Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 21
ir, t. d. Madonna del Granduca eða Stórhertogamadonn- una. Hún hefur fengið nafn sitt af því, að Ferdinand III. stórhertogi af Toskana keypti hana einhverntíma þegar vel lá á honum en sá ekki sólina fyrir henni upp frá því. Hann vildi hvorki láta hana hanga uppi á vegg í höll sinni né geyma hana í fjárhirzlunum niðri í kjallara. Hann flutti hana með sér í vagni sínum, hvert sem hann fór til að geta virt hana fyrir sér nætur sem daga. Ferdi- nand andaðist árið 1824 en madonnan hans hangir nú í listasafni í Flórens. Hans Memling málaði Maríu guðsmóður með eplið árið 1487. Hún er hluti af altaristöflu, sem gerð er úr tveimur plötum, þeirri einu sinnar tegundar, sem varðveizt hef- ur fram á okkar daga í upprunalegri gerð. Martin van Newenhoven borgarstjóri í Briigge lét Memling mála hana fyrir sig. Hann var auðugur maður og voldugur og ákaflega stoltur vegna ættar sinnar. Um myndina er það annars að segja, að á hana vantar dýrðlingana, sem venju- lega krjúpa við fótskör jesúbarnsins og guðsmóðurinnar. A fletinum sjáum við Maríu með barnið en í vinstri hendi heldur hún á fagurrauðu og girnilegu epli. Um- gerðin er einföld en þó um leið skrautleg og iifandi. Yfir málverkinu hvílir sérstæður blær himneskrar dýrðar, jarðneskrar gleði og hins innilega sambands sögusviðsins annars vegar en listrænnar tjáningar hins vegar. Ég hygg að þetta þrennt sé höfuðeinkenni listar Memlings. Hann var Þjóðverji að uppruna en fluttist til Brugge og málaði þar öll helztu verk sín. Á dögum hans var Brúgge mikill verzlunar- og siglingabær. Þúsundir kaup- skipa fóru þar um síkin drekkhlaðin varningi. í dag er bærinn hins vegar þögull og yfirgefinn. Hann er kallað- ur „hin hljóðláta Brúgge“ manna á meðal. Ekkert minn- ir þar lengur á forna frægð nema gömlu, fögru kaup- mannshúsin, sem spegla sig í sléttum vatnsfletinum. Ég hef nú sagt frá þremur maríumyndum eða madonnum eins og þær eru venjulega nefndar að ítölskum sið. En þetta spjall mitt gefur aðeins óljósa hugmynd um hinn mikla fjölda tilbrigða, sem samin hafa verið við stefið á liðnum öldum. Sumir segja, að rekja megi slóð þess langt aftur í tímann, jafnvel til þjóða eða þjóðflokka, sem lifðu fyrir Kristsburð. Við skulum láta það liggja á milli hluta að sinni. Hitt er fullvíst, að á Bysanstímabil- inu, í Gótíkinni og á „Renissansöldinni" var uppskeran af madonnum og öðrum helgimyndum svo ríkuleg, að margt annað hvarf í skuggann. í upphafi virðast lista- mennirnir ekki hafa gert sér sérstakt far um að miða út- lit barnsins og móðurinnar við lífið á jörðunni. Það er er eins og hráefnið, sem notað var í listaverkin, hafi ráð- ið öllu meira um störf þeirra. En þegar tímar liðu fór „raunsæi“ heimsins að láta meira að sér kveða og í verk- um Moulinsmeistarans er María mey blátt áfram orðin að franskri sveitastúlku með skuplu um höfuðið. Sagan um fæðingu Krists er látin gerast í ákaflega frumstæðu hesthúsi á litlum bóndabæ. Til vinstri handar við Maríu krýpur Jósef unnusti hennar á kné og spennir greipar, prúður á skegg og hár. En til hægri, ögn að baki þeirra, sjáum við virðulegan kardínála og hundkrílið hans. Úti við dyrnar fylgjast fjárhirðarnir lotningarfullir með at- burðinum. Er það nú víst, að það sé guðssonurinn, sem var að fæðast í heiminn? Já, alveg áreiðanlega. Tveir engl- ar hafa nefnilega stigið niður til jarðarinnar til að vaka yfir litla barninu í jötunni. SAMVINNAN 21 Rafael: Ansideimadonnan. Memling: María guðsmóðir með eplið.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.