Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 11
BROSANDI LAND“ PISTILL ÚR NORÐURLANDAFÖR Síðastliðið vor fór lítill hópur starfsmanna frá Sam- bandi íslenzkra samvinnufé- laga til þriggja höfuðborga á Norðurlöndum í kynnis- og námsferð til samvinnufélag- anna þar. Undirbúning ferð- arinnar hér heima hafði með höndum stj órn Deildar starfsmanna SÍS í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur, í samráði við starfsmanna- hald SÍS, en undirbúning erlendis annaðist Fræðslu- deild SÍS og naut til þess mjög velviljaðrar fyrir- greiðslu fræðsludeilda sam- vinnusambandanna úti. Far- arstjóri var Páll H. Jónsson. í ferðinni tóku þátt: Bald- vin Einarsson, Björn Björns- son, Ingi Sigurðsson, Krist- inn Hannesson, Leifur Ingi- marsron, Markús Stefánsson, Metúsalem Stefánsson og Richard Sigurbaldursson. Þórður Magnússon, sem ráð- inn var til ferðar, varð að hætta við vegna veikinda. Alls voru því í hópnum 9 manns. Samvinnan mun nú og síð- ar birta nokkrar myndir og frásögn af þessari lærdóms- ríku ferð, rem er nýjung hér á landi meðal samvinnu- manna. Eins og áður er sagt höfðu fræðsludeildir sam- vinnusambandanna úti mót- tökur með höndum, skipu- lögðu alla tilhögun á hverj- um stað og lögðu til leið- sögumenn. Fyrst var haldið til Dan- merkur með flugvél Flugfé- lags íslands. í Kaupmanna- höfn var leiðsögumaður Axel Schou, ritari í fræðsludeild FDB — danrka samvinnu- sambandsins. Schou er mað- ur á bezta aldri, var fyrir tíu árum búsettur í Færeyjum um tveggja ára skeið og að- stoðaði þar við stofnun kaup- félags og fylgdist með rekstri þess fyrstu sporin. Hann er lágvaxinn, hárið byrjað að þynnast, yfirlæti' laus en hlýr og glaður í viðmóti og reykir pípu sína af mikilli smekkvísi. Hann logar af á- huga fyrir samvinnumálum og hefur glöggan skilning og mikla þekkingu á kröfum tímans, hvað snertir tækni og gjörnýtingu á öllum svið- um, en hvikar þó hvergi frá innsta kjarna samvinnu- stefnunnar. Hann er mikill áhugamaður um „norræna samvinnu“, sem ekki væri aðeins fólgin í dýrum ráð- ttefnum og enn dýrari veizl- um ráðherra og diplómata, heldur í raunhæfu samstarfi Framhald á bls. 24. Frá vinstri: Páll H. Jónsson, fararstjóri Sambandsmanna, Axel Schou, ritari Fræðsludeildar FDB, ogr sjálenskur kaupfélagsstjóri Þátttakendur í ferðinni að fararstjóra undanteknum, talið frá vinstri: Kristinn Hannesson, Leifur Ingimarsson, Richard Sigur- baldurs, Ingi Sigurðsson, Markús Stefánsson, Baldvin Einarsson, Metúsalem Stefánsson, Björn Björnsson og sænskur leiðsögu- maður. — Að neðan: Hin nýja skrifstofubygging FDB í Glostrup. SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.