Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Page 26

Samvinnan - 01.08.1964, Page 26
Fréttir af aðalfundi SÍS Framhald af bls. 18. arlegastar fjárhagsáætlanir, sem fylgt sé, svo sem frekast er unnt. Ennfremur minnir fundur- inn á, að rekstrarlán landbún- aðarins eifu enn óbreytt að krónutölu frá því sem var 1959, þrátt fyrir stórhækkað verð- lag og aukið afurðamagn. Telur fundurinn óhjákvæmi- legt, að rekstrarlánin verði stórlega hækkuð og skorar á stjórnarvöldin að gera ráðstaf- anir til þess.“ Um kjaramál: „Með vísun til samþykktar aðalfundar Sambandsins 1961, ítrekar fundurinn nauðsyn þess, að gagnkvæmur skilning- ur og samstarf sé á milli sam- vinnuhreyfingarinnar og verkalýðssamtakanna. Um leið og fundurinn fagnar því sam- komulagi, sem nú hefur tek- izt um kjaramálin, þakkar hann Vinnumálasambandi samvinnufélaganna fyrir hlut- deild þess í samningsgerðinni.“ Heimilisþáttur Framhaid af bls. 21. Mynstrið á bakkaböndunum er auðveldast að teikna á efnið með vélritunarkalkipappír, svörtum eða hvítum. Ath. að það eru 11 mynstur á hverju bandi. BAKKABÖND Bakkabönd eru falleg og not- hæf hverju heimili. Þau eru ýmist höfð úr fallegum mis- litum eða einlitum bómullar- eða strigaefnum, einnig hör. Séu bakkaböndin úr hör eða strigaefni eru höfð í þeim út- talin þræði — eða krossasaums- mynstur en í einlit bómullar- efni er fallegt að teikna ein- föld mynstur eftir eigin hug- mynd. Þessi bönd eru úr bóm- ullarefni. Fullsaumuð eru þau 110x41/2 cm. En stærð band- anna fer eftir bakkanum, sem þau eiga að bera. í þessi bönd er efnið 114x12 cm. Skipt í tvö bönd eftir endilöngu. Miðjan er rispuð, brotin eða þrædd þráðrétt. Síðan er 1 mynstur teiknað á hvert band. Saumað með leggsaumi, ein- földum sporum og krossspor- um, með tveim bláum litum og tómatrauðum. Betra er að fóðra böndin, sem síðan eru saumuð saman eftir endilöngu, stungið í gegnum hringinn og gengið frá endum. Innanmál hringsins er 5 cm. 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.