Samvinnan - 01.08.1964, Page 29
ÞAÐ ER SAMA, HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT...
W W W
BEDFORD SKILAR ÞVIA AFANGASTAÐ!
ávallt fáanlegurmed stuttum fyrirvara
Véladeild
átta og níu ára deildum, þarf
aö beita svipaöri aðferð. Tal-
málið er undirstaða ritmálsins
ekki síður en ritmálið styður
talmálið. Ástæðan er sú, eins
og aö framan greinir, að fá-
menni heimilanna og breyttir
heimilisliættir valda því, að
minna er nú talað við börnin
á heimilunum en áður var og
þessa vöntun í æfingu móður-
málsins þarf skólinn að bæta
upp, ef vel á að fara. Tel ég
að annars sé vá fyrir dyrum,
sérstaklega í fjölmenninu.
í yngri deildum barnaskól-
anna yrði hin lifandi, orðfrjóa
talkennsla fyrst og fremst
tengd lestrinum, en jafnframt
þyrfti að tengja þessar æfingar
öllu starfi skólans meira en nú
er, og ennfremur í eldri deild-
um hans. Heimilin þurfa að
taka höndum saman viö skól-
ana í þessu máli, og foreldrar
og aðrir aðstandendur barna,
verða að gefa börnunum meira
af sínum frítímum, en nú tíðk-
ast, til viðtals við þau, fræðslu
og leikja.
Lítill, amerískur drengur
horfði á pabba sinn þvo vand-
lega og bóna bílinn sinn. Eyddi
hann í þetta miklum tíma. Þá
varð drengnum þetta að orði:
„Pabbi, þér hlýtur að þykja
mikið vænna um bílinn þinn
en mig. Ef ég bið þig að segja
mér sögu eða tala við mig, þá
segist þú hafa svo nauman
tíma, að það sé ekki hægt. —
En nú gefur þú bílnum mikið
af þínum nauma tíma.“
Þessi saga gæti vel verið sönn
og hún er lærdómsrík fyrir þá
foreldra, sem ætíð hafa of
nauman tíma til að sinna börn-
um sínum heima.
Segulbandið getur reynzt
undratæki í móðurmálsæfing-
um, bæði í skólum og heima-
húsum. Hvert einasta barn á
aldrinum 5—9 ára hefur mikið
yndi af að segja frá því, er
fyrir það hefur komið. í skól-
anum þurfa kennararnir að
skilja og meta þessa þrá barns-
ins, til að tjá sig.
Mörg umræðuefni er hægt
að skapa með spurningum, eins
og t. d.: Hefur þú fundið hreið-
ur? Hefur þú komið á hest-
bak? Hvaða blóm þekkir
þú? o. s. frv. Það stendur ekki
á svörunum, og oft er sagt frá
af mikilli hrifningu en oft er
frásögnin brengluð og mikið
um endurtekningar. Þá kemur
segulbandið að góðum notum.
Barnið fær að hlusta á sína
hröðu, ruglingslegu frásögn.
Því er bent á að vanda frá-
sögnina betur, og svo er reynt
aftur að segja frá sama efni.
Á eftir má hlusta á báða þætt-
ina og fer þá ekki hjá því að
barnið finni muninn. Þessari
aðferð má jafnt beita heima á
heimilunum og í skólunum.
Eins má fara að með upplestur
á fallegum kvæðum og sögum.
Ef alls þessa væri gætt í upp-
eldi og fræðslu barna, þá
mundu færri ungmenni segja
frá á versta sjoppumáli eins og
Danni í leikritinu Víxlar með
afföllum.
Stefán Jónsson.
Aðalfundur SÍS
Framhald af bls. 16.
kaupfélaganna, ekki nema 2,5
milljónir. Tekjuafgangur, af-
skriftir og afslættir voru sam-
anlagt 20,8 milljónir. Nokkuð
hefur verið talað um miklar
fjárfestingar Sambandsins á
árinu. Þær voru 22,4 millj. og
á móti þeim hafa fengizt veð-
lán að hluta. Það þykir ekki
tiltökumál, þótt einn maður,
eða fjölskylduhlutafélag kaupi
skip. Allar fjárfestingar Sam-
bandsins árið 1963 eru sem
næst eins og hálft andvirði
slíks skips.
Skortur á rekstrarfé var
fjötur um fót á verzluninni,
eins og margkunnugt er, og
hefði rekstrarútkoma orðið
mun betri, ef slíkt hefði ekki
þrengt að.
1 ræðu sinni lagði forstjór-
inn áherzlu á varúð í fjármál-
um og mælti sterkum varnaö-
arorðum til kaupfélagsstjór-
anna um gætni í framkvæmd-
um og sparnað í rekstri. Hefur
hann að vísu gert það á öllum
undanfarandi Sambandsfund-
um. Þá undirstrikaði hann
SAMVINNAN 29