Samvinnan - 01.12.1965, Side 24
MINJASAFNIÐ
Á AKUREYRI
Þegar ekið er til Akureyrar
frá flugvelli, eða úr Þingeyj-
arsýslu og Eyjafjarðardölum,
vekja athygli trjágarðar mikl-
ir og fagrir á íslenzkan mæli-
kvarða. Ber þar hæst Gróðr-
arstöð Ræktunarfélags Norð-
urlands og litlu norðar er trjá-
lundur sá, er óx upp í skjóli
kirkjunnar gömlu, sem þar
stóð. Þessir trjálundir báðir
eru upphaf merkilegrar vakn-
ingar, sem fór um landið um
aldamótin síðustu og eru móð-
ir og faðir fjölmargra annarra
trjágarða á Akureyri og um
byggðir Norðurlands. Vöku-
mennirnir voru Páll Briem
amtmaður og Sigurður Sigurðs-
son, síðar búnaðarmálastjóri
og liðsmenn og félagar þeirra.
Að miklu leyti hulið af hin-
um nyrðri trjálundi er hvítt
og fagurt hús, sem stendur
allhátt i brekkunni upp af
„Fjörunni." Þar er komið fyrir
Minjasafni Norðurlands, sem
fyrir fáum árum var opnað al-
menningi til sýnis.
Eins og önnur merk mál og
stofnanir á Minjasafnið á Ak-
ureyri sína sögu, sem Sam-
vinnunni þykir rétt að kynna
lesendum sínum að þessu sinni.
Heimsótti tíðindamaður rits-
ins safnið og fékk fúslega þær
upplýsingar, sem um var beðið
hjá samlagsstjóra og formanni
byggðasafnsnefndar, Jónasi
Kristjánssyni og safnverðinum
Þórði Friðbjarnarsyni bygg-
ingameistara. Þórður er Skag-
firðingur að ætt, fæddur að
Keldum í Sléttuhlíð 15. sept.
1909. Hann réðist sem vörður
að Minjasafninu á Akureyri 15.
maí 1962, en næstu ár á undan
hafði hann einkum staðið fyr-
ir byggingum félagsiieimila í
Eyjafirði og Ólafsfirði.
Hans fyrsta verk í þágu
safnsins var að fara stutta ferð
til Norðurlanda, einkum til
Noregs, til þess að kynna sér
hliðstæð söfn, fyrirkomulag
þeirra og uppsetningu. í þeirri
ferð naut hann einkum fyrir-
greiðslu og leiðbeininga Far-
tein Valen-Sandstad, forstjóra
hins fræga byggðasafns í Lille-
hammer. Um sama leyti hafði
Minjasafnið fest kaup á húsi
því, sem fyrr er nefnt og síðar
verður meira frá sagt. Eftir
heimkomuna hóf Þórður nauð-
synlegar breytingar og við-
gerðir á húsinu og síðan skrá-
setningu muna, sem nokkuð
var á veg komin áður, og að
koma þeim fyrir í herbergjum
hússins. Áður var búið að safna
og skrásetja n. 1. 700 muni.
Þetta sama sumar, hinn 29.
ágúst 1962 átti Akureyrarbær
aldarafmæli. Hafði þeim mun-
um, sem þá voru til, verið
komið fyrir til bráðabirgða og
höfð sýning á þeim í tilefni
almælisins í eina viku. Hins
vegar var safnið opnað 17. júní
1963.
Oft munu áhugamenn á Ak-
ureyri og í Eyjafirði hafa rætt
um það sín á meðal, hversu
rík þörf væri að varðveita
gömul hús og gamla muni og
minjar, sem safnlegt gildi hafa,
en lengi vel voru framkvæmd-
ir litlar. Það sem fyrst kemur
opinberlega fram um málið
svo vitað sé, var á aðalfundi
Mjólkursamlags KEA hinn 8.
apríl 1949, en þá gerðu þeir
Eiður Guðmundsson á Þúfna-
völlum og Þórarinn Kr. Eldjárn
á Tjörn safnmálið að umtals-
efni og samþykkti fundurinn
tillögu frá Þórarni um það, að
eyfirskir bændur stofni til
minjasafns um mjólkuriðnað
Efsta mynd: Brauðmót, notað til þess að breiða út á flatbrauð.
Á brauðmótin er skorið með spegilskrift, sem þá kemur rétt á
brauðið. Texti: Allra augu vona til þín drottinn. I miðið: Hand-
kvörn úr íslenzkum steini, mun minni en venjulegar kvarnir
og nefnd kaffikvörn. Neðst: Tágakarfa, íslenzkt dvergsmíði.
Á síðu 25: Efri hluti af útskornum skáp úr Hrafnagilskirkju og
síðar Akureyrarkirkju, með ártalinu 1672.
24 SAMVINNAN