Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 21
,Lítur þú aldrei í spegil?‘ Boði var einmitt kominn að stóra spegl- inum, sem náði frá gólfi til lofts, svo að þetta illkvittna til- svar hitti hann sem úr launsátri. sem náði frá gólfi til lofts og tók af eitt horn stofunnar. í viðamiklum gullrammanum hlógu englahöfuð með básúnu- kinnar og í speglinum sá hann lítinn sköllóttan mann með veikburða fætur og óeðlilega stórar hendur. Og hann sneri sér snöggt við. „Hefur þú reynt að spegla þig?“ „Það eru þúsund ár síðan“. Prú Sylvía rótaði með stóru hendinni í bláu klútahrúgunni í kjöltu sér, áður en hún fann þann himnabút, sem hæfði í það skiptið. „Þú líkist pútnamömmu". Orðin voru æðiskennd. Þegar hann varð æstur, gat hann ekki stillt sig. „Já, en ennþá get ég fengið karlmenn“. Frú Sylvía hló og hlátur hennar fylgdi honum, þangað til hann var kominn upp á aðra hæð og lokuð hurð klippti á hann. Hún hló hátt og drynjandi eins og karlmað- ur. Hann gekk að glugganum og horfði niður í garðinn. Niðri í úthýsinu lýsti gula gluggatjaldið fyrir herbergis- glugganum eins og eldur í myrkrinu. F rú Sylvia heyrði létt fóta- takið innan úr stofunni og kallaði blíðlega. Rödd hennar hafði allt í einu breytzt. Nú bað hún kurrandi um félags- skap: „Jenný, elskan, ert þetta þú? Komdu aðeins inn!“ Og hún hló við Jenný, sem birtist róleg í dyrunum. Jenný var í gráum Úlsterfrakka óhneppt- um utanyfir rauðum kjól og hún hélt á húfu í hendinni. Kjóllinn var dimmrauður eins og gamalt vín. Frú Sylvía teygði fram aðra höndina og þreifaði á efninu. „Barn, þú hefur farið í sum- arkjól". „Ég var nú að punta mig. Ég á engan annan“. Svar Jennýar var óframfærið. Hönd- in sleppti henni og hún gekk eitt skref afturábak ... „Hann fer vel við hárið á þér. En hvað þú hefur gert þig indæla. Hann er sem sé á leið- inni. Er hann laglegur? Seztu andartak og segðu frá“. Rödd- in grátbændi hana og Jenný settist varlega á kollinn. Hún lagði hart að sér við að reyna að lýsa andliti hans, en gat það ekki. Hún gat aðeins sagt: „Mér finnst sem sé, að hann sé laglegur". „Er hann með hrokkið hár? Fyrsti maðurinn minn hafði hrokkið hár. Og hann hafði þá fallegustu fótleggi, sem ég hef nokkurn tíma séð. Og hend- urnar á honum. Ég hefði getað dáið vegna þeirra handa. Ann- ar maðurinn minn var frosk- ur, en hann átti peninga ....“ „Froskur ...“ Jenný greip ó- framfærin fram í. Þetta skildi hún ekki. „Hann var kaldur, barnið mitt. Og þriðji maðurinn minn situr uppi á lofti. Viljirðu vita eitthvað um karlmenn, spurðu mig þá. Og ef kærastinn þinn fær hvergi inni, taktu hann þá heim með þér í nótt. Það var ég, sem ákvað, að stúlknaher- bergið skyldi vera i útihúsinu". „Frúin má ekki halda ....“ Jenný roðnaði og tíndi nokkr- ar tuskur upp af gólfinu og lagði þær á borðið. Frú Sylvía brosti grimmúðlega og lyfti værðarvoðinni, svo að hún lægi betur við verki. Hún tók gulbrúnan ferning og setti 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.