Samvinnan - 01.08.1964, Page 3
Sigurður A. Magnússon:
GÍORGOS
SEFERIS
Gíorgos Seferis (sem réttu
nafni heitir Seferíades) hefur
um þrjátíu ára skeið verið í
fylkingarbrjósti grískra Ijóð-
skálda jafnframt því sem hann
hefur gegnt ábyrgðarmiklum
embættum í utanríkisþjónustu
lands síns víða um heim. Er
hann þriðji diplómatinn sem
hlotið hefur bókmenntaverð-
laun Nóbels undanfarinn ára-
tug. Hinir voru franska ljóð-
skáldið St. John Perse og júgó-
slavneski skáldsagnahöfundur-
inn Ivo Andric. Seferis er fyrsti
Grikkinn sem hlýtur Nóbels-
verðlaunin, en áður höfðu verið
orðaðir við þau ljóðskáldið
Angelos Síkelíanos (1884—
1951), sem Hjalmar Gullberg
þýddi á sænsku með miklum
snilldarbrag, og þó einkanlega
skáldjöfurinn Nikos Kazant-
zakis (1883—1957), sem kunn-
astur er fyrir nokkrar skáld-
sögur sínar og hið geysilanga
og heillandi rómantíska sögu-
ljóð „Odysseifskviðu", sem er
nokkurskonar framhald á Od-
ysseifskviðu Hómers. Tvær
skáldsögur Kazantzakis hafa
verið þýddar á íslenzku og önn-
ur þeirra, „Frelsið eða dauð-
ann“, komið út á prenti. Hin
var lesin upp í útvarpinu.
Gíorgos Seferis fæddist í
Smýrnu (nú Izmir) 29. febrúar
árið 1900. Borgin var auðug að
minnismerkjum og erfðum frá
fornöldinni og býzanska skeið-
inu. I bernsku dvaldist hann á
sumrin í litla hafnarbænum
Klazómene, þar sem ýmsir
frægir grískir spekingar frá
tímabilinu fyrir daga Sókrates-
ar höfðu fæðzt. Seferis varð því
strax í bernsku fyrir sterkum
áhrifum af hellensku menn-
ingararfleifðinni á vesturströnd
Litlu-Asíu. Faðir hans var
doktor frá Sorbonne-háskólan-
um í París og kunnur lögfræð-
ingur á alþjóðavettvangi. Hann
hafði einnig ríkan áhuga á bók-
menntum og þýddi nokkra af
forngrísku harmleikunum á al-
þýðumál, m. a. „Ödípús kon-
ung“ eftir Sófókles. Þetta verk
var sýnt í leikhúsinu í Smýrnu,
þegar Seferis var 10 ára gam-
all, og vakti mikinn uppsteyt
meðal hinna hreingrísku öfga-
manna, sem ekki vildu viður-
kenna alþýðumálið sem bók-
menntamál. Faðirinn þýddi
líka ljóð eftir Byron lávarð á
grísku. Safn af hans eigin ljóð-
um var gefið út í Aþenu árið
1939. Árið 1918 settist hann að
í París og stundaði málafærslu-
störf, en tveimur árum síðar
var hann skipaður prófessor í
lögfræði við háskólann í Aþenu.
Hann var brátt settur af vegna
stuðnings við lýðveldi í Grikk-
landi, en fékk embættið aftur
árið 1923. Tíu árum síðar varð
hann rektor háskólans í Aþenu
og meðiimur í akademíunni.
Hann lézt 78 ára gamall árið
1951. Kona hans hafði fallið
frá árið 1926.
Þegar Seferis var 14 ára flutt-
ist fjölskyldan frá Smýrnu til
Aþenu, en átti áfram miklar
eignir í Litlu-Asíu. Nokkrum
árum síðar — eða 1922 — voru
Grikkir miskunnarlaust hrakt-
ir burt frá Litlu-Asíu í ægilegu
blóðbaði, sem Ernest Heming-
way hefur m. a. gefið eftir-
minnilega lýsingu á, og eignir
þeirra ýmist brenndar eða
teknar eignarnámi. Þessi blóð-
ugu átök orkuðu sterkt á Sef-
eris, sem þá hafði dvalizt fjögur
ár í París við nám í lögfræði
og bókmenntum. Hann varð
aldrei samur maður eftir þessa
viðburði, sem í rauninni sviptu
hann ættlandinu, og sér þess
víða stað í ljóðum hans.
Fjarlægðin gerði honum
hinsvegar fært að sjá atburð-
ina og samhengi þeirra í skær-
ara ljósi. Hann var staddur í
umhverfi sem örvaði hann
andlega og veitti honum víðari
yfirsýn. Á námsárunum varð
hann nákunnugur frönskum
bókmenntum og hugsun. Hann
fékk sérstakar mætur á franska
harmleikaskáldinu Racine, eins-
og fram kemur í fyrstu ljóða-
bók hans, „Vegaskilum", og í
ritgerð sem hann samdi um
hinn mikla skáldjöfur. Franska
ljóðskáldið Jules Laforgue í lok
síðustu aldar hafði einnig djúp
áhrif á hann, og sama var að
segja um skáldþrenninguna
Rimbaud, Mallarmé og Valéry.
Sumarið 1924 lauk Seferis
prófi í lögum og dvaldist síðan
hálft annað ár í Englandi, áður
en hann hélt til Grikklands og
gekk í utanríkisþjónustuna.
Þar starfaði hann síðan óslitið
fram til ársins 1962 og gegndi
Framhald á bls. 22.
Handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels síð-
astliðið ár varð Grikkinn Seferis, fyrsti mað-
ur sinnar þjóðar, er þessi verðlaun hlýtur. I
þessari grein ræðir Sigurður A. Magnusson
rithöfundur um þetta merka ljóðskáld og
bregður ljósi á tengsli hans og annarra full-
trúa hins nýja Grikklands við hina fornu og
frægu menningu þess lands.
SAMVINNAN 3