Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Side 29

Samvinnan - 01.08.1960, Side 29
Ólína hafði næstum misst hana á gólfið, en tókst á síðustu stundu að halda jafnvæginu og bar hana að rúm- inu. — Guð minn almáttugur, hún hef- ur fengið slag! Á næstu mínútum varð húsið allt í uppnámi. Það var hringt til læknis, síðan til bræðranna, sem voru önn- um kafnir, hvor á sinni kosningar- skrifstofu. Læknirinn gaf úrskurð sinn eftir stutta stund. Gamla konan hafði fengið slag og var dáin. Á kosningaskrifstofu flokkanna varð því meira um að vera sem lengra leið á daginn. — Halló! svaraði liðsmaður á skrif- stofu Innangarðsmanna. — Hvað seg- irðu? Er hún dáin?------Nú ég man ekki betur en Ari segði, að hún hefði verið sprellfrísk í morgun.---Mikils fjárans vandræði, að hún skyldi ekki vera búin að kjósa. Ég skil ekkert í honum Ara að láta hana ekki kjósa strax í morgun. Og svo kemur hann kannske ekki meir að kosningunum í dag-------- Á kosningaskrifstofu Utangarðs- manna sögðu þeir, þegar fregnin barst um lát hinnar öldruðu konu: — Aha, þar misstu þeir eitt atkvæði, því að hún var ekki búin að kjósa. Já, það hefði vafalaust orðið þeirra atkvæði. Verst ef við höfum ekkert meira gagn af honum Bjarna í dag.---- Og símarnir gullu án afláts á skrif- stofum beggja flokkanna, enda sögðu jafnt frambjóðendur sem kosninga- smalar, að sjaldan eða aldrei hefðu farið fram jafn mikilvægar kosningar. Bræðurnir, Ari og Bjarni, stóðu and- spænis hvor öðrum yfir líki móður sinnar, tveir fullorðnir menn, og tók- ust í hendur. Á þessu andartaki höfðu þeir gleymt fyrri væringum, pólitísk- um þrætum og illdeilum ög það mis- jafna, sem þeir höfðu smátt og smátt á mörgum árum verið að telja sér trú um, að byggi með hinum, var liorfið úr vitund þeirra um stund. Þeir voru aðeins bræður, synir hinnar dánu konu.. Trúlega yrðu þeir aldrei að fullu sáttir, en þeir höfðu aldrei verið nær því en nú, því að þannig er dauð- inn, jafnvel dauði níræðs gamalmenn- is er þess umkominn að flytja frið og sættir milli þeirra, sem lifa. Og hljóð- látur friður hvíldi yfir húsinu, þar sem hin gamla kona hafði endað ævi sína. Kína Frh. af bls. 17. Óáreittir fengu Kínverjar þó ekki ætíð að stunda þessa útbreiðslustarf- semi sína. Norðan við landamæri þeirra, í Mansjúríu, Mongólíu og Sinkiang, bjuggu norður-morigólskar og tyrkneskar þjóðir, sem í her- mennsku báru eins mikið af Kínverj- um og þeir sjálfir af frændum sínum í Suður-Kína. Oft tókst tiltölulega fá- mennum hirðingjaþjóðflokkum að undiroka stærri eða smærri hluta hins mikla milljónaveldis um lengri eða skemmri tíma. Hina síðustu og fræg- ustu þessara innrása að norðan gerðu Mansjúar á miðri 17. öld, og sat keis- araætt þeirra að völdum í Kína allt fram til 1912. Þá 'tóku og evrópsku stórevldin, ásamt Bandaríkjamönnum og Japönum, að leita á Kína, og höfðu þar í flestu tögl og hagldir á síðari hluta nítjándu aldar og framan af þeirri tuttugustu. Meðan Kínverjar voru þannig fóta- þurrkur erlendra „djöfla", gafst þeim eðlilega lítið tóm til áleitni við ná- búa sína. Mátti segja að það ástand héldist, unz hersveitir Maós flæmdu rytjurnar af liði Sjangs út á Formósu. Því verður ekki neitað, að síðan hefur Kínaveldi sótt fram á við með risaskrefum. Stórfelldum' framkvæmd- um hefur verið hleypt af stað til efling- ar landbúnaðinum, og enn stórfelldari aðgerðir eru um hönd hafðar til að koma fótum undir stóriðnað í land inu. Herinn hefur verið efldur og lát- inn fylgjast vel með tízkunni í vopna- búnaði. Og — síðast en ekki síst — hin mörgþúsundáragamla útþenslu- stefna hefur verið endurvakin á nýj- an leik, með lítt breyttum aðferðum, nema hvað nú eru vélbyssur og sprengjur notaðar í stað spjóts og boga. Sem dæmi frá síðustu árum má nefna örlög Kasakka og Tíbetbúa. Kasakkar eru tyrkneskur þjóðflokk- ur, er einkum býr á gresjunum í suð- urhluta Rússaveldis, þar sem sovétlýð- veldið Kasakstan ber nafn þeirra, en einnig hafa þeir frá fornu fari búið í Sinkiang. Þeir eru hirðingjar, hraust- ir menn og frjálshuga, og líkjast íbú- um Evrópu og Vestur-Asíu í flestu meir en Kínverjum. Eftir að kommún- istar náðu völdum í Kína, lentu þeir fljótlega í deilum við Kasakka, er lauk með því, að hinir síðarnefndu voru þúsundum saman brytjaðir niður með skriðdrekum og stórskotaliði eða flæmdir upp á tíbetsku hásléttuna, þar sem þeir fórust hrönnum saman úr hungri og kulda. í stað þeirra flytjast svo inn kínverskir bændur. Þá er nú kunnugt orðið af frásögn- um flóttamanna og skýrslum alþjóð- legra rannsóknarnefnda, að markvisst er unnið að útrýmingu Tíbetbúa. Er vart ástæða til að ætla annað en þessi merka og sérstæða menningarþjóð verði horfin af yfirborði jarðar eftir tiltölulega fá ár. í sambandi við þessar aðgerðir hafa svo Kínverjar tekið að færa sig upp á skaftið gagnvart ná- grönnum sínum sunnan Himalaja. Ef litið er til framtíðarinnar, verð- ur ekki sagt, að hún gefi glæstar von- ir í þessu efni. Kínverska þjóðin telur nú um 650 milljónir, og fólksfjölgun- in er gífurleg, sennilega allt að 12—15 milljónum á ári. Á aðeins þremur árum bætir Kína þannig við sig jafn- mörgu fólki og öllum íbúum Frakk- lands. Beztu hlutar landsins eru þegar of þéttbýlir, og því nær óhugsandi er, | ^ Ferpson léttir bústörfin allt árið i i i i 1 Is-5£E---555-------------------—--------------- SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.