Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Side 18

Samvinnan - 01.12.1965, Side 18
Bretar flytja inn aöra hverja máltíð Rætt við Guðjón B. Ólafsson um viðskipti SÍS á stærsta matvörumarkaði vera Idar 16 Eastcheap, þar sem Lundúnaskrifstofa SfS er til húsa. í götunni Eastcheap í City of London, kjarna risa- borgar þessarar sem er svo forn að í einstaka hús- grunni má enn finna minjar brunans sem varð er Bódí- sea drottning reyndi að svæla rómverska pakkið af höndum þjóðar sinnar, þar er staðsett ein af söluskrif- stofum SÍS. Útum glugga framkvæmdastjórans hillir undir Tower Bridge yf- ir einskonar mánalandslag af strompum og þakhryggj- um og á einstaka svölum við bakhús hefur kannski verið hengdur út þvottur. í þessari útvarðarstöð íslenzkra sam- vinnumanna starfa sex manneskjur, brezkar og ís- lenzkar undir stjórn tæplega þrítugs Vestfirðings, Guð- jóns B. Ólafssonar. Hann tók við stjórn skrifstofunnar fyrir rúmu ári, en hafði áð- ur um árabil starfað hjá Út- flutningsdeild SÍS. Blaða- maður Samvinnunnar hitti Guðjón fyrir skömmu að máli og spurði hann nokk- urra spurninga varðandi starf hans þarna á einum önnum kafnasta markaði veraldar. — Saga skrifstofunnar hér í Lundúnum er ekki löng, sagði Guðjón. Engu að síður er hún sú næstelzta af skrifstofum Sambandsins erlendis, stofnuð fyrir fjöru- tíu og fimm árum og þá staðsett í Leith. Kaupmanna- hafnarskrifstofan ein er eldri. Þessi gangur málanna var næsta eðlilegur, því þá fóru viðskipti og samgöngur íslendinga við útlönd að mestu fram í gegnum þessar tvær borgir. Snemma árs 1962 var skrifstofan svo flutt til Lundúna, enda liggur sú borg prýðilega við mörkuð- um okkar. Fiskurinn okkar er ýmist seldur hér eða í Hull og Grimsby. Allar land- búnaðarafurðir okkar eru seldar í Lundúnum. Þá liggja Lundúnir vel við Frakklandi og írlandi, sem við höfum töluverð viðskipti við, og öll okkar bankaviðskipti eru hér. — Hverjir voru fram- kvæmdastjórar skrifstof- unnar á undan þér? — Guðmundur Vilhjálms- son var þeirra fyrstur og gegndi starfinu í áratug. Þá tók við Sigursteinn Magnús- son er veitti skrifstofunni forstöðu til ársins 1959. Sig- ursteinn býr enn í Edínborg og er þar ræðismaður ís- lands. — Fyrirrennari minn í starfinu var svo Sigurður Markússon, sem nú er fram- kvæmdastjóri skrifstofu SÍS í Hamborg. — í hverju er starfsemi skrifstofunnar einkum fólg- in, í stórum dráttum? — í sölu á íslenzkum af- urðum og innkaupum á ým- iskonar vörum fyrir Inn- flutningsdeild SÍS. Söluvör- ur okkar eru einkum land- búnaðar- og sjávarafurðir og auk þess dálítið af iðnaðar- vörum frá Iðnaðardeild SÍS. — Og hvar eru helztu markaðssvæðin? — Bretland er það helzta, eins og ég vék að áðan. Þar seljum við mestan hluta sjávarafurðanna og allar landbúnaðarafurðirnar. Auk þess seljum við talsvert af fiski til Frakklands, Ítalíu og Spánar og dálítið af síld- ar- og fiskimjöli til írlands. Við kaupum líka að mestu leyti inn í Bretlandi, en líka lítilsháttar í Belgíu. Er þar einkum um að ræða járn og girðingarefni. — Hver er viðskiptaveltan hjá ykkur? — Hún nam um 214 millj- ónum króna síðastliðið ár, var um 206 milljónir árið áður. — Það er að sjálfsögðu mikið atriði fyrir Samband- ið að hafa skrifstofu á slík- um stað? — Það fer ekki milli mála. Bretland er langstærsti markaður fyrir landbún- aðarafurðir, sem til er í heiminum, ef frá eru skildar kornvörur. Það læt- ur nærri að landsfólkið þurfi að flytja inn aðra hverja máltíð, sem það borðar. Meira en helmingur af öllu lambakjöti, smjöri, ostum og mjólkurdufti, sem flutt er milli landa í heim- inum, fer á Bretlandsmark- að. Bretar flytja 9000 tonn smjörs inn á viku hverri, 12.000 tonn af ostum á mán- uði og 21 milljón skrokka lambakjöts árlega. Til sam- anburðar má geta þess, að árið 1964 fluttum við út 500 tonn af smjöri, 600 tonn af ostum og um 100.000 lamba- kjötsskrokka. — Og hverjir eru helztu viðskiptavinir Breta, hvað þessar vörur snertir? — Nýsjálendingar eru þar efstir á blaði. Þeir selja Bretum um helming allra osta, sem þeir flytja inn, hátt í helming alls smj örs og um 191/2 milljón lambakjöts- 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.