Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Side 27

Samvinnan - 01.08.1960, Side 27
Carl Alblert Andersen, formaSur sænska sambandsins og yfirborgar- stjóri í Stokkhólmi með meiru, fær sér vindil og hvílir sig um stund. Fáeinar myndir úr veiðiför Svo sem lesendum Samvinn- unnar mun kunnugt vera, hélt NAF, Nordisk Andelsforbund — Samband samvinnufé’.ag- anna á Norðurlöndum — aðal- fund sinn í Reykjavík í sl. mánuði. Að loknum fundin- um var hinum erlendu fulltrú- um boðið til Bifrastar, þar sem þeir dvöldust í skjóli fag- urra fjalla og nutu gestrisni íslenzkra samvinnumanna. Fulltrúunum var gefinn kost- ur á að ferðast til Bifrastar með þrenns konar mót’. Þeir gátu valið um að fara alla leiðina með bifreið fyrir Hval- fjörð þá gátu þeir farið með bifreið um Uxarhryggi, en síð- an ríðandi frá Síðumúla á leiðarenda og þriðji hópurinn gat farið á skak út á Faxa- flóa, en síðan með bifreið frá Akranesi síðasta spölinn. Fararstjóri fyrir fyrstnefnda hópnum var Harry Frederik- sen, Hjalti Pálsson stýrði hestamönnunum og Hjörtur Hjartar þeim er á skak fóru. Fyrsta fisk nn fékk Sif Þórs, kona Valgarðs J. Ólafssonr, framkvæmdastjóra Sjávaraf- urðadeildar SÍS. Þótti mönn- um fara vel á því. Ekki skal veiðiförin rakin nánar, en hér til hliðar eru birtar nokkrar myndir úr henni. Má vera að :esendur Samvinnunnar hafi gaman af að sjá þær. Sjón er jú sögu ríkari. Ö.H. Þessi Svíi dró örlítiS ýsu- seiSi, en Ijómaði engu síður en laxveiðimaSur, sem fengið hefir einn stóran. SAMVINNAN 27 Semingsen, forstjóri norska sam- vinnusambandsins, mælir af hinni mestu nákvæmni fisk sem Hikanen frá Finnlandi hefir dregið. Dregið var á báðum borðum. Hér sér aftur eftir skipinu, bakborðs- megin. m* Þessi norska kona vék aldrei frá borð- stokknum og var alltaf jafn áhuga- söm, þótt afli henn- ar yrði ekki stór. Aflinn varð samtals þrjár körfur. Hjörtur Hjartar var fengsæll. Hér inn- byrðir hann þorsk og er hinn veiðileg- asti. Valgarð J. Ólafsson og Guðmundur Ás- mundsson huga að veiðafærum. Kona Valgarðs, Sif Þórs, horfir á. 1

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.