Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Side 6

Samvinnan - 01.08.1960, Side 6
Fulltrúar kaupfélaganna á aðalfundinum voru um 100 auk fjölmargra trúnaðarmanna Sam- bandsins. í fremstu röð sitja þeir Einar Ágústsson, Samvinnusparisjóðsstjóri, og Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, flytur fundinum skýrslu sína. ósk en jaínframt verið ráðinn til að liafa umsjón með afurðasölu SÍS er- lendis. Sigurður hvatti að lokum alla samvinnumenn til að standa fast sam- an um hugsjón sína. Að skýrslu stjórnarformanns lokinni flutti Erlendur Einarsson forstjóri sína skýrslu. Hann gat þess að félagsmenn samvinnufélaganna hefðu í árslok ver- ið 30.928 eða nokkru íleiri en þeir voru í árslok 1958. Hann sagði, að Sambandið hefði selt innlendar afurðir fyrir 520 millj. kr. á árinu, landbún- aðarafurðir fyrir 254,7 millj. kr. og sjávarafurðir fyrir 172,7 rnillj. kr. og iðnaðarvörur frá samvinnuverksmiðj- unum fyrir 93.0 millj. kr. Eins og að undanförnu háði rekstr- arfjárskorturinn mjög allri starfsemi Sambandsins á árinu 1959. Sérstaklega dróst umsetning Innflutningsdeildar mjög saman. Sementsinnflutningur féll algerlega niður og innflutningur minnkaði verulega í öðrum greinum, sérstaklega í byggingarefni og mat- ög fóðurvörum. Umsetning Innflutnings- deildar var 182.6 millj. kr., Véladeild- ar 80.5 millj. kr., Skipadeildar 64.0 millj. kr., Iðnaðardeildar 92.9 millj. kr. og Útflutningsdeildar 427.5 millj. kr. Rekstursafkoman batnaði rnikið á árinu. Tekjuafgangur varð kr. 5.2 millj. og hafði þá verið varið til af- skrifta á fasteignum, vélum og skipum kr. 10.8 millj. Erlendur Einarsson vakti athygli á því, að ástæðurnar fyrir því að tekjuafgangur Sambandsins er eigi meiri en raun ber vitni, þrátt fyrir mikla umsetningu, eru einkum þrjár: Er þar fyrst að nefna rekstrarfjárskort- inn, þá hafa verðlagsákvæðin verið verzluninni mjög óhagstæð og loks er þess að geta að um það bil helmingur af sölu Sambandsins er umboðssala á innlendum afurðum, en fyrir þá um- boðssölu eru aðeins reiknuð 11/9—3% þóknun. Erlendur Einarsson gat þess einnig í þessu sambandi, að rekstur m.s. „Hamrafells" hefði gengið mjög erfið- lega á s.l. ári, enda voru farmgjöld á heimsmarkaði mjög lág allt árið. Með- alfarmgjöld skipsins á árinu voru rúm- lega 23 shillingar á smálest. Rekst- urstap af helmingshluta Sambandsins, þegar búið var að verja 10% til af- skrifta, varð 5.6 millj. kr. á árinu og er það um 1.1 millj. kr. hærra en árið áður. Forstjóri ræddi nokkuð um fram- tíðarverkefnin er úrlausnar bíða. Nefndi hann í því sambandi einkum byggingu kjötiðnaðarstöðvar, sem fyr- irhugað er að reisa á Kirkjusandi í Frh. á bls. 26. 1959. Þó hefði á árinu verið lokið byggingu ullargeymsluhúss á Akur- eyri, unnið að byggingu kennarabú- staðar og tómstundaheimilis að Bifröst, keypt húseign í Vestmannaeyjum fyrir afurðasölu þar og kaup fest á verk- smiðju og frystihúsi í Harrisburg í Bandaríkjunum til afnota fyrir sölu- lélag Sambandsins þar í landi. Sigurð- ur skýrði frá því, að Sigursteinn Magn- ússon, sem verið hefur framkvæmda- stjóri Sambands íslenzkra samvinnu- félaga í Leith undanfarin 30 ár, hefur nú látið af því starfi samkvæmt eigin 1 ■: Æ ■ JL 1 * , l ■ T; I jj Sigursteinn Magnússon og Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Innflutningsdeildar, ræöast viS. ASrir á myndinni eru, taliS f.v.: Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri Skipa- deildar, Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri ISnaSardeildar, ValgarS J. Ólafsson, framkvæmdastjóri SjávarafurSadeildar, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Véladeildar, Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri Búvörudeildar og BernhaS Stefánsson, fyrrv. alþm. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.