Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Side 7

Samvinnan - 01.08.1960, Side 7
Skúli H. Norðdal: PIER LUIGI NERVI Þættir um hús og húsbúnað leita oft í þá áttina að fjalla eingöngu um íbúðarhús og innri búnað þeirra. Við skulum samt líta víðar og leiða hug- ann að'öðru. Hið alþjóðlega orð arkitektúr hefur verið þýtt á íslenzku með orðunum húsagerðarlist eða byggingarfist, sem liefur víðari merkingu. Merkingamun- ur þessara orða beindi huga mínum að ítölskum verkfræðingi og bygginga- meistara að nafni Pier Luigi Nervi. Hann er í fremstu röð færustu starfs- bræðra sinna í heiminum í dag og hef- ur auk verkfræðistarfa og tilrauna sinna skrifað bækur um viðhorf sín til byggingarlistar, menntun þeirra er við slíkt fást og um reynzlu sína og til- raunir með það sem hann nefnir Ferro-cemento. Hann skrifaði 1945 bók, er heitir á frummálinu Scienzt o arte del costruire?, sem mér skilst að þýði á íslenzku: Eru það vísindi eða list að byggja? í bók þeirri skýrir hann það, að með hugtakinu list á hann ekki að- eins við hið fagurfræðilega mat á mannvirkjum, heldur það, sem liggur að baki og utan við hina ópersónu- «►4 HiS 32 hæða háa hús Pirelli í Milano er borið uppi af tveim súlnapörum, sem grennast eftir því sem ofar dregur og þunginn minnkar. Má sjá hvar súlur þessar eru eins og lóðrétt bönd upp eftir húshliðinni. Jafnframt eru stefnfs- laga stafnar hússins notaðir til að gera húsið stöðugt. Á húsi þessu er um 2—300 ferm. gólf- flötur án nokkurrar súlu, svo að mjög auðvelt er að skipta húsnæðinu í smærri skrifstofur eða stóra súlulausa sali. Arkitekt: G. Ponti. Verk- fræðingur: P. L. Nervi. legu stærðfræðilegu lausn, sem fæst við nákvæma hagnýtingu burðarþols- fræðinnar. Að óathuguðu máli virðist það þó vera nóg til að leysa rétt úr byggingartæknilegum vandamálum. Burðarþolsfræðin er ekki alfull- komnuð vísindi og margar kenningar hennar og reglur eru ennþá mjög var- færnislega aðhæfðar hinum raunveru- legu eðliseiginleikum efnanna, sem við byggjum úr. Af þeim sökum verður að fullkomna hinar stærðfræðilegu að- ferðir til að ákvarða burðarþol og aðra eiginleika byggingarhlutanna. Með tilraunum og athugunum á eiginleikum (breytingum) hinna ýmsu hluta bygginganna verður að ávinna sér skilning á fyrirbærunum til að geta í hugarsýn gert sér grein fyrir burðar- þolsfræðilegum eiginleikum viðfangs- efnisins. Þetta verður þó ekki gert nema með mjög staðgóðri þekkingu í stærðfræði, burðarþolsfræði, eðlis- og efnafræði og jafnvel fleiri greinum náttúruvísinda. Til þess að ná reglu- lega góðum árangri þarf að auki þá reynzlu senr leysir verkfræðinginn undan oki stærðfræðireglanna. í bók, er liann skrifaði 1955 og heitir Costruire Correttamente (Að byggja rétt), í enskri þýðingu Structur- es, segir hann um þessa hluti: Teikning þessi sýnir samkeppnisuppdrátt eftir Nervi í samkeppninni um „Wiener Stadthalle", sem var þó ekki byggð eftir uppdrætti Nervis. Teikn- ingin varð þó undanfari þess að Vitelozzi og Nervi' teiknuðu saman og Nervi byggði íþróttahöll fyrir olympfuleikana í Róm. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.