Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 25
Vegur í frumskógi. Vestrænir menn eiga það erindi helzt til Omdúram, að kaupa þar leðurvörur, fíla- beins- og silfurmuni og sjá afríkanska vörumarkaði. Það er líka ómaksins vert. Nokkuð er um gríska kaupmenn í Omdúram, líkt og víðar í Afríku. Markaðir eru á götum úti og er tjaldað yfir þær til þess að verjast sólskininu. Þar æg- ir saman allskonar fólki og varningi frá öllum landshlut- um og jafnvel nærliggjandi löndum. Á stórum opnum svæðum eru hirðingjar með vefjahetti og í flaksandi klæð- um komnir þar til markaðs, með úlfalda, nautgripi og geitfé. Súdanir skiptast eftir at- vinnuvegum og lifnaðarhátt- um í þrjár stéttir, heiðabúa eða hirðingja, akuryrkju- menn og borgarbúa. Verzlun og iðnaður er á lágu stigi. Orsakir þess eru skortur hrá- efna og orku, auk mjög ó- greiðra samgangna. Til dæm- is um það nægir að geta þess, að engin brú er á Níl frá landamærum Egyptalands og suður til Khartúm, en hún er á þeim kafla 1400 km. löng. Aðalsamgönguæðar lands- ins eru fljótin og járnbraut- irnar, sem kvíslast út frá Khartúm. Aðalbrautir eru þrjár: Ein norður til Wadi Halfa, en er þó ekki í sam- bandi við brautakerfi Egypta- lands. Önnur liggur til Port Súdan, einu hafnarborgar landsins. Vöruflutningar eru langmestir með henni. Þriðja aðalbrautin liggur nokkuð í átt til Suður-Súdans. En í þeim landshluta eru sam- göngur afleitar og er þar víð- ast hvar ógerningur að koma landbúnaðarafurðum á markað. Eins og áður hefir verið getið er aðalútflutningurinn baðmull, döðlur og arabískt gúmm, sem nemur sjö átt- undu hlutum heimsfram- leiðslunnar. Hér á landi kannast við það efni allir, sem haft hafa tyggigúmm milli tannanna eða snert heftiplástur. Verðmæt út- flutningsvara er einnig húð- ir og skinn, og þá ekki sízt krókódílaroð. Perlu- og hákarlaveiðar eru nokkrar í Rauðahafi, en fiskveiðar í fljótunum. Sam- kvæmt landbúnaðarskýrslum 1957 voru í eign landsmanna tvær millj. úlfalda, sjö millj. sauðfjár, sex millj. geitfjár og sjö millj. nautgripa. Hest- ar eru lítið notaðir. Búfjár- sjúkdómar eru margir og skæðir. Háskalegur smitberi er tsetse flugan bæði mönn- um og skepnum, en hún er viild að útbreiðslu svefnsýk- inn í Afríku, eins og kunn- ugt er. Egyptar ríktu einir yfir Súdan í 65 ár, eða 1820— 1885. Þeir reistu sér höfuð- stað, Khartúm, á oddanum milli Bláu- og Hvítu-Nílar. Stjórn þeirra var frá upphafi ill og fór þó síversnandi. Of- stækisfullur múhameðskur trúarleiðtogi, Mahdi, hóf uppreisn 1885 og hrakti Egypta úr landi og lagði Khartúm í rústir. Eftirkom- endur hans reistu nýja höfuð- borg handan Hvítu-Nílar gegnt Khartúm, og nefndu hana Omdúram. Þeir ríktu í 13 ár og urðu engu vinsælli en Egyptar. Bretar og Egyptar lögðu landið undir sig 1898 og stofnuðu til samstjórnar. En upp frá því mátti heita að Súdan væri brezk nýlenda um rúmlega hálfrar aldar skeið. 1. janúar 1957 var endan- lega gengið frá stofnun lýð- veldisins Súdan. Var þá í fyrsta skipti dreginn að hún hinn nýi, þríliti þjóðfáni, með bláum bekk efst, er tákn- ar Níl, gulum í miðið, er táknar auðnir landsins og grænum neðst, tákni gróðurs þess eða ræktunar. Ólafur Ólafsson. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.