Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 9
um helmingur jarðarbúa, sem
nú eru taldir 3,5 milljarðar,
þjáist af hungri eða vannær-
ingu.
Mynd þessa ástands verður
enn geigvænlegri, þegar haft
er í huga, að íbúum heimsins
hefur á undanförnum fimmtán
árum fjölgað um helmingi
hraðar en á næstu áratugum
á undan; er ástæðan til þess
einkum sú, að læknavísindin
hafa unnið bug á skæðum far-
sóttum, sem áður héldu fólks-
fjölgun vanþróaðra ríkja mjög
í skefjum. Hefur hlutur hinna
vanþróuðu ríkja í fólksfjöldan-
um því aukizt mjög miðað við
þróuðu ríkin. Árið 1938 var á-
ætlað, að um 67% mannkyns-
ins byggju í vanþróuðum ríkj-
um, en nú hefur það hlutfall
hækkað upp í 72%. Á sama
tíma hefur hlutur vanþróaðra
ríkja í matvælaframleiðslu
heimsins hinsvegar minnkað
úr 43% í 42%.
•Eðli vandamálsins
Hin þróuðu svæði heims-
byggðarinnar, þar sem mat-
vælaframleiðslan á mann er
mest og hungur lítt eða ekki
þekkt, eru einkum Norður-
Ameríka, Evrópa og Ókeanía
(Ástralía). Aðrir heimshlutar
eru enn á hinum ýmsu stig-
um vanþróunar, og er ástandið
hvað verst í Austurlöndum
fjær, þar sem matvælafram-
leiðslan á mann er um 50%
fyrir neðan heimsmeðaltalið.
Þessi mismunur á matvæla-
framleiðslu vanþróaðra ríkja
og þróaðra, byggist meðal ann-
ars á mismunandi landbúnað-
arframleiðslu, mismunandi
tekjum bænda í hinum ýmsu
löndum og mismunandi þétt-
býli. í þróuðum ríkjum fá
bændur oft tvöfalda uppskeru
miðað við uppskeru á jafn-
stóru landssvæði í vanþróuðu
ríki. Mismunurinn á mjólkur-
og kjötframleiðslu á nautgrip
er fimm á móti einum, vanþró-
uðum ríkjum í óhag.
Orsakir lítillar framleiðni í
landbúnaði vanþróaðra ríkja
eru venjulega augljósar. Mat-
vælaframleiðslan byggist oft
á fjölmörgum bændum, sem
flestir hafa mjög litlar jarðir
og afrakstur þeirra nægir oft
tæplega til lágmarksframfær-
is fjölskyldunnar. Og ofan á
þetta bætist, að framleiðslu-
geta hins ræktaða lands er
venjulega lítil í þeim ríkjum,
sem hafa litlar jarðir. Sérstak-
lega á þetta þó við í vanþró-
uðum ríkjum, þar sem fram-
leiðsluaðferðir bændanna eru
vanþróaðar og úreltar, og þar
sem bændur eiga lítinn eða
engan kost á lánsfé til kaupa
á nauðsynlegustu rekstrarvör-
um, til dænvs áburði. Ofan á
þetta bætist víða við vatns-
skortur og lélegt áveitukerfi;
á öðrum stöðum er úrkoma aft-
ur á móti mikil og jarðvegs-
binding svo léleg, að vatnið
sópar moldinni burtu. Einnig
hefur lítið verið gert víðast
hvar í vanþróuðum ríkjum til
að endurbæta eða halda við
frjósemi moldarinnar. Bænd-
urnir eru fáfróðir um nýja
tækni og framleiðsluhætti og
jafnvel tortryggnir gagnvart
þeim, sökum fastheldni við
Frá dælustöð í Nígeríu. Nolckrum slíkum dælustöðvum verður
væntanlega komið upp fyrir hluta þess fjár, sem Herferð gegn
hungri safnar á íslandi.
Efri myndin er frá Alaotravatni á Madagaskar, en fyrirhugað er
að meginhluti þess fjár, er Herferð gegn hungri safnar hér
á landi, renni til styrktar fólki því, er býr við þetta vatn og
framfærir sér að verulegu leyti með fiskveiðum úr því. — Að
neðan: Tvær negrakonur á Fílabeinsströnd við eldamennsku.
Hreinlæti og öðrum álika sjálfsögðum atriðum í sambandi við
matreiðslu er víða mjög ábótavant í vanþróuðu löndunum, og er
húsmæðrafræðslunni, sem Herferð gegn hungri beitir sér fyrir,
ekki hvað síst ætlað að bæta úr því.
fornar venjur, en tæknilegar
leiðbeiningarstofnanir raunar
fáar.
Lítil framleiðni bænda i van-
þróuðu ríkjunum veldur því,
að tekjur íbúanna eru lágar og
afkoman léleg. Þótt 72% jarð-
arbúa búi í vanþróuðum ríkj-
um, þá er hlutur þeirra í tekj-
um heimsins aðeins 20%.
Málið er erfitt viðfangs, en
ekki óleysanlegt. Sé fólksfjölg-
unin á komandi árum tekin
með í reikninginn, þarf að
auka matvælaframleiðsluna í
vanþróuðum ríkjum um 79%
fyrir árið 1975 og um 293% fyrir
árið 2000, ef sjá á öllum íbú-
um þessara ríkja fyrir nægi-
legri fæðu. Telja sérfræðing-
ar, að hægt sé að ná þessu
takmarki, ef hægt er að auka
þjóðartekjur vanþróaðra ríkja
um 5% árlega. Sameinuðu
þjóðirnar hafa ákveðið að
beita sér af alefli fyrir því, að
þessu takmarki verði náð fyrir
árið 1970.
Leiðin til þess er að auka
matvælaframleiðsluna í van-
þróuðu ríkjunum sjálfum. End-
Framh. á bls. 43.
SAMVINNAN 9