Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 26
Lausn á síðustu gátu Rósin ein sem aldrei grær upp af jarðarvegi, sína mestu fcgurS fær á fimbulvetrardegi. tr x t Verðlauna- krossgáta Samvinnunnar .............. Mikill fjölrti lausna barst við síðustu giítu og var dregið úr réttum lausnum. Vcrðlaun lilýt- ur: Guðbjörg Björnsdóttir, Dýrfinnustöffum, Akrahreppi, Skagafirði. Nýja gátan er meff fama sniði og hinar fyrri. Lausn hennar cr vísa, sem falin er i töiusettu reitunum. Pegar búiff er aff ráffa gátuna eins og venjulega krossgátu, er stöfunum i numeruðu reitumun raðaff saman og þá fæst vísan, sem er lausn gátunnar. Veitt verffa ein verfflaun, 1000 krón- ur, og nægir aff senda vísuna á blaffi ásamt nafni og heimilisfangi sendanda. Gtanáskrift- ín er: Samvinnan, Suðurlandsbraut 32, Rvík. VÍSNASPJALL Hendingar og hnyttin svör honum gátu’ ei þrotnað, fyrr en orðið var af vör vísuna hafði botnað Þannig kemst Matthías Jochumsson að orði í erfiljóði um Símon Dalaskáld. Sím- on telst síðasta farandskáldið hér á landi, og líklega hefur enginn íslendingur ort meira magn af kveðskap en hann. Við skulum rifja hér upp fáeinar stökur eftir Símon: UM KONUR í HÓLMI Sem að yndi ætíð lér Adams flestum sonum. Hólmurinn má hrósa sér helzt af fríðum konum. UM MAURAPÚKA Meður hækjur Höskuldur heims um krækir slóðir, böggum klækja klyfjaður, kaupa flækjum alvanur. KVEÐIÐ Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI Þykkviðrin og þokan grá þótt ei linni um fjöllin há, kafa vinn ég kaldan snjá konu minnar fundinn á. HEILSAN DVÍNAR Heilsan dvínar mæta mér. Maginn pínist sjúki, brennivín því orðið er eitur í mínum þúki. Við látum þennan skammt nægja af Dalaskáldinu í þili, en snúum okkur að botnunum. Þeir eru rétt nýlega teknir að berast, þegar þetta er ritað, en verða vafalaust miklu fleiri. Við skulum samt glugga í það sem komið er. Fyrripartur- inn var þannig: Höröu sumri hallar brátt, með hafís fyrir landi. Við skulum ekki hafa hátt, þótt hendi nokkur vandi. Sagt er að hér sé furðu fátt í fyrirmyndarstandi. Þá ljómar sól í heiði hátt, er horfinn allur vandi. Björn Jakobsson, Borgarnesi. Víst hefur bágleg veðurátt valdið neyð og grandi. Við höfum lifað þetta þrátt þar af skapist vandi. Helgi Gíslason, Hrappsstöðum. Nöpur tekur norðanátt að næða á Sprengisandi. Páll Helgason, Akureyri. Að lokum nýr fyrripartur, sem S.J. a ísafirði hefur sent okkur: Fjölgar á jörðu fólki ört, fátt er því til varnar.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.