svo komið, að erfitt er að draga hreinar markalínur þar á milli. Á hin- um alþjóðlega vettvangi er þó aðstaða þjóðanna hvergi jöfn. Þar hefur reynslan sýnt, að stórþjóðirnar hafa stórum betri aðstöðu. Það hefur kom- ið í ljós með toppmennina, að hvort sem þeir eru kallaðir stúdentar eða starfsmenn ríkisins, þá er þjálfunin nálega þeirra eina verkefni. Það er orðinn liður í áróðri stórveldanna, að íþróttamenn þeirra standi sig sem bezt. ★ Þegar svo er komið, verður ekki ann- að sagt en að íþróttirnar séu komnar frá sínu upphaflega takmarki. Margir af afreksmönnum stórþjóðanna eru í rauninni alls ekki áhugamenn í okkar skilningi. Það verður því ójafn leikur milli slíkra manna og hinna, sem gefa sér takmarkaðan tíma til æfinga frá erfiðu starfi. Af þessu leiðir það, að afrek hafa orðið stórum glæsilegri nú á síðari árum. Stöðugt verður erfiðara að komast á heimsmælikvarða. Eink- um á þetta við lengri hlaup. Þar hef- ur reynslan sýnt, að maðurinn kemst ótrúlega langt með nógri æfingu. Þess ber þó að geta, að margir sannir áhugamenn hafa náð framúrskarandi árangri. ★ Mikill áhugi er fyrir íþróttum úti á landi. Til þess að hlúa að þessum áhuga mun Samvinnan framvegis birta stutta íþróttaþætti. Meginhluti af lesendum Samvinnunnar er í sveit- um landsins. Óhætt mun að fullyrða, að áhugi sé þar mestur fyrir frjálsum íþróttum, en það er eðlileg afleiðing af strjálbýlinu og erfiðri aðstöðu fyrir iðkun hópíþrótta, eins og t. d. knatt- spyrnu. í þessum þáttum verða ýmist fréttir eða frásagnir af einstökum mönnum og atburðum. ---------—a-»-aii ------ Á að deyða dag- legt mál? (Framh. af bls. 12) göróttum miði, virðist svo sem sum- um þeirra sé hugstætt að fjarlægja harða framburðinn ogþað jafnvel þótt þeir séu t. d. Norðlendingar að upp- runa og ætterni. Nægir í því efni að benda á suma helztu leiðtoga M. A., sbr. útvarpsmál þeirra upp á síðkastið. En þegar rosknir og ráðsettir kennarar fara upp úr þurru að prédika með nýj- um framburði, þá veit ég varla hvort ég á að hlæja eða gráta, og flýgur í hug hið fornkveðna: Svo má lengi læra sem lifir. Auðheyrt er, að þegar Norðlendingar tala í útvarpið í Rvík, sérstaklega hinir yngri þeirra, að þeir fyrirverða sig að nota harða fram- burðinn og freista eftir megni að forð- ast hann og tekst það oft prýðilega, enda sjálfsagt áður flestir skóla- þjálfaðir rnenn og skarpir í hugsun og tilfinningum. En sumum okkar, sem eldri erum, finnst fátt um þessa ný- ungagirni, og dæmum hana léttvæga sem froðubólur. Þar eð harði framburðurinn hefur haft svo vítt valdasvið sem drepið hefur verið á og reynzlan sjrnir, hlýtur hann að eiga fornar og djúpar rætur á gróðurlendum þjóðarmálsins og verðskulda viðurkenningu og varð- 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.