Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Síða 12

Samvinnan - 01.12.1965, Síða 12
I Væskilslegur hlynur teygði sig til lofts milli hárra múr- anna, sem luktu um skóla- garðinn, er við vorum ný- hlaupnir framí. En þennan dag vorum við ekki jafnháværir og venjulega, þegar m. Garouste hafði blásið í flaut- una sína. Það var aðfangadag- ur jóla og við höfðum orðið að þramma í gegnum hverfið í þoku og for, og við vorum eins þreyttir og sjö ára drengir verða, þegar þeir hafa arkað fimmtán kílómetra. Þeir, sem bjuggu í skólanum, fóru nú í skóna, sem þeir not- uðu heimavið. Hinir, sem að- eins voru þar í fæði, hópuð- ust við innganginn og biðu þess að hann eða hún, sem átti að sækja þá, kæmi og forðaði þeim frá hinu daglega baði. Ég stóð og nagaði brauð- snúð, lystarlítill, og hugurinn var þegar bundinn því merki- lega kvöldi, sem ég myndi eignast hlutdeild í, og siðunum er því fylgdu og aldrei breytt- ust: Við myndum standa og bíða handan dyranna inni framreiðsluherbergið, unz ljós- in hefðu verið tendruð í jóla- jötunni... Svo kallaði mamma: „Nú megið þið koma inn!“ og við hlupum inní herbergið, sem aðeins þetta kvöld var fyllt lífi og ljósi. Við hópuðumst um- hverfis þessi pínulitlu Ijós í smáheimi steyptra fjárhirða og dýra í hvirfingu kringum Jesúbarnið. í höll Heródesar, sem stóð skotrauf- um brydduð á tindi fjalls úr umbúðapappír, logaði á nátt- lampa, og þetta gaf okkur glapsýn af merkilegri og skýldri hátíð. Svo sungum við knéfall- andi sálminn gamla: Æ, sorgir munann mæffa og meina sííkt aff tjá: aff drottinn helgra hæffa í heyi liggja má . . . Við tókum okkur alltaf nærri að heyra um niðurlægingu Guðs . . . Bak við jötuna var svo sinn böggullinn til hvers okkar, auk bréfs frá Drottni sjálfum, þar sem verstu yfir- sjónir okkar voru skráðar. Ég gat þegar sett mér fyrir sjónir skuggalegt og mannlaust her- bergið: Það var ekki framar neinn ræningi, sem stóð og hélt niðri í sér andanum að baki tjalda, sem prýdd voru stórum blómum útsaumuðum, sem skýldu gluggum og hvílu- gólfi. Á veggjunum héngu myndir af látnu fólki og .hlust- uðu frá eilífð sinni á veikar raddir okkar. Og svo hófst þessi einstaka nótt. Við upp- haf hennar gaut hver dreng- ur augunum niðrá stígvélin sín með járnslegnu tánum, þau stærstu sem hann átti — og sem nú myndu þarna í öskunni inni í eldavélinni eiga hlut að leyndardómum, sem ég reyndi án árangurs að sjá um hver jól; en hvað sem öðru líður, getur ekkert barn var- ist því að falla í svefn. Þannig naut ég þessa hátíða- kvölds fyrirfram, en horfði framað hliðinu, þar sem fóstra mín myndi bráðlega birtast. Myrkrið færðist í aukana. Þótt klukkan væri aðeins fjögur, vonaði ég að hún kæmi í fyrra lagi. Skyndilega heyrðust óp og óhljóð utan úr einu garðshorn- inu. Öll börnin hlupu þangað og hrópuðu: „Hí á stelpuna! Hí á stelpuna!" Jean litli de Blaye sætti stöðugum ofsókn- um vegna þess að hár hans var sítt og hrokkið. Við, sem vorum snöggklipptir, fyrirlit- um lokkana hans. Ég einn dáði þá meira en lítið, en auðvitað í leyni; þeir minntu mig á lokka Fauntleroys litla lávarð- ar, og mér þótti ákaflega vænt um söguna af honum, sem birzt hafði í „Jólasveininum", tölublaði ársins 1887. Þegar ég fann til þarfar að hrærast og gráta, þurfti ég ekki annað en líta á myndina af litla lávarð- inum í örmum móður sinnar og lesa það, sem undir myndinni stóð: „Já, hún iiafði alltaf verið bezti og ástfólgnasti vin- ur hans . . .