Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 15
með allsherjar sameiningu félaganna, megi að talsverðu leyti ná hér með aukinni og náinni samvinnu milli félag- anna, þannig að þau geti tek- ið upp sameiginlegan rekstur á vissum sviðum eftir því sem henta kann á hverjum stað og hverjum tíma. Nefndin heldur áfram störf- um sínum, en í samræmi við þá skoðun, sem hér var lýst, lagði hún fram tillögu á síð- asta aðalfundi Saimbandsins um það, að efnt skyldi til víð- tæks samstarfs úti í héruðun- um um málefni samvinnu- hreyfingarinnar. Var tillagan samþykkt og svohljóðandi ályktun gerð: „Með tilliti til sívaxandi þarfar fyrir margvíslega þjón- ustu við félagsmenn kaupfé- laganna, sem hagkvæmt myndi vera fyrir kaupfélögin að vinna að fleiri en eitt í sam- einingu, svo og til að auka samstöðu félaganna um sam- eiginleg aðkallandi verkefni, ályktar aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga 1965 að skora á sambandsfélögin að mynda samstarfsnefndir í landshlutunum, sem hefðu það hlutverk að kanna öll starfs- svið, sem félögin gætu unnið sameiginlega að. Meðal verkefna þessara má nefna: a) að kanna á hvaða sviðum verzlunar félögin gætu haft hag af náinni samvinnu eða jafnvel sameiginlegum átök- um og gera tillögur um það til félaga sinna- b) að athuga grundvöll fyrir verkaskiptingu milli kaupfé- laganna um ýmiskonar þjón- ustuiðnað í byggðarlögunum (verkstæðisþjónustu, bygginga- þjónustu etc.) eða sameigin- legum rekstri slíks iðnaðar og gera tillögur um það til fé- laganna. c) að rannsaka flutninga- vandamál héraðanna og hvort ekki mætti koma þeim í betra horf með samstarfi milli fé- laganna á svæðinu og gera um það tillögur til félaganna. d) að vinna í samráði við kaupfélagsstjórana og félags- málafulltrúa að eflingu félags- legs áhuga í samvinnuhreyf- ingunni og gera tillögur um á hvern hátt mætti auka hverja þá starfssemi sem líkleg er til að skapa þörf og eðlileg við- fangsefni fyrir félagslega starfslöngun unga fólksins. Aðalfundurinn mælir með því að í nefndunum sitji kaup- félagsstjóri og tveir fulltrúar aðrir frá hverju kaupfélagi á svæðinu. Rétt þykir að stjórn- ir félaganna tilnefni í nefnd- irnar fyrir lok júlímánaðar n. k., en síðan verði þær kosnar árlega á aðalfundum félag- anna. Svæðaskiptingin skal ákveð- in af Sambandsstjórn í sam- ráði við félögin." f samræmi við þessa álykt- un hafa svo kaupfélögin nú í sumar komið þessum nefnd- um á laggirnar og fundir hafa verið haldnir víða um land, þar sem sameiginleg áhugamál og viðfangsefni kaupfélaganna hafa verið tekin til umræðu og kannað á hvaða sviðum þau gætu náð auknum árangri með nánara samstarfi sín í milli. Á þessum fundum hefur komið berlega í ljós, að það er mjög almennur skilningur á því að samvinnuhreyfingin verði einnig hér á landi að laga sig að breyttum aðstæðum. Það hefur komið ljóslega fram að því fer fjarri, að íslenzkir samvinnumenn séu staðnaðir í gömlum formum. Sumsstaðar á landinu eru kaupfélögin of klofin og sýni- legt að sameining þeirra á rétt á sér. Merkilegt skref á þessari braut var stigið um s.l. áramót með sameiningu Kaupfélags Hellissands og Kaupfélags Ólafsvíkur. Veg- urinn fyrir Ólafsvíkurenni hef- ur breytt svo samgönguháttum á þessu svæði að ástæðulaust er með öllu að dreifa þar kröft- unum með því að reka þar tvö kaupfélög. En það er miklu víðar sem aðstæður hafa breytzt þannig, að sameining er eðlileg og verður nú víða vart skilnings og áhuga á því, að slíkum sameiningum muni fylgja lækkaður reksturskostnaður vegna ódýrari yfirsjónar, minnkaðra vörubirgða og hag- kvæmari vinnubragða á ýms- an hátt. Á þessu kom fram ríkur skilningur á fundunum en jafnframt gerðu menn sér ljóst, að æskilegt er, að frum- kvæði í þessu efni komi frá þeim sjálfum sem hlut eiga að máli. Umræður hafa þó meira snúist um það, hvernig auka mætti samstarf og verkaskipt- ingu félaganna í land&hlutun- um og raunar einnig á vett- vangi heildarsamtakanna. Enginn vafi er á því, að far- ið var inn á rétta braut með stofnun birgðastöðvarinnar í fyrravetur. í henni er ákveð- ið úrval matvara og annarra neyzluvara alltaf til. Kaup- félögin geta gengið að því vísu og þurfa því ekki að birgja sig upp, kaupa minna magn í einu. Af þessu leiðir aukinn veltuhraða birgðanna bæði í heildsölunni og smásölunni og þar með minni fjárbindingu, meiri verzlun með sama veltu- fé. Sú stöðlun birgðanna, sem með þessum hætti á sér stað við ákveðin vörumerki, hnígur einnig í sömu átt, en slík stöðl- un er enda hin mesta nauðsyn nú á tímum, þegar þeim vörumerkjum sem daglegar nauðsynjar eru seldar undir, pakkaðar í neytendaumbúðir, fjölgar dag frá degi. Sú skoðun ryður sér til rúms að miklum árangri megi ná með því að koma einnig dreif- ingu vefnaðarvara og búsá- halda undir þetta kerfi. f þess- um vöruflokkum, sérstaklega þeim fyrrnefnda, er mikið um tízkuvörur, sem umsetja verð- ur fljótt, ef vel á að vera. Þess vegna er í þessum vöru- flokkum sérstök nauðsyn á hröðum og fljótvirkum dreif- ingaraðferðum. Að vísu er talsvert erfiðara að staðla vörubirgðirnar í þessum vör- um og vörubirgðalistarnir hljóta að breytast ört með breyttri tízku og smekk, en þó engan veginn svo ört að Framh. á bls. 30. Stofnun Birgðastöffvar SÍS í fyrravetur var mikilvægt spor í rétta átt. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.