Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 2
Grænlenzk börn og
íslenzkur hestur.
Ljósm.: Þorvaldur
Ágústsson.
Samvinnan
JÚLÍ—ÁGÚST 1964—LVIII. ÁRG. 7—8
Útg. Samband ísl. samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Páll H. Jónsson.
Blaðamaður:
Dagur Þorleifsson.
14. Hatrið grær, smásaga eftir A.
Felician Fernando, Dagur Þorleifs-
son þýddi.
16. Frá aðalfundi SÍS
18. Fréttabréf.
20. Heimilisþáttur, Bryndís Steinþórs-
dóttir, húsmæðrakennari.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambandshús-
inu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími er 17080.
Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00.
Gerð myndamóta annast Prentmót h.f.
Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h.f.
2. Lífsnauðsyn, Páll H. Jónsson
3. Gíorgos Seferis, Sigurður A. Magn-
ússon, rithöfundur.
4. Úr ljóðaflokknum Goðsaga eftir
Gíorgos Seferis, Sigurður A. Magn-
ússon þýddi úr grísku.
6. „Komir þú á Grænlands grund“,
myndaopna úr Grænlandsferð.
Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson.
8. Samvinna er engin neyð, Páll H.
Jónsson.
9. Krossgátan.
11. „Brosandi land,“ Páll H. Jónsson.
12. Móðurmálið og skólarnir, Stefán
Jónsson, námsstjóri.
L ÍFSNA UÐS YN
Veraldarsagan vitnar um það á öllum tímum, að samvinna og samstaða
leiðir málefni til sigurs, en sundrung er vegur til ófarnaðar. Þessi vitnis-
burður ætti svo sannarlega að nægja til þess að kenna minnstu þjóQ ver-
aldarinnar, sem þar að auki þekkir vel frá sinni eigin sögu, mörg dæmi þess
að sundrung leiðir til falls, en samvinna til sigurs — að leita úrræða með
samhjálp og samvinnu, þegar mikils þarf með.
En samvinna krefst fórna og fórn á ekki upp á pallborðið hj á íslendingum
í dag. Höfuðeinkenni nútímans er efnishyggja og gróðahyggja, þar sem
hver og einn keppist við að krafsa til sín sem mestu af því sem til næst,
og lætur í alltof mörgum tilfellum blindast af skammsýnni gróðavon.
Óasar í eyðimörk efnishyggjunnar eru kaupfélögin. Þau eru ekki stofnuð
til að græða og hafa þann tilgang einan að vera til nytsemdar í lífsbar-
áttunni, á grundvelli samhjálpar, samvinnu og viturlegs skipulags. Þau eru
til að spara og þau eru til að byggja upp varanleg verðmæti. Vitanlega
krefjast þau fórna, eins og öll samvinna og samhjálp. Þau ætlast til fram-
lags frá hverjum félagsmanni, en framlag hans verður um leið til þess að
tryggja honum réttlæti og niðjum hans og honum sjálfum betri lífskjör.
Mikil skammsýni hefur að undanförnu ráðið því, að kaupfélögin hafa
verið í hlekkjum og eru það enn, að ýmsu leyti. Þetta hefur verið því
hættulegra og alvarlegra, sem eðli þeirra allt og tilgangur hefur byggst á
hugsjón, og hugsjónir eru ekki gerðar úr stáli og blýi, heldur úr skapandi
anda. Og hugsjónir nærast ekki á efnishyggju, gróðafíkn og sundrung.
Hitt er svo annað mál, að hugsjónir krefjast hagsýni og skipulags. Og
vandi samvinnumanna nú, hvar í flokki sem þeir standa, er að varðveita
anda samvinnuhreyfingarinnar, en nota hagsýni og viturlegt skipulag
henni til eflingar og um leið þjóðinni allri til góðs. Það sem einkennir sam-
vinnustarf nágrannaþjóðanna nú er einmitt það, að samvinnumönnum
er ljós hin harða samkeppni sérhyggjunnar og tækni nútíma skipulags og
hagnýtingar. Þeir stefna að því, að varðveita kjarna samvinnuhreyfingar-
innar, en nota tæknina henni til eflingar. Þess vegna auka þeir og efla
samstarfið. Þeir mynda sífellt stærri og stærri heildir úr smáum einingum
til þess að verða sterkari og standa betur að vígi, þegnum þjóðfélaganna
til nytsemdar. Þeir safna liði og eru í sókn. Samvinnufólkið hér á landi þarf
að hugsa sig vel um og gæta þess að verða ekki á eftir í nútíma þróun. Til
þess þarf það engu að fórna af eöli hugsjónarinnar, heldur aðeins að leita
öflugra samstarfs og aukinnar félagslegrar samstöðu. Heimurinn allur er
á hraðri leið til að mynda færri en stærri heildir. Það gildir ekki sízt um
andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar, og ef til vill hvað mest þá. Sam-
staöa gróðahyggj unnar gerir fáa ríka. Samstaða samvinnumanna stefnir
að bættum lífskjörum fyrir alla, á grundvelli persónufrelsis, jafnréttis og
réttlætis. Það má svo sannarlega vera gleðiefni fyrir samvinnufólkið á ís-
landi, að taka nútíma tækni, kunnáttu og hagnýtingu í þjónustu skapandi
hugsjónar. Vandinn liggur í því, að láta ekki tækni og efni sigra andann,
heldur þjóna honum. Það gera samvinnumenn í nágrannalöndunum. Það
er samvinnufólkinu skylt að gera einnig hér. Og meira en það: það er lífs-
nauðsyn.
Páll H. Jónsson.
2 SAMVINNAN