Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.08.1960, Qupperneq 26
Aðalfundur SÍS Framhald a£ bls. 6. Reykjavík. Framkvæmdir þessar hafa ekki getað hafizt sökum þess að staðið hefur á nauðsynlegum leyfum, og er skipulagsmálum borið við. Enn frem- ur hafa framkvæmdir við byggingu kjötbeinamjölsverksmiðju, sem áform- að er að reisa í samvinnu við Slátur- félag Suðurlands, strandað á því að ekki hefur tekizt að afla lóðarréttinda fyrir þá byggingu. Þá kvað forstjórinn brýna nauðsyn bera til að athuga, hvort ekki sé rétt að koma upp central-lager til að gera vörudreifingu hagkvæmari og minnka fjármagn það, sem bundið er í vöru- birgðum. Vitnaði hann til reynslu samvinnusambandanna í nágranna- löndunum í þessu sambandi. Að lokum ræddi Erlendur Einars- son um framtíðarhorfur Sambandsins og taldi þær ekki bjartar. Kæmu þar aðallega til þessi atriði: E Aukin fjármagnsþörf vegna geng- isbreytingar og hækkaðs verðs inn- fluttra vara. 2. Vaxtahækkunin, er hann áætlaði að hafa mundi í för með sér um 5 millj. kr. aukin útgjöld fyrir Samband- ið. 3. Veltuútsvar, er nú leggst í fyrsta skipti á viðskipti við félagsmenn og nema um milljónum króna. Forstjórinn hvatti alla samvinnu- menn til að standa fast saman um fé- lögin og samvinnuhreyfinguna og sagði að á þann hátt væri bezt hægt að mæta þeim þrengingum, sem framundan kynnu að vera. Minnti hann á að síð- ustu, að þrátt fyrir allt hefði samvinnu- hreyfingin aldrei haft eins góða að- stöðu með tilliti til verzlunarhúsa og annarrar aðstöðu til að gegna hlut- verki sínu og einmitt nú. Að ræðu forstjóra lokinni fluttu framkvæmdastjórar skýrslur um starf- semi hinna ýmsu deilda. Helgi Péturs- son flutti skýrslu Búvörudeildar, Val- garð J. Ólafsson skýrslu Sjávarafurða- deildar, Helgi Þorsteinsson skýrslu Innflutningsdeildar, Hjalti Pálsson skýrslu Véladeildar, Hjörtur Hjartar skýrslu Skipadeildar og Harry Freder- iksen skýrslu Iðnaðardeildar. Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins, þar sem nýr formaður sambandsstjórnar var kjörinn í stað Sigurðar Kristinssonar, sem baðst ein- dregið undan endurkjöri. í hans stað var kosinn Jakob Frímannsson, fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Þórður Pálmason og Skúli Guðmunds- son áttu einnig að ganga úr stjórn en voru endurkjörnir. Aðrar breytingar á stjórn voru þær, að Finnur Kristjáns- son, kaupfélagsstjóri á Húsavík tók nú sæti í henni. í varastjórn voru kjörnir þrír menn, þeir Guðröður Jónsson, Norðfirði, Bjarni Bjarnason, Laugarvatni og Kjartan Sæmundsson Reykjavík. Ólaf- ur Jóhannesson prófessor, sem verið hefur endurskoðandi, baðst eindregið undan endurkjöri, en í hans stað var Jón Skaftason, alþingismaður kosinn endurskoðandi. Stjórn Sambandsins flutti tillögu um að af tekjuafgangi ársins 1959 verði veitt í stofnsjóði félaganna 3% af kaupum þeirra frá innflutningsdeild, véladeild og verksmiðjum iðnaðar- deildar, og var þessi tillaga samþykkt samhljóða. Sr. Guðmundur Sveinsson flutti ítarlegt erindi um fræðslu- og félags- mál. Vakti erindi hans mikla athygli og hlaut mjög góðar undirtektir. Mikl- ar umræður urðu um þessi mál og m. a. gerðar þessar ályktanir: 1. Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 22.-23. júní 1960 telur að efla þurfi mikillega fræðslu- og útbreiðslustarf samvinnuhreyfing- arinnar. Skuli áherzla lögð á félags- málabaráttuna og hlut samvinnunnar í sókn íslenzku þjóðarinnar til bættra lífskjara og aukinnar menningar. Samvinnumenn telja arðrán andans, sem nú birtist í ýmsum myndum, í- skyggilegan vágest. Skal barizt gegn öfgum og ofstæki en hvatt til frjálslynd- is og víðsýni. Fundurinn telur, að samvinnuhreyfingin hljóti að styðja hverja þá menningarviðleitni, sem orð- ið geti íslenzku þjóðinni til aukins þroska og auðgað líf hennar. Fundur- inn heitir á alla samvinnumenn að bera hugsjón sinni vitni í þróttmiklu starfi. 2. Aðalfundurinn telur nauðsynlegt að auka útbreiðslu málgagns sam- vinnumanna, Samvinnunnar. Til að gera tímaritið að almennu meðlima- blaði beinir fundurinn því til Sam- bandsstjórnar til athugunar að lækka áskriftargjöld tímaritsins og leita sam- komulags við Sambandsfélögin um einhverja þátttöku í greiðslu útgáfu- kostnaðar. Fundurinn leggur áherzlu á, að ritið verði barátturit samvinnu- hreyfingarinnar og framlag hennar til menningar og mennta. Nokkrar umræður urðu um skipa- rekstur Sambandsins og var eftirfar- andi ályktun gerð af því tilefni: Með tilvísun til þess, að 14 ár eru nú liðin síðan samvinnufélögin eign- uðust m.s. „Hvassafell", vill fundur- inn leggja áherzlu á nauðsyn þess að kaupskipafloti samvinnumanna sé end- urnýjaður og honum viðhaldið þannig að hann sé á hverjum tíma sem bezt samkeppnisfær og hæfur til þess að leysa þau verkefni, sem ætla má að fyrir liggi og mestu varða samvinnu- hreyfinguna í landinu. Tvö ný kaupfélög sóttu um upptöku í Sambandið, Kaupfélag Raufarhafnar og Kaupfélagið ,,Bjarmi“, Njarðvík. Stjórn Sambandsins höfðu ekki borizt fullnægjandi gögn frá félögunum og var því eftirfarandi tillaga samþykkt: Fundurinn gefur stjórn Sambands- ins heimild til að veita Kaupfélagi Raufarhafnar og Kaupfélaginu „Bjarma“, Njarðvík, upptöku í Sam- bandið, að fengnum fullnægjandi skil- ríkjum fyrir lögmæti upptökunnar. Stjörnuspá .... Frh. af bls. 21. holl, ef þér aðeins reynið að höndla hana. En ef þér sýnið af yður hik eða ótta, getur allt snúist til verri vegar. I ástamálum er hins vegar betra að hafa vaðið vel fyrir neðan sig. Þar eru ýmsar hættulegar blikur á sveimi þessa dagana. Ef þér kynnist persónu af hinu andstæða kyni, sem yður langar að binda meiri og nánari kunningsskap við, skul- uð þér hugsa yður vel um, einkum ef þér eruð þegar bundinn að einhverju leyti. KENTÁRINN 23. nóv. — 20. des. Þennan mánuð er mikið undir því komið, að þér forðist hvers kyns ævintýri, sem leitt geta til slysa eða líkamlegra áverka. Gætið þess að agittanus jgjj.a gkkj fþr6ttir, sem geta haft slíkt í för með sér, svo sem fjallgöngur. Ef ein- hver varar yður við aðsteðjandi slysi, skuluð þér taka mark á honum. Fjárhagur yðar virðist nú fara batnandi, en þó er betra að forðast mikla peningaeyðslu. Reynið að koma yður upp skynsamlegum áætlunum til að vinna eftir í framtíðinni. Ef það tekst, og sérstaklega ef þér eruð bjartsýnn og vongóður, hafið þér ástæðu til að vænta hins bezta. 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.