Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 15
Þegar hún vaknaði vissi hún, að eitt-
hvað mikilvægt hafði borið fyrir hana
í draumi — en hún gat ómögulega
munað, hvað það var, hvernig sem
hún reyndi að rifja það upp. Það tókst
ekki. Æ, hún var líka orðin svoddan
skar, enda sízt að furða, níræður
kerlingarauminginn.
Kannske var hún lasin?
O-nei, hún var ekkert lasin venju
fremur, en kannske eitthvað undar-
leg, öðru vísi en hún átti að sér. Það
mátti mikið vera, ef ekki átti eitthvað
eftir að koma fyrir á þesum degi.
Hún byrjaði að klæða sig titrandi
höndum og stundi öðru hvoru. Það
var orðið að vana hennar síðustu ár-
in. Og þegar henni varð litið út um
gluggann, mundi hún allt í einu eftir
því, að það var kosningadagur í dag.
Henni þóttu kosningadagar slæmir
dagar. Það var ekki svo lítið, sem á
hafði gengið á síðasta kosningadegi.
Bölvuð ekkisens lætin! En í dag færi
hún ekkert að kjósa. Nú, hún færi
ekki fet. Svo litlu ætti hún að geta
fengið að ráða. Hvað vissi hún líka,
hvorn flokkinn væri réttara að kjósa?
Ekki þar fyrir, hún hefði svo sem
getað gert strákunum það til geðs að
kjósa fyrir þá, ef ekki hefði staðið
þannig á, að þeir voru á öndverðum
meiði í þessari fjárans pólitík, strák-
arnir hennar. Eins og þeir gátu líka
orðið æstir! Það var ekki almenni-
legt!
Og nú bjó hún hjá honum Ara
sínum, sem vildi út af lífinu að hún
kysi I-flokkinn — það var þessi flokk-
ur, sem kallaði sig innangarðsmenn.
En að hinu leytinu var hann Bjarni,
yngri sonurinn hennar. Hann mátti
ekki heyra annað nefnt en að hún legði
U-flokknum — utangarðsmönnum
eins og þeir voru kallaðir — lið með
atkvæði sínu. Nei, það kæmi ekki til
mála, að hún léti hafa sig til þess að
kjósa, hvað sem það segði.
Gamla konan var enn að bjástra
við að klæða sig, þegar vinnukonan
kom upp til hennar með te og brauð
á bakka. Ari sonur hennar var nefni-
lega maður vel stæður og gat leyft
sér eða öllu heldur konu sinni þann
rnunað að hafa vinnukonu.
— Eru hjónin komin á fætur?
spurði sú gamla skrækri gamalmenn-
isröddu sinni.
— Hann Ari er kominn á fætur fyr-
ir löngu síðan, blessuð vertu, og far-
in að stússa í kosningunum. En frúin
liggur ennþá. Það voru gestir í gær-
kvöldi.
— Já, einmitt. Farinn að stússa í
þessum béuðum kosningum!
— Það er nú líklega. Ætlar þú ekki
að fara og kjósa? Stúlkan brosti vin-
gjarnlega til þeirrar gömlu.
— Þvu! Ég held nú ekki kindin
mín. Hvaða erindi ætti ég til a&
kjósa, kerlingarskarið á grafarbakkan-
um!
— Jæja, Kristín mín. En fólk má
nú kjósa, hversu gamalt sem það er.
— Ég líklega ræð því nú sjálf, hvort
ég kýs eða kýs ekki. Gamla konan var
óvenju snögg í bragði eins og hún
væri að verja sig gegn kúgunartilraun.
— Auðvitað. Ekki skipti ég mér af
því. Gerðu svo vel, hérna er teið þitt.
Síðan fór stúlkan og hugsaði með
sér, að það lægi óvenju illa á kerling-
unni í dag. Hún var þó alla jafnan
vön að vera geðgóð. Æ, það hlaut að
vera ömurlegt að verða svona gamall.
Kristín gamla sötraði teið sitt en
hafði ekki lyst á að borða neitt með því.
En nú var komið langt fram á dag og
miðstöðvarofninn hennar orðinn vel
heitur. Hún kom sér fyrir í körfu-
stólnum hjá ofninum og tók prjónana
sína. Henni var ekki rótt í skapi. Ef
til vill vegna þess að hún hafði óljóst
hugboð um, að farið yrði að nudda í
henni um að kjósa. Ari myndi ætlast
til að hún kysi. En hún var ákveðin
í að láta það ógert. Hún ætlaði ekki
að gera upp á milli þeirra bræðranna
að þessu sinni. Skoðanir hennar á þess-
um stjórnmálaflokkum þeirra voru
mjög óljósar. Tillag hennar til póli-
tískra umræðna var og hafði aldrei
verið annað en það, að ekki skipti
máli, hvaða flokki menn fylgdu. Það
eitt skipti máli að vera góður og vand-
aður maður. En voru þeir Ari og
Bjarni vandaðir og góðir menn? Hún
vissi það ekki. Stundum læddist að
henni uggvænlegur grunur um, að ef
til vill væri svo ekki. Og þótt hún
reyndi að ganga úr skugga um þessa
hluti með því að tala utan að þeim
við fólk, þá bar það ekki árangur. Því
var svo gjarnt til að taka hana ekki al-
varlega, heldur ræða við hana eins
og barn, sem ekki þýddi að tala við í
alvöru um alvarlega hluti. Eða svo
fannst henni.
Hún vissi, að Ari hafði verið ásak-
aður um brask. Hún lagði þá merk-
ingu í það orð, að það væri óheiðarlegt.
Og hún var alveg viss um, að faðir
þeirra sálugi hafði verið þeirrar skoð-
unar. Og hann hafði líka sagt, að
mestu varðaði að vera góður og vand-
aður maður og láta sér nægja það sem
rnaður vann fyrir með eigin höndum.
Samkvæmt því hafði hann líka lifað.
Það litla sem hann eignaðist var til-
komið fyrir eigin vinnu hans. Að
vísu hafði það aldrei verið mikið, en
það lítið það var hafði það verið notað
til þess að hjálpa drengjunum til skóla-
náms. En Ari virtist næst um að segja
hafa of-fjár, án þess að dýfa nokkurn
tíma hendi í kalt vatn — bara brask-
aði eða stundaði einhvers konar kaup-
mennsku. Faðir hans hafði verið mjög
hlyntur samtökum, sem beittu sér gegn
braski. Voru það ungmennafélög
bindindisfélög eða samvinnufélög?
Hún mundi það ekki, en það myndu
hafa verið góð félög.
Frh. á bls. 28.
SAMVINNAN 15