Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 21
HEIMILISÞATTUR 4 msk. ávaxtasafi Safi úr i/2 sítrónu 4 blöð matarlím 2 dl. rjómi Þeytið eggin með sykrinum þar til þau eru létt og ijós. Leggið matarlím- ið í bleyti, bræðið það yfir gufu og kælið með ávaxtasafanum. Blandið því síðan út í eggin og hrærið í þar til byrjað er að þykkna. Bætið rjóm- anum í og hellið yfir kökurnar á sama hátt og áður er nefnt. f staðinn fyrir krem er gott að hafa rjómaís. (Sjá uppskrift í síðasta jóla- blaði). ísinn er þá látinn yfir kökurn- ar rétt áður en hann er borinn fram. Skreytt á sama hátt. JÓLAGÓÐGÆTI Á meðfylgjandi mynd eru pipar- myntur, fljúgandi diskar, hraun, og konfekt af mismunandi gerðum. (Sjá uppskriftir). Piparmyntur 1 þeytt eggjahvíta 500 g. flórsykur V2 tsk. piparmyntuolía Sáldrið flórsykurinn og vætið í hon- um með eggjahvítu og piparmyntu- olíu. Hnoðið. Mótið lengjur úr deig- inu og síðan litlar flatar kúlur. í hverja kúlu er síðan látin rúsína sem áður er iijúpuð með súkkulaði. Einn- ig er ágætt að hjúpa piparmyntumol- ana með súkkulaði. Fljúgandi diskar Mótið piparmynturnar eins og áður er nefnt, setjið síðan hvern mola á milli tveggja súkkulaðiplatna, t. d. kattatungna. Hraun 125 g. kókossmjör eða jurtafeiti 65 g. flórsykur 50 g. kakaó 65 g. hrís, kornflakes, hnetur eða möndlur 1—2 msk. rúsínur Bræðið feitina við hægan hita og blandið síðan öllu saman. Verði deig- ið of þurrt, þarf að bæta meiri feiti við. Smyrjið smjörpappír með olíu (matarolíu) og setjið deigið með te- skeið í jafna toppa, sem eru látnir storkna og síðan geymdir í lokuðu íláti á köldum stað. Borðað sem sæl- gæti eða í staðinn fyrir smákökur með kaffi. Að ofan: Jólagóðgæti. Til vinstri: Kex með áleggi- Konfekt Möndludeig er auðvelt að búa til, en senni- lega borgar sig að kaupa það tilbúið, því að það má drýgja með allt að helmingi flórsykurs og væta með eggjahvítu og ýmiskonar bragðefn- um. í stað möndludeigs er ihægt að nota þykkan jafning þ. e. 1. dl. hveiti og 1 dl. rjómabland soð- ið saman og kælt. Hnoðað hæfilega þykkt með flórsykri og bragðbætt á sama íiátt og áður er nefnt. Deiginu er síðan skipt í jafn marga hluta og tegundirnar eiga að vera. Steinninn er tekinn úr bleyttri sveskju eða döðlu og möndludeig sett í staðinn, hjúpað með súkkulaði. Gráfíkjur eða aprikósur eru skornar í smáa bita og hnoðað saman við möndludeigið, mótað í ferkantaða bita, hjúpað og skreytt með þeim ávöxtum sem í eru. Framhald á bls. 38. SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.