Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1965, Blaðsíða 22
SAMVINNUMENN ÞÓRÐUR KARLSSON Fæddur 12. júlí 1905 Dáirm 6. sept. 1965 Þann 6. september s.l. andaSist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, Þórður Karls- son, forstöðumaður Saumastofu Gefjunar á Alcureyri, sextugur að aldri. Þórður var fæddur að Landamóti í Köldu- kinn þann 12. júlí 1905 og voru foreldrar hans hjónin Karl Kr. Amgrímsson og Karitas Sigurðardóttir, er þá bjuggu að Landamóti, en síðar að Veisu í Fnjóskadal um langa hríð. Hann ólst upp með foreldrum sínum, í stórum systkinahópi, og vann að búi þeirra unz hann árið 1934 hóf nám í Samvinnu- skólanum, en þaðan lauk hann prófi árið 1936. Að námi loknu réðst hann til starfa hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í Reykjavík og starfaði þar um eins árs skeið. Arið 1937 fluttist hann til Akureyrar og gerðist for- stöðumaður Saumastofu Gefjunar og gegndi því starfi meðan heilsan entist. Hann var gæddur góðum gáfum og smekk- vísi á allt j)að, sem fagurt er, eindreginn samvinnumaður og trúaður á ræktun lýðs og lands í anda samvinnustefnunnar. Hann átti stóran þátt í, með systkinum sínum, að rækta skóg á eignarjörð þeirra, Végeirsstöð- um í Fnjóskadal, og hlutu þau, á s.l. sumri, viðurkenningu frá Skógræktarfélagi Islands fyrir jjá ræktun. Hann haslaði sér eigi völl á mörgum sviðum, en var heill og óskiptur hvar sem hann kom við sögu. Þórður var kvæntur Steinunni Jónasdóttur og höfðu þau húið sér hið fegursta heimili. Þau voru bamlaus. P.H. 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.