“ En hinir dreng- irnir áttu ekki „Jólasveininn" frá 1887; þeir vissu ekki að Jean de Blaye líktist litla lávarðinum, og þeir ofsóttu hann. Og ég, sem var huglaus vegna þess, að ég var væskill, stóð eilítið afsíðis. í þetta sinn vakti það undr- un mína, að hópurinn hróp- aði ekki aðeins „hí á stelpuna, hí á stelpuna,“ heldur og önn- ur orð sem ég í fyrstunni ekki skildi. Ég gekk nær en hélt mig í skjóli við múrinn, því ég var •hræddur við að leiðtogi hóps- ins, sem var svarinn óvinur Jean de Blayes, tæki eftir mér. Hann hét Campagne, hafði fallið milli bekkja tvö ár í röð og var höfði hærri en við allir hinir, í okkar augum sannkall- aður risi gæddur nálega goð- rænu afli. Drengirnir tróðust að Jean de Blaye og æptu: „Hann trúir því! Hann trú- ir því!“ „Hverju trúir hann?“ spurði ég einn félagann. „Hann heldur að það sé Jesú- barnið, sem kemur niður um reykháfinn." Ég skildi ekki við hvað var átt og sagði „jæja?“ í spurn- artón, en sá sem svarað hafði var þá þegar tekinn til við að öskra í kór með hinum. Ég færði mig nær: Campagne hafði ýtt de Blaye litla uppað múrnum og sneri uppá fing- ur hans. „Trúir þú því, já eða nei?“ „Þetta er sárt.“ „Svaraðu, þá færðu að sleppa . . .“ De Blaye litli svaraði hárri og ákveðinni röddu einsog píslarvottur sem játar trú sína: „Mamma mín segir það, og mamma segir ekki ósatt!“ „Þarna heyrið þið,“ gólaði Campagne. „Mamma ungfrú- arinnar segir ekki ósatt.“ Við brostum í undirgefni, en Jean de Blaye endurtók: „Mamma segir ekki ósatt, mamma platar mig ekki ...“ í þeirri svipan kom hann auga á mig og sagði biðjandi: „Þú veist vel að það er satt. Við töluðum um það í göngu- ferðinni, manstu?" Campagne vatt sér að mér og leit á mig kattaraugum sín- um, og ég stamaði: „Ég var bara að gera að gamni mínu.“ Sjö ára er maður veikur fyr- ir og huglaus. M. Garouste kom til okkar í þeirri svipan; hóp- urinn var þegar tekinn að dreifast. Við fórum til og tók- um yfirhafnir okkar og skóla- töskur ofanaf snögunum. Úti á götunni hitti ég Jean de Blaye aftur. Þjónninn, sem fylgdi honum heim, slóst oft- lega í för með fóstru minni. „Þú veist vel að það er satt • • • en þú ert hræddur við Campagne, er það ekki? Það er af því að þú ert hrædd- ur . . . ?" Ég var mjög á báðum átt- um. Ég neitaði því að ég væri hræddur við Campagne . . . 1 sannleika sagt vissi ég ekki, hvort það var satt eða ekki. Þegar allt kom til alls, skipti það engu meginmáli, ef við að- eins fengjum leikföngin, sem við höfðum óskað okkur .. .En hvernig gat Jesúbarnið vitað, að Jean vildi eignast tindáta og verkfærakassa, en ég hest- hús og bóndabæ? Hversvegna voru leikföngin frá „Aðalvöru- húsinu"? — „Hver sagði þér það?“ „Ég sá það á vörumerkinu í fyrra . . .“ Jean de Blaye sagði einu sinni enn: „Já, en þegar mamma segir það . . og ég fann að honum var órótt. „Heyrðu mig nú,“ sagði ég, „ef við erum harðákveðnir í að vaka, þá getum við bara kveikt ljós og lesið í bók, eða setið HLYNURINN Smásaga eftir Francois Mauriac Francois Mauriac er fæddur í Bordeaux í Frakklandi, áriff 1885 og hlaut rammkaþólskt uppekli, sem hafði gagnger áhrif á skapgerff hans og lífsskoðanir. Hann nam bókmenntasögu í París, stofnaði kaþólskt tímarit og varð mefflimur í frönsku akademí- unni. Hann er almennt viffurkenndur í röff fremstu rithöfunda Frakka; hefur sent frá sér fjölda bóka, einkum skáldsögur, ritgerffir og ævisögur rithöfunda. 1 verkum hans, sem mörg gerast í vínræktarhéruffunum umhverfis fæffingarborg hans er gjarnan fjallaff um þá þætti í örlögum fól'ks, sem síffur liggja í augum uppi. Stíll hans er ríkur af blæbrigffum og þrunginn til- finningu. — Mauriac hlaut bókmenntaverfflaun Nóbels 1952. 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.