Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Side 24

Samvinnan - 01.08.1964, Side 24
ibakslurinn Osta-og smjörsalan s.f. ar í bát. Þrátt fyrir mikla menntun hefur skáldið for'ðazt hefðbundna og hástemmda mælgi, en leitað í stað þess að þeim einfalda og látlausa sann- leik, sem geri ljóð hans gild. „Söngurinn er orðinn svo of- hlaðinn tónlist að hann sekk- ur, list okkar hefur verið skreytt þar til gullið gróf sundur ásjónu hennar,“ segir hann á einum stað. Hann hef- ur valið sér hljóðskrafið, og fyrir bragðið hefur raust hans nú borizt til endimarka jarðar. Sigurður A. Magnússon. Brosandi land Fiamhald af bls. 11. venj ulegra manna og kvenna og er með ákveðnar tillögur í þeim efnum, sem Samvinn- unni gefst vonandi kostur á að skýra frá síðar. Axel Schou hafði þann hátt á allri tilhögun, að ferðahópurinn fengi sem allra bezt yfirsýn um það, sem er að gerast innan dönsku kaupfélaganna nú. Samvinnumönnum í Dan- mörku er ljós sú ftaðreynd, að hagnýting og sífullkomn- ari samstaða stórra heilda innan samvinnuhreyfingar- innar, sé eina ráðið til þess að standast samkeppni auð- hringanna og ná sem full- komnustum árangri í til- gangi kaupf élaganna: að veita íem fullkomnasta þjón- ustu, ná lægsta vöruverðinu á beztu vörunum og veita um leið lífi og andlegu fjöri inn í ævi fólksins. Að þessu stefna þeir markvisst og skipulega og beita bæði lær- dómi, reynslu og tækni. Tak- markið er: Danmörk eitt kaupfélag. í Danmörku eru fjarlægðir og samgönguerf- iðleikar ekki til. Landfræði- legir örðugleikar eru engir, nema ef sundin á milli eyj- anna mættu kailast því nafni. Af Norðurlöndum öllum hafa Danir sérstöðu í þessum efnum. Heimsóknin í Danmörku hófst með því að komið var í hinar nýju stöðvar sam- vinnusambandsins danska, sem er í Glostrup, einni af útborgum Kaupmannahafn- ar. Þar er öll starfsemi sam- bandsins nýflutt í glæsileg húsakynni og hefur þar ör- ugg vaxtarskilyrði um ófyrir- sjáanlegan tíma. Þar eru skrifstofur og vörumiðstöð (Centrallager), sem áður var á Njálsgötu 15 á Amager. Er aðstaða danska sambandsins nú sú fullkomnasta, sem til er í Norður-Evrópu, enda öll hús ný og byggð af ítrustu tækni og hagsýni. Ekki er rúm eða ástæða til að rekja í smáatriðum allt sem skoðað var í Danmörku, heldur aðeins drepið á nokk- uð af því. Meðal annars var komið í skóla danska sam- bandsins á Höjstrupgárd viö Helsingör. Danski samvinnu- skólinn er í Middelfart á Fjóni. En þarna hefur þaö tekið skóla á leigu, og þar eru haldin námskeið fyrir búðarfólk og deildarstjóra buða. Skólastjórinn, H. Buhl, tók á móti ferðamönnunum, kunnátta í öllu, sem lýtur að verzlunarstörfum. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og svo eru farnar margar náms- ferðir til annarra staða og jafnvel annarra landa. Nú er danska sambandið að byggj a nýjan skóla yfir þessa starf- veitti kaffi og skýrði starf- semina. Ein af kröfum nú- tímans er vaxandi tækni og semi. Öðrum degi heimsóknar- innar í Kaupmannahöfn var varið hjá Kaupfélaginu HB. Skammstöfunin HB þýddi áður Hovedstadens Brugs- forening, þ. e. Kaupfélag höfuðborgarinnar. Nú heitir það aðeins Kaupfélagið HB, og ef beðið er um útskýringu á HB er svarið: Hjemmenes Brugsforening, eða Kaupfé- lag heimilanna. Ástæðan til þessarar breytingar er sú, að HB nær nú ekki aðeins til Kaupmannahafnar, heldur víðs vegar um landið. Hvert kaupfélagið af öðru, og sum þau stærstu í Danmörku, hafa sameinast HB. Síðasta kvöldið, sem við vorum í Kaupmannahöfn stóð til að haldinn yrði aðalfundur kaupfélagsins í Álaborg og þar tekin ákvörðun um, hvort það skyldi sameinast HB, svo dæmi sé tekið. Eitt fyrsta kaupfélagið, sem sam- 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.