Samvinnan - 01.08.1960, Page 8
íþróttahöllin í Róm eft-
ir Vitelozzi og Nervi.
Hvolfþakið er 12 cm.
þykk steypuskel með
grönnum ryfjum undir
eins og sést á mynd
4. Húsið er 4800 m2
og tekur 4—5000 áhorf-
endur.
„Veigamesti þátturinn í sköpun
mannvirkis felst í því að hugsa upp
eða velja og stærðarákvarða burðar-
gerð þess; að meta í huga sér t. d. hætt-
ur af hitabreytingum og sigi grunns-
ins, að velja efni og byggingaraðferð,
sem bezt hentar viðfangsefninu og um-
liverfinu og að lokum að leita þess
fjárhagslega hagkvæma."
Hver á að vinna þetta verk? Hver
er hæfastur til þess og hvernig undir-
búning þarf hann til þess?
Við skulum ætla, að hann sem verk-
fræðingur haldi því fram, að það sé
verkfræðingurinn. Með því að gera
sér grein fyrir því hve fjölbreytileg
hús og mannvirki eru byggð nú á
dögum og að í dag ríkir enn form-
leg óvissa vegna hinnar öru tækni-
þróunar og listbyltinga, kemst Nervi
að þeirri niðurstöðu, að það ætti að
vera næsta lítill munur á undirbún-
ingsmenntun arkitekta og verkfræð-
inga. Síðan segir hann:
„Réttnefni þess manns, sem hæfur
er til að hugsa upp, skapa og byggja
mannvirki, er arkitekt“. Síðar segir
hann: „Það er auðvelt að gera sér
grein fyrir því hve fjölþætt og á-
byrgðarmikið starf arkitektsins er og
hverra ágætis eiginleika til sálar og
sinnis það krefst.“
Öll svið þekkingar hafa áhrif á starf
arkitektsins og verða þar að skapa jafn-
vægi, sem tjáð getur eiginleika af list-
rænum, siðgæðislegum og félagsleg-
um toga spunna.
Verðmæti þessi er erfitt að skil-
greina eða meta. Ennfremur eru þessi
verðmæti algild í vissum skilningi, al-
gild verðmæti, sem raunverulega fela
í sér höfuðeinkenni sannrar bygging-
arlistar — varanleika óháðan tíman-
um.“ Hann heldur áfram.
„ . . . Það er sannfæring mín, að það
að tjá listræna tilfinningu með því að
velja og skapa jafnvægi fullnægjandi til
notagildis tæknilegra og hagrænna
krafa er erfiðara en að færa í búning
hverja aðra tilfinningu með öðrum
tjáningaraðferðum.
Hin ábyrgðarmestu og erfiðustu
vandamál byggingarlistarinnar skap-
ast af nauðsyn þess að sameina and-
stæð öfl eða eiginleika: samræma form
og tæknileg skilyrði, glóð innblásturs
og kulda vísindalegrar rökhugsunar,
frelsi hugmyndaflugsins og járnaga
hagrænna sjónarmiða."
Málum er svo hagað, að Nervi er
sannkallaður listamaður á sínu sviði,
og er því skiljanlegt þetta viðhorf hans
til byggingarlistarinnar og þeirra er
starfa á því sviði.
Af þeim orðum, er hér hafa verið
liöfð eftir honum hefur hann raun-
verulega svarað spurningunni, sem
fólst í fyrra bókarheiti lians. Það að
byggja er stórfenglegri og erfiðari list
en nokkur önnur, en byggð á vísind-
legri rökhyggju og strangri akadem-
ískri skólun.
í hinu litla og tæknilega unga þjóð-
félagi okkar hefur til skamms tíma
ríkt það viðhorf í byggingamálum, að
þar séu allir jafn hæfir án tillits til lær-
dóms og reynzlu.
Því hef ég vakið athygli á skrifum
Nervis, að þar talar heimsviðurkennd-
ur verkfræðingur, maður, sem öðrum
fremur hefur siðferðilegan rétt til að
kveða skýrt að orði sakir hæfileika,
menntunar og reynzlu.
Við eigum jafnframt að draga þann
lærdóm af orðum hans, að við eigum
ekki aðeins að gera ströngustu kröfur
til arkitektanna, heldur einnig að nota
þjálfun þeirra og þekkingu til hins
ýtrasta, en ekki aðeins til þess sem er ó-
hjákvæmilegt, þegar vissar reglur mæla
svo fyrir. Sama gildir um verkfræðing-
ana. Því fylgir einnig, að þessir menn
verða að njóta fyllsta trausts til að
geta látið í té fullkomna þjónustu.
F.f þetta gerðist er fullkomin vissa
fyrir því, að þjóðinni spöruðust mikil
verðmæti auk þess að hún auðgist af
varanlegum verðmætum byggingarlist-
ar í þess orðs rétta skilningi.
Verk Nervis skýra sig sjálf af þeim
myndum er greininni fylgja og skýr-
ingum þeirra.
Skúli H. Norðdahl.
Innimynd af íþrótfahöllinnl í Róm. HvolfþakiS, sem er 60 m. í
þvermál er samansett úr 1620 kassalaga einlngum úr „Ferro-
cementó" en þaS er sandsteypa, utan um mjög þétt net úr 5 mm
járni. Hefur hann byggt sér listibát úr þessu efni og tekist vel.
Þak þetta hvílir á 36 Y laga stoSum, sem spirna móti þakinu,
en þeim er haldið saman meS 2,4 m. breiðum, hringlaga undlr-
stöðum meS 80 m. þvermáli.
8 SAMVINNAN