Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Síða 22

Samvinnan - 01.08.1964, Síða 22
 íiSi i: HUSMÆÐUR SAFNIÐ VETRARFORÐA SULTIÐ O G SJOÐIÐ NIÐUR Tryggið yður góðan árangur af fyrirhöfn yðar. Varðveitíð vetrarforðann fyrir skemmd- um. Það gerið þér örugglega með því að nota: Betamon, óbrigðult rotvarnarefni Bensonat í töflum, bensoesúrt natron Gúmmíhettur fyrir saftflöskur Pectínal, sultuhleypi Vanillutöflur, bragðbæti Vínsýru og Cítrónsýru Edik og Edikssýru i: 1 Allt frá C H E M I U h.f. I 1 ÞESSAR VORUR F A S T I O L L U IVI M ATVORUVERZLUNUM Gíorgos Seferis Framhald af bls. 3. embættum bæði í Aþenu og víða erlendis. Fyrst í stað vann hann í utanríkisráðuneytinu í Aþenu. en 1931 var hann send- ur til Lundúna. Árið 1936 var hann skipaður ræðismaður í Koritsa í Albaníu. og tveimur árum síðar varð hann aðstoð- arskrifstofust.ióri í utanríkis- ráðuneytinu. Þetrar h°imsstyrj- öldin skall á og Þ.ióðveriar her- námu Grikkland. flúði hann til Litlu-Asíu og þaðan áfram til Pa.lestínu og Egyptalands. Árið 1941 varð hann starfsmað- ur við gríska sendiráðið í Pre- toria í Suður-Afríku, og ári síðar var hann settur yfir upp- lvsingadeild grísku útlaga- stmrnarinnar í Egyptalandi. Árið 1944 varð hann skrifstofu- st.jóri utanríkisráðuneytisins. Fiórum árum síðar var hann skipaður fyrsti sendiráðsritari í Ankara. og sama embætti fékk hann í Lundúnum árið 1950. Sendiherra varð hann árið 1953 í Beirut og loks árið 1957 í Lundúnum. Því embætti gegndi hann fram til 1962, eins og áður segir, og átti meðal annars drjúgan þátt í lausn hins erfiða Kýpur-vandamáls, sem mjög mæddi á honum. Hann býr nú í Aþenu og er á eftirlaunum. Þetta voru nokkur helztu at- riðin í opinberri ævisögu Sef- eris, og bau segja að vísu all- mikla sögu um umfangsmikil embættisstörf, en hin eiginlega lífssaga hans er þó fyrst og fremst fólgin í þeirri list sem hann hefur skapað á liðnum 40 árum. Ljóðabækur hans eru orðnar tíu talsins, og þó þær séu ekki sérlega miklar að vöxtum, gefa þær furðuglögga mynd af ævireynslu skáldsins og glímu hans við vandamál tilverunnar. Seferis hefur víða sótt til fanga í skáldskap sínum, en mest hefur hann sótt til hinn- ar fornu bókmenntaarfleifðar Grikkja. Af fornskáldunum hefur Hómer reynzt honum gjöfulust uppspretta. „Hómer er jafnan í hjarta mínu,“ sagði hann nýlega, enda mun ekki fjarri sanni að hann kunni bæði Ilíonskviðu og Odysseifs- kviðu utanbókar. Við annað tækifæri lét hann þessi orð falla: „Hómer skilur mig ekki frá lífinu umhverfis mig. bægir mér ekki frá að koma til móts við það. Og ástæðan til þess að ég fór að lesa og elska hann og önnur fornskáld er sú, að þessir menn hafa hjálpað mér betur en margir samtímamenn til að skilja hvað það er, sem veldur því að ég ber þær til- finningar til ættjarðarinnar sem ég geri. Þeir hjálpuðu mér til að fara þann stutta vegar- spotta, sem ég verð að fara, og veittu mér huggun. Það var ekki skólinn sem leiddi mig til fornskáldanna; hann gefur öllu sem hann snertir við ó- bragð. Það liðu áratugir þang- að til ég sneri mér aftur að því sem ég hafði lært í mennta- skólanum (í þessu tilliti skil ég ..Va.rnarræðu“ Sókratesar und- an). Til fornskáldanna leiddu mig þeir fáu kísilsteinar, sem ég handfjallaði stundum þeg- ar ég b’ó í Grikklandi." Af öðrum fornskáldum er Aiskýlos, fyrsta harmleikaskáld Grikkja, honum hjartfólgnast- ur. Af nútíðarskáldum hafa þeir T. S. Eliot og Ezra Pound skipt Seferis mestu máli, einkanlega sá fyrrnefndi. Ljóð Eliots, ..Marina" (sem Helgi Hálfdan- arson hefur þýtt á íslenzku), varð honum í öndverðu fersk opinberun. en síðan hefur hann snúið nokkrum verkum meist- arans á grísku, þeirra á meðal „The Waste Land“. og þótti sú býðing bókmenntaviðburður í Grikklandi árið 1936. En auk ýmissa skálda, sem orkað hafa á skáldið Seferis með einhverjum hætti, hefur Grikkland — sjálft landið, náttúra þess og fornmenjar — haft ómæld áhrif á alla Ijóð- list hans. Þó hann hafi víða farið og dvalið langdvölum fjarri Grikklandi, hefur það fylgt honum á öllum ferðum hans, verið honum sístreym- andi uppspretta tærrar Ijóðlist- ar. Þetta grýtta og nakta land með ótölulegum minjum um forna glæsitíð og beitta tönn tímans er einsog viðlag við gervallan skáldskap hans. Klappirnar, fururnar og litlu hvítu kapellurnar á hæðum og fjallatindum, háborgirnar, hof- in og meira eða minna lemstr- aðar líkneskjur fornaldarinn- ar: þetta eru hin síendur- teknu tákn í Ijóðum Seferis. 1 ritgerð sem hann samdi um næstsíðustu ljóðabók sína, „Þröst“, sagði hann árið 1950: ,.Ég er tilbreytingarlaus og þrákelkinn maður, sem í sam- fleytt tuttugu ár fram til 1946 hefur ekki látið af að segja sömu hlutina aftur og aftur.“ Ekki er fjarri lagi. að þannig sé skáldskap Seferis háttað, en kannski er nærlægara að segja að obbinn af ljóðum hans sé einn samfelldur bálkur, nokk- 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.