Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 25
og þriggja ára“. Frú Sylvíu
varS ekki haggað.
„Þú lætur þér sem sagt fátt
finnast um ósiðsemina undir
þínu eigin þaki“. Rödd hans
brast, hann var gramur, þegar
hann fann það og ræskti sig.
„Langar þig að fara niður og
trufla þau?“ Frú Sylvía tók út-
saumað bókamerki af nátt-
borðinu og lagði frá sér bók-
ina. Boði gekk að glugganum,
sem sneri út í garðinn og horfði
niður. Það var ekki kveikt Ijós
niðri í herberginu, en samt sá
hann ekkert annað en daufiit,
gul gluggatjöldin. Skyndilega
sneri hann sér frá glugganum.
Hann svimaði og svitnaði í
lófunum.
„Ekki ber ég ábyrgðina gagn-
vart foreldrura hennar“.
„Þetta er heldur ekki á þina
ábyrgð. Ábyrgðin er hennar.
Farðu niður og rektu kærast-
ann út. Þú ga;tir fengið að sjá
sitt af hverju‘.
„Veistu, að ég hata þig". Boði
gekk hægt að rúminu. Frú
Sylvía mætti stingandi, illgirn-
islegu augnaráði hans rólega.
Hún lagðist afturábak á kodd-
ana og brosti.
„Já, ég veit það“.
„Þú ert orðin gömul“.
„Já, en ég er kona ennþá. Ert
þú ungur? Heldurðu, að hún
vildi þig?“ Orð hennar voru
háðsk og eggjandi. Hann
svaraði ekki. Hann kom alveg
að rúminu.
Og svo hné hann niður á
hækjur sínar.
J enný teygði sig í slökkvar-
ann og Hét ljósið reka myrkr-
ið i burtu. Hálfsitjandi beygði
hún sig niður yfir andlitið, sem
hún hafði gefið alla æsku sína.
Skær roði litaði kinnar hennar
yndislega: „Varstu að sofna?“
„Ég get ekki sofið í nótt?“.
„Þú mátt vel skoða herbergið
mitt. Ég puntaði upp á það
með fjólum".
Hann settist líka upp og leit
í kringum sig. Litirnir hlógu
honum í móti. Fötin þeirra lágu
á stólnum. Síðan sneri hann sér
að henni og kyssti ungu öxlina,
sem sneri að honum. Hún
strauk yfir hár hans.
„Ég hélt ekki, að það væri
svona fallegt, þegar tvær
manneskjur sameinuðust".
„Jú, það er fallegt, Jenný".
Hann tók hana í faðminn og
hallaði andliti hennar afturá-
bak og gældi við það með koss-
um sínum, hann fann munn
hennar, sem auðmjúkt laukst
UPP fyrir honum.
Og hún fann hita umlykja
sig eins og mikill eldslogi
brenndi hana upp. □
ÞAR KOM
AÐÞVÍ„.
Þar kom að því, að við gætum kynnt nýjar gerðir af hinum landsþekktu
CANDY þvottavélum — tvær splunkunýjar gerðir, sem eru þegar
komnar til landsins.
hefur 14 grunnkerfi og
hifabreytisrofa, en það
þýðir að hægt er að lækka
hitastigið á flestum
kerfunum án þess að
stytta þvottatímann.
ÞETTA ER NYJUNG.
Sparnaðarrofa er sjálf-
sagt að nefna, en með
honum er hægt að breyta
vélinni úr 5 kg vél í 3 kg
vél. Með þessu má spara
rafmagn, vatn og þvotta-
efni. Margt fleira má
nefna, s.s. að þvotta-
tromlan er úr ryðfriu
stáli, aðeitt af kerfunum
fyrir mjög viðkvæm efni
er fyrir ull, að Candy M
140 smákælir vatnið áður
en skolun hefst og hlífir
þar með þvottinum.
er fullkomnasta þvotta-
vélin frá Candy verk-
smiðjunum.
Auk framangreindra at-
riða hefur hún þessa
kosti:
750 snúninga þeytivindu,
18 þvottakerfi,
tímabreytirofa en með
honum er hægt að lengja
þvottatímann á öllum
kerfunum um 4-30
mínútur.
Athyglin mun beinast að
þessum vélum vegna
kostanna. Þetta er árang-
ur af 30 ára reynslu.
Engin verksmiðja í
Evrópu framleiðir jafn
margar þvottavélar á dag
og Candy verksmiðjan.
Við bjóðum að sjálfsögðu
af borgunarskilmala.
Candy M 140
Candy 250
Verzlunin
Skólavörðustíg og Bergstaðastræti — Sími 26788
Áskriftarsími Samvinnunnar er 81255
25