Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 24
Nashyrningar eru meðal margra dýrateggnda í óbyggðum Súdans.
öllum öðrum borgum lands-
ins og þótt lengra væri leitað.
Breiðstræti liennar eru jöðr-
uð skuggsælum trjám. Ég tók
fyrst af öllu eftir stórum görð-
um og veglegum byggingum,
þar á meðal voru nokkrar
stórar kirkjur. í Khartúm er
eini liáskóli landsins, stofn-
aður af Bretum 1903. Hann
hefur til skanmis tíma nán-
ast verið deild úr Lundúna-
háskóla og er nú ein mesta
menntastofnun Austur-Af-
ríku. Embættismenn og aðr-
ir mestu áhrifamenn lands-
ins hafa um liálfrar aldar
skeið langflestir gengið þar
í skóla hjá enskum kennur-
um. Brezkra áhrifa mun því
lengi gæta í landinu. Háskól-
inn starfar nú í sex deildum,
ctúdentar voru 779 eða álíka
margir og í Háskóla íslands.
Síðastliðið ár innrituðust 280
stúdentar, þar af 24 konur.
Það eru lágar tölur lijá þjóð,
sem telur 10 millj. íbúa.
Dýragarður var eitt af því,
sem ég mat mest að skoða í
Khartúm. Hann er upp af
bökkum Bláu-Nílar, svo að
segja við hliðina á Grand Hó-
tel, en þar bjuggum við. í
honum eru um eða yfir 300
tegundir dýra og hefur hvert
einasta þeirra verið tekið í
landinu sjálfu, enda af nógu
að taka, eins og ég hef þegar
drepið á. Sama máli gegnir
um þær 70 tegundir fugla,
sem eru í garðinum. Sam-
kvæmt athugunum frá 1956
eru í landinu 870 fuglateg-
undir.
Khartúm er einnig að því
leyti miðstöð landsins, að þar
eiga fulltrúa í hverskonar at-
vinnugreinum, bæir, vinja-
þorp og ættflokkar allra
landshluta. Það litla. sem ég
kynntist því, á ég Jóni Þor-
kelssyni að þakka.
í Khartúm eru miklu fleiri
karlar en konur. Það orsak-
ast af því, að algengast er að
karlmenn utan af landi
stundi atvinnu í borginni ár-
um saman, án þess að þeir
flytji þangað með fjölskyldu
sína. — Þegar ég kom við í
Port Súdan við Rauðahaf, á
leiðinni til Austur-Afríku,
ég tekið eftir að á allmörg-
um stöðum voru þar 2—3 hús
innan óvenjulegra hárra
garða eða girðinga. Það sama
mundi ég séð hafa, sagði Jón
mér, mjög víða í bæjum og
vinjaþorpum út um allt land,
því þannig er búið um dval-
arstaði fyrir fjölskyldur
þeirra karlmanna, sem eru
löngum að heiman og stunda
atvinnu í Khartúm eða á öðr-
um stöðunr fjarri heimili
sínu.
Fólk í Khartúm, er telur
sig vera hina einu sönnu
borgara, lítur svo á, að hirð-
ingjar frá norðurbyggðum
landsins séu raunverulega
villimenn, en negrar sem ap-
ar nýstignir niður úr trján-
um.
Menn þessir eru svo ætt-
flokksbundnir, að þeir búa
útaf fyrir sig, skipta sér í
sveitir allt eftir ætt og upp-
runa. Því fer fjarri að fyrir
þeim vaki nokkuð fram yfir
það, að geta dregið fram lífið
frá degi til dags. Meiri hluti
þeirra snertir ekki handtak
lieldur lifir á launum hinna
tiltölulega fáu, sem nenna að
vinan, eða eru neyddir til
þess. Þeir eru gersneyddir því
að liafa hugsun á að búa í
hag fyrir framtíðina. Það,
sem hefur á Vesturlöndum
\ erið talin „sæla“ hinna svo-
nefndu barna náttúrunnar,
virðist vera fólgið í algeru
framtaks- og fyrirhyggjuleysi.
Hér á landi mundi ekki slíkt
fyrirbæri nefnt sæla heldur
skepnuskapur. Hjá þeirn er
búpeningurinn eign og
gjaldmiðill, en hvorki pen-
ingar né neitt annað. Þeir
borga öll gjöld svo sem sekt-
ir og skatta og greiðslu fyrir
konuefni með nokkrum geit-
um eða nautgripum. Peninga
kunna þeir ekki að meta eða
fara með. Hið eina, sem þeir
virðast hafa gaman af að eign-
ast í Khartúm, úr því að þeir
geta ekki haft þar skepnur, er
reiðhjól. Komist þeir yfir
reiðhjól, þreytast þeir ekki á
að fága það og gæla við það.
Ég hef látið þessa getið eftir
samræðum við Jón Þorkels-
son, af því að það lýsir hugs-
unarhætti milljóna manna í
Súdan og raunar rniklu víðar
í Afríku.
Til Khartúm teljast tvær
borgir aðrar. Að þeim með-
töldum eru íbúar borgarinn-
ar 244 þús.
Stærst þessara borga er
Omdúram. Hana byggðu
innlendir menn og þá að
hætti Araba, án skipulags og
holræsa. Tré eru hvergi sjá-
anleg. Hér og þar gnæfa
skrautlegar moskur — mú-
hameðsk bænahús — yfir lág-
reista leirkofa, sem fólkið býr
í.
24 SAMVINNAN