Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 5
Það liggur ljóst fyrir, að í því stjórnleysi, sem rikt hefur fram undir það siðasta á þróun byggðar í landinu, hefði farið miklum mun verr, ef samvinnu- hreyfingarinnar hefði ekki notið við, og er þetta vægilega til orða tekið. Hver landshluti hefur átt sína gullöld eða gullaldir. Þessum uppgangstímabilum hefur venjulega fylgt tekju- aukning og verulegur vöxtur á ýmsum sviðum. Auðvitaö hafa kaupfélögin notið góðs af slíkum uppgangstimum og tek- ið þátt í vextinum. En að miklu leyti hafa einkafyrirtæki staðið fyrir þeim athöfnum, sem einkennt hafa þessi vaxt- artímabil. Ég hef þegar nefnt dæmi um slík tímabil á Vest- .fjörðum og Austurlandi þegar á 19. og 20. öld og dæmin eru mörg frá Norðurlandi frá þess- ari öld. Þessi einkafyrirtæki hafa stundum verið fyrirtæki heima- manna og í öðrum tilvikum útibú frá fyrirtækjum utan landshlutans. Ekki vil ég lasta þessa uppbyggingu einkafjár- magnsins, síður en svo. Hún hefur verið dýrmætt afl í þró- un okkar þjóðfélags, eins og ég hef þegar lýst. En þessar gull- aldir einstakra landshluta hafa ævinlega byggst á tímabundn- um uppgripum, sem hefur tekið fyrir eftir misjafnlega langan tíma, og þá hefur fylgt i kjöl- farið samdráttur í atvinnulifi, venjulega þannig að einkafyr- irtæki hafa dregið úr rekstri sínum og jafnvel hætt eða flutt burt. Eftir hefur kaupfélagið staðið, stundum eitt fyrir- tækja, þar sem áður var líf og fjör. Hefur þá komið í hlut þess að bjarga því sem bjargað varð. Á síðustu áratugum hefur oft tekizt samstarf kaupfélags og sveitastjórnar, en það sam- starf er merkilegur þáttur út af fyrir sig. í þessu kemur vitaskuld fram sá reginmunur sem er á samvinnufélagi og öðrum félögum, hvað löggjöf snertir og í skipulagslegri upp- byggingu og viðhorfum. Kaup- félögin eru í eðli sínu samtök almennings á ákveðnu félags- svæði, sem venjulega er land- fræðilega afmarkað viðskipta- og þjónustusvæði. Er svæða- skipting kaupfélaganna á margan hátt mun eðlilegri en hin forna sýsluskipan, svo sem í Borgarfirði og Eyjafirði. Vitaskuld hefur starfsemi kaupfélaganna ekki snúizt eingöngu um að bjarga því sem bjargað varS. Sem samtök fólksins á hverjum stað hafa þau tekið virkan þátt í marg- víslegri uppbyggingu. Þjónust- una við landbúnaðinn ætla ég ekki að fjalla um, það dæmi er öllum ljóst. En kaupfélögin hafa tekið þátt í flestu því, sem til heilla hefur horft í viðkom- andi byggðarlagi, og það ekki fyrst og fremst með tilliti til

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.