Samvinnan - 01.08.1964, Síða 20
HANDAVINNA
Bryndís Steinþórsdóttir,
húsmæðrakennari:
JL imi (ía)'i d tt u r
MJOLKURDRYKKIR í
BARNAAFMÆLI
Kakaódrykkur
2 msk kakaó
1 msk sykur
li/4 cll vatn
salt
iy4 dl mjólk
Vanilluís
Blandið saman kakaói og sykri
og sjóðið í 2 mín. Þeytið mjólk-
ina saman við og kælið. Þessi
uppskrift er hæfileg í tvö glös.
Ein msk af vanilluís er látin
í hvert glas. Isinn má einnig
þeyta saman við drykkinn.
Ávaxtasafi með ís
Beztur og hollastur er safi úr
nýjum ávöxtum en einnig er
ágætt að blanda saman mis-
munandi tegundum úr dósum
eða flöskum, aðgætið að safinn
sé ekki of sætur.
í staðinn fyrir ávaxtasafa er
hægt að nota saft.
Saftina eða safann má blanda
með mjólk ef vill. Þeytt vel
sarnan og borinn fram með
rjómaís eða ísteningum.
Bananadrykkur
Merjið y2 banana með gaffli,
blandið saman við safa úr
hálfri sítrónu og einni tsk af
sykri. Þeytið síðan ásamt 2 dl
af m'ólk.
Hæfilegt i eitt stórt glas eða
tvö lítil.
Rjómaís látinn í glösin ef vill.
Vinsælast er að hafa drykkj-
arrör í glösunum, en í stað
þeirra má nota makkarónur
eða skeiðar með löngu skafti.
Myndin til vinstri tilheyrir drykkjunum, en sú að neðan bakka-
böndunum.
Hér koma nokkrar tillögur um
sumarhandavinnu, sem þarf
fyrst og fremst að vera þægileg
í meðferð, svo hægt sé að
sauma úti í sólinni er tími
vinnst til.
Diskadúkar
Smádúkar undir diska hafa
nú mjög rutt sér til rúms í
stað stóru matardúkanna. I
þá eru höfð mismunandi efni
og mynsturgerðir eftir smekk
hvers eins.
Hér með fylgir þrætt mynst-
ur, sem er fljótlegt og auð-
velt.
Efnið er hvítur hör, en að
sjálfsögðu mætti hann vera
mislitur eða annað efni sem
auðvelt er að telja út í. Saumað
með tvöföldu bómullargarni
(sem ætlað er til útsaums)
bródergarni, perlugarni, áróru-
garni, eða hörgarni. Litir eru
Mynd af diskadúk með ein-
földu þræddu mynstri. Að
neðan: Mynstrið.
20 SAMVINNAN