Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 31
Séð móti altari í kapellu Concordia Senior College, U.S.A. Arkitekt Eliel Saarinen og félagar. hálfrökkri en lýsir síðan upp í krossi kirkjuskipsins eða fyrir altarinu. Snúi maður sér við, þegar komið er inn undir miðja kirkjuna verður lita- dýrð gaflglugganna margfalt áhrifaríkari fyrir rökkrið innifyrir. Allt miðast þetta við, að gesturinn hafi tíma til að dvelja við og njóta marg- breytileikans, sem dylst í hinu fína seitlandi ljósbroti. Til að stytta langa sögu, skul- um við athuga tvær nútíma- kirkjur. Fyrst er það látlaus kapella við bandarískan háskóla. Myndin sýnir hve einföld gerð hússins er og fjarrskyld seiðmagni hins margslungna og dularfulla. Einfaldleikinn veitir ró og festu, sem verður áhrifaríkari fyrir notkun Ijóssins á þann veg að megin birtan lýsir upp altarið, en kirkjuskipið er hálfrokkið, nema hvað ljós er látið seitla upp með þakflötunum yfir höfuðhæð kirkjugesta. Að lokum er svo ein nýj- asta kirkja, sem verið er að byggja á Islandi. Form kirkj- unnar byggist á þeirri bygg- ingartækni, sem er efst á baugi á þessari steinsteypu- öld og verður sennilega fyrsta húsið á íslandi byggt með svokallaðri skelkonstruksjón, en það er að þunnar stein- stevpuplötur eru brotnar eða sveigðar svo, að þær hafa mót- stöðuafl til að bera sjálfar sig uppi og standa af sér ytri krafta líkt og eggskelin gerir og af sömu ástæðum. Lýsing kirkju þessarar byggir á sömu viðhorfum og í áður nefndri kapellu. Auk þess er vestur- gafl hennar opnaður svo að þar getur ljósið fallið inn og stefnir þá að altarinu eins og SAMVINNAN 31 höfuð birta kirkjunnar. Ég get ekki látið hjá iíða að vekja athygli á þeirri þakk- arskuld, senr við stöndum í við Agúst Pálsson, arkitekt og þá, sem studdu hann í því að brjóta ísinn fyrir nýjum við- horfum til kirkjubygginga á íslandi. í dag megum við þakka sigri Neskirkju yfir hleypidómum og þröngsýni, að á þessari kirkjubygginga- öld okkar íslendinga fjölgar þeim óðunr, senr skilja orðið, að kirkjan sem aðrar bygging- ar eiga að vera tákn viðhorfa okkar kynslóðar. Þess vegna vil ég ljúka þessunr hugleið- ingum með því að vitna í orð, sem ég hef lesið einhvers stað- ar, en nran ekki lröfund þeirra. Þau eru þannig: Ollum merkustu verkum byggingarlistarinnar er eitt sameiginlegt. Þau bera ein- kenni höfunda sinna, trú- manna í víðasta skilningi þess orðs — bjartsýnismanna er trúa á líf mannsins — manna er eiga sér trú, hverju nafni sem hún nefnist, hvaða búningi sem hún býst — manna sem ó- hjákvæmilega leita í rétta átt vegna trúsemi sinnar. Hannes Davíðsson: Líkan a£ fyrirhugaðri kirkju í Bjarnarnesi í Hornafirði. Teiknað 1957. Píiagrimakapella Notre-Dame du Haut a Ronchamp, eftir einn höfuðbraut- ryðjanda nútíma byggingarlistar, Le Corbusier. I þessari kaþólsku kapellu er að nokkru beitt sömu áhrifum ljóss og skugga og venja er á miðaldakirkjum, en þó með nvjum htetti í formi nútíma listforma.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.