Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 3
FRÆÐSLUMAL
SJÖUNDA FRUMREGLA samvinnuhreyfingarinn-
ar alþjóðlegu, — en reglur hennar eru kenndar við Roch-
dale —, er nefnd „uppeldisreglan“ eða „manndómsregl-
an“. Hún lýtur að stuðningi samvinnufélaga við fræðslu
og menning, telur nauðsynlegt að auka menntun og efla,
því í menntun og fræðslu sé máttur, sem gefi fyrirheit um
betra líf og bjartara.
FRÆÐSLUSTARF hefur líka allt frá upphafi verið
snar þáttur í starfsemi samvinnuhreyfingarinnar. Fund-
arsalurinn og lestrarstofa bókasafnsins voru fyrstu mið-
stöðvar hennar og þóttu jafn nauðsynlegar og sjálf verzl-
unarhúsin og síðar verksmiðjurnar.
UTAN um lestrarstofurnar myndaðist síðar skóla-
starfsemin, starfsfræðslan, félagsmálafræðslan og liugsjóna-
vakningin. Rekstur skóla varð fastur liður. — Og þeim
þætti tegndust æ fleiri verkefni. Því hafa skólar sam-
vinnumanna smám sarnan þróast og orðið meira en skól-
ar eingöngu. Þeir hafa orðið menningarmiðstöðvar hreyf-
inganna. Þannig er um Vár gárd í Svíþjóð og Stanford
Hall á Englandi. Menntun og hugsjónir hafa myndað
sameiginlegan kjarna þess starfs, sem þar skal unnið.
EN EINS og lestrarstofan þróaðist í skóla og skólinn
í almenna menningarmiðstöð, eins hefur hinn þátturinn í
fræðslustarfseminni fornu, sá, sem fundarsalurinn var
tengdur, líka þróast og breytzt. Þar liggja rætur hinnar
fjölbreyttu meðlimafræðslu og upplýsingastarfsemi á veg-
um samvinnuhreyfingarinnar.
EINS og hinn fyrri þáttur fræðslustarfsins laut stjórn
skólastjórans, var hinn annar undir forystu erindrekans.
Sá var og meginmunur þessarar tvenns konar fræðslu, að
önnur var tengd ákveðnum stað, skólanum, menningar-
miðstöðinni, hin aftur hreyfanleg, því víðast hvar var
hægt að finna aðstöðu til fundarhalda og erindisreksturs.
Fræðslustarf fundarsalarins tók á sig ýmsar myndir: Hús-
mæðrafræðsla, kvikmyndasýningar, fyrirlestrar og um-
ræður, stutt námskeið haldin á ýmsum stöðum, upplýs-
ingastarf fjölbreytt o. s. frv.
VEL HEFUR þótt á því fara í flestum löndum að
halda þessum tveim þáttum fræðslustarfsemi samvinnu-
hreyfingarinnar aðgreindum og reyna ekki að samræma
framsetning fræðslunnar um of. Skólastarfið og hugsjóna-
boðskapurinn megi bera annan svip en þann, sem verða
kunni ríkjandi í hita umræðna og átökum erindrekans
við andstæðinga stefnunnar.
FRÆÐSLUSTARF íslenzku samvinunhreyfingar-
innar hefur verið í mótun allt til þessa. Er það mjög að
vonum. Margir þættir þess hafa þó verið með miklum
myndarbrag, og samvinnuhreyfingin hefur lagt mikið fé
af mörkum til fræðslustarfsins. Ágætir menn og afburða
hafa lagt fram krafta sína til að byggja það upp, menn
eins og Sigurður Jónsson frá Yztafelli, Jónas Jónsson,
Þorkell Jóhannesson, Guðlaugur Rósinkranz, Jón Sig-
urðsson frá Yztafelli, Baldvin Þ. Kristjánsson og Benedikt
Gröndal. Hefur fjölbreytni starfsins aukist með árunum
og oft tekizt vel að vinna hugsjón samvinnustefnunnar og
menningu íslands.
NÚ HEFUR verið ákveðið að íylgja lordæmi sam-
vinnumanna erlendis og skipta fræðslustarfinu á tvær
deildir, að enn rneiri festa geti skapazt, þegar hvor um
sig sinnir raunstæðari verkefnum. Hinar tvær deildir
verða:
1) Frceðslúdeild undir stjórn erindrekans, hefur meðlima-
fræðslu, upplýsingar og útbreiðslu, hið fjölþætta starf,
sem rækt skal á hinum ýmsu stöðvum, auk þess höggor-
ustu við andstæðinga stefnunnar út í frá.
2) Bijröst, fræðsludeild, undir forytsu skólastjórans, ann-
ast skólastarfsemi, námskeið og tímaritaútgáfu, sinnir
þannig menntun og hugsjónabaráttu.,
VONANDI verður þessi skipting' enn til að auka
hlut samvinnuhreyfingarinar í menningarmálum lands-
ins og gera fræðslustarfið áhrifameira.
Guðmundur Sveinsson.
SAMVINNAN 3