Samvinnan - 01.08.1964, Qupperneq 8
SAMVINNA
er engin neyð
Ef fólkið í landinu
hefur ekki
þroska og skilning til
þess að vinna saman
og mæta sameigin-
leguni vandamálum nýs
tíma, þá er vonlaust
um byggð landsins
Nýlokið er í Samvinnunni
greinum séra Sigurðar í Holti
um samvinnubúin í ísrael.
Eins og áður hefur verið
drepið á hér í ritinu, eru litl-
ar líkur til, að hægt sé að
taka Gyðingaþjóðina til
beinnar fyrirmyndar í þess-
um efnum, heldur aðeins að
hafa reynslu þeirra til hlið-
sjónar og læra af henni. Eitt
er víst: eitthvað verður að
gera. Sveitirnar halda áfram
að tæmast og þeir sem eftir
verða eru á góðri leið með
að verða vinnudýr, hlekkj-
aðir við dýrar en mjög full-
komnar vélar, sem létta af
þeim miklu erfiði og stuðla
að stóraukinni framleiðslu,
en gera bændurna og fjöl-
skyldur þeirra ófrjáls.
Ekki verður séð hvernig úr
þessu má bæta nema með
aukinni, skipulagðri sam-
vinnu, enda eru það engin
neyðarkjör og engum bónda
vorkunn, að taka þátt í
slíku. Þeir verða vitanlega
einhverju að fórna, en þeir
hafa líka allt að vinna.
Nú er það svo, að vitanlega
er um mjög mikla samvinnu
að ræða í íslenzkum land-
búnaði. Sala og vinnsla af-
urðanna er að heita má öll
á samvinnugrundvelli. Um
meira og minna óskipulagða
samvinnu er að ræða á milli
margra fjölskyldna og á
stöku stað nokkuð skipu-
lagða. Á einum stað vinna
tveir bræður að allri túna-
vinnslu og öllum heyskap í
sameiningu. Þeir skipta í
bróðerni á milli sín heyinu
og eiga hver sín gripahús og
fjárhús og sínar kýr og sauð-
fé. Annar þessi bóndi sagði
við mig nú alveg nýlega:
Okkar stóra yfirsjón var sú,
að byggja ekki eitt fjós. Það
er efalaust rétt hjá honum
og þó, í mörgum tilfellum,
ekki nema hluti af sannleik-
anum. Það sem þessir bræð-
ur áttu að gera var ekki ein-
ungis að byggja eitt fjós,
heldur að byggia það í félagi
við einhverja af nágrönnum
sínum, svo marga, að hæfi-
leg stærð fengist fyrir alla
fullkomnustu tækni og svo,
að vinnukraftur nýttist sem
allra bezt.
Það er litlu fórnað, þótt
bændur hafi samvinnu um
fjósbyggingar og félagsskap
um mjólkurframleiðsluna.
Þeir halda sjálfstæði heimila
sinna eins fyrir því. Þeir
geta haft sín eigin hús fyrir
sauðfé, a. m. k. þar sem fjár-
bú eru lítil, eins og nú er
víða. Sömuleiðis he^thús.
Sauðfé og hestar hafa upp-
eldisgildi fyrir börn og auka
gleði fullorðinna, vegna um-
gengninnar einnar saman.
Og þótt í nokkrum tilfellum
hið sama megi segja um
kýrnar, þá er það sjaldgæf-
ara og einhverju verður að
fórna. Bóndi sagði við mig
fyrirnokkrum árum: „Börn-
um eru gefin lömb og börn-
um eru gefin folöld. En hver
gefur barni kálf?“
Það þarf að fá vísindaleg-
ar niðurstöður fyrir því,
hvaða stærð og gerð fjósa
er hagkvæmust og í stað þe:s
að fækka bændum um mörg
hundruð, á að sameina
bændur um byggingu fjósa
á samvinnugrundvelli og
losa mjólkurframleiðsluna
úr tengslum við heimilin.
Létta fjósverkunum af hús-
mæðrum og að nokkru af
bændum og börnum. Bænd-
ur og unglingar geta unnið
til skiptis á skipulagðan hátt
við félagsfjósin, ef það þykir
hentugt. Með slíku sam-
vinnusniði er hægt að nota
sér yfirburði „stórfram-
leiðslu" án þess að fórna
nema mjög litlu af sjálfstæði
heimilanna og engu af eign-
arréttinum. Ef fólkið í land-
inu hefur ekki þroska og
skilning til þess að vinna
saman og mæta sameigin-
lega vandamálum nýs tíma,
en lætur í þess stað véltækni
og blinda efnishyggju mala
sig, þá er vonlaust um byggð
landsins.
Annars ætti Búnaðarfélag
íslands að láta fara fram
rækilega rannsókn á því, í
hve ríkum mæli og á hvaða
sviöum og í hvaða formi er
um félagslega samvinnu að
ræða meðal íslenzkra bænda.
Margt er um hana vitað, en
ekki nógu margt. Og af
reynslu ber að læra og tengja
þann lærdóm nútíma þekk-
ingu og tækni. ísland á ynd-
islegustu sveitir í heimi. Það
á ótæmandi gróðrarmold.
Bændastéttin er gáfuð, dug-
leg og myndarleg og í eðli
sínu óvenju félagslynd. Hún
hefur með samvinnu leyst
fjölmörg vandasöm málefni
og verður að gera það enn.
Páll H. Jónsson.
8 SAMVINNAN