Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 12
Nýir vitsmunir EB VÍST aS maðurinn sé síðasti hlekkurinn í þróun lífs á jörðunni? Getur ekki allt eins verið að hann eigi eftir að þró- ast uppí slíkar hæðir vitsmuna og' færni að kalla megl nýja veruteg:und — ellegar beinlínis að algerlega ný tegund vaxi útúr stofni mannkynsins, óblandanleg samanvið það? (Nema ef nagdýrin eiga eftir að taka við?) Við sem nú göngum á tveim jafnfljótum á jörðunni yrðum þá einsog apar í trjánum samanborið við hina nýju tegund. En ef maðurinn er á þeirri leið að verða eitthvað meiraen hann sjálfur — erum við þá að flýta fyrir eða tefja? Eða skiptir mannlegt vafstur engu afþví hve elfur líðandinnar streymir óendanlega hægt og þungt? Trúlega getur maður hjálpað til: eitthvað í fari hans sjálfs er efnið í breytinguna, til að mynda heilinn og taugakerfið, ellegar eitthvert líffæri sem við gefum lítinn eða engan gaum. Líffræðingar vita meira um þetta en ég — en kannski hafa þeir heldur ekki rétt fyrir sér? Kannski tekur breytingin stefnu sem við komum ekki auga á og fáum ekki skilið? Þetta sem kemur telst þá ekki framhald af neinu sem við þekkjum, og hin nýja vera yrði því ekki réttnefnd súper- maður. Maðurinn hefur aldrei verið neitt súper-dýr. Þegar hann byrjaði að vera maður kom líka eitthvað glænýtt til skjalanna. Ýmis dýr eru miklu fullkomnari sem dýr en hann hefur nokkru sinni verið. Hann var löngum illa sköpuð skepna, og einmitt í vanmættinum duldist upphaf hins nýja. Hann mátti til að finna nýja leið eða farast. Hann gerðist ekki sterkari öðrum eða fimari í stríði frumskógarins, heldur átti sér stað það undur að nýir vitsmunir blossuðu upp í kolli hans. Það sem ekki tókst með striti skyldi gerast með viti. Við erum í dag vanskapaðir menn, illa aðhæfðir skilyrðum okkar sem aðallega eru annað fólk. Við þolum hvorki að vera einir né kunnum að búa í þokkalega snurðulausu sam- félagi. Samfélag er sama og stríð. Næst mannvonsku veldur góð- semi mestu böli! Svo forskrúfað er sálarástand mannsins. Er hugsanlegt að í vanmættinum tU að búa