Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Síða 9

Samvinnan - 01.08.1960, Síða 9
Aðalfundur SIS mótmælir árásunum Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga 1960 mótmælir harðlega þeim sér- stöku, illvígu árásum á sam- vinnufélögin er síðasta Al- þingi leyfði sér að gera með lagasetningu t. d. um: 1. Að heinýlt sé að leggja veltuútsvar jafnt á v ð- skipti félagsmanna og ut- anfélagsmanna í sam- vinnufélögunum eftir sömu reglum og kaupmanna- verzlun sama staðar. Vöru- kaup félagsmanna til eigin nota og sala þeirra á eigin framle'ðsluvöru er alls ekki venjulegur verzlunar- rekstur og þess vegna rangt að leggja útsvar á þess kon- ar kaup og sölu eftir sömu reglum og einkaverzlun á á staðnum. Kemur fram í þessari lagasetningu skiln- ingsleysi á eðli samvinnu- hreyfingarinnar og fjand- skapur í hennar garð. 2. Að taka megi með vald- boði hluta af fé innláns- deilda samvinnufélaga og flytja í Seðlabankann í Reykjavík til bindingar þar. Er með þessu rofin frið- helgi eignarréttar sam- vinnumanna og félög þeirra svipt mikilsverðu starfsfé. Þá vítti fundurinn hina gífurlegu hækkun lánsvaxta, sem fyrirskiuð hefð verið af ríkisvaldinu, og er viðskipta- og efnahagslífi þjóðarinnar fjötur um fót. Ennfremur telur fundurinn hinn nýja, almenna söluskatt hættulegan, þar sem engin trygging er fyrir því, að allir nnheimtuaðilar standi full skil á innheimtufénu til ríkis- sjóðs. Skorar fundurinn fastlega á næsta Alþingi að nema fram- angreind atriði úr lögum. Jafnframt skorar fundurinn á alla samvinnumenn í land- inu að beita áhrifum sínum til leiðréttingar á löggjöfinni og standa traustan vörð um rétt samvinnuhreyfingarinnar og aðstöðu til heilbrigðrar starf- semi í þágu almenningsheilla og menn ngar, og síðast en ekki sízt: Láta árásir and- stæðinganna verða sér hvöt til nýrrar, öflugar sóknar í samvinnumálum. Frystikistur Hinar vinsælu, sænsku Levin-frystikisturnar (8,8 cubicfet) væntanlegar innan skamms - Váladeild - SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.