Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 15
 ina sem miðpunkt. Þá er kind- inni sleppt og hún fær að njóta frelsis um stund. Á fjórðu myndinni eru eins konar lands- lagsmyndanir og kind á kletta- snös efst uppi. Þessa mynd kalla ég Afrétt. Síðan kemur myndin Haust. Þá er formið aftur orðið reglulegt og fast- mótað; gæti minnt á hringrétt eða eitthvað slíkt. Loks endar þetta einhvern veginn — á bláu tungli. Það gæti verið upphaf að einhverju eða endir; það er ekki gott að segja. — Hvernig er myndin gerð? — Hún er gerð úr marmara- sandi, hvitu sementi og síðan er settur steinlitur í, svo að út kemur steinblanda, sem hefur ákveðinn lit. Myndin er í tólf litum. Grunnformin eru dregin upp á veggina, en öll önnur form eru frísteypt og unnin sérstaklega. Þessi form eru steypt hjá Walter Jónssyni í Mosaik hf. Hver einasti steinn er handunninn og engir tveir eins. í steinana er settur kop- arpinni og síðan borað fyrir hverjum steini og þeir loks límdir með mjög sterkum efn- um... Sláturhúsið stendur á opnu svæði, svo að veggmyndin nýtur sín vel. Ekki er að efa, að hún m\mi vekja athygli og setja svip á staðinn. □ Höfundur, múrarar og fleiri virða myndina fyrir sér að uppsetningu lokinni. Nýja veggmyndin á sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauð- árkróki er myndband, þar sem rakið er lífshlaup sauðkindarinnar. Fyrsta myndin heitir Dögun, önn- ur Vor, þriðja Sumardans, fjórða Afrétt, fimmta Haust — og síðan endar sagan á bláu tungli. Veggurinn áður en myndin var sett upp. Snorri Sveinn vinnur við uppsetn- ingu myndar sinnar. Snorri er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Hann starfar nú við leikmynda- gerð hjá sjónvarpinu. (Myndimar tók Stefán Pedersen).

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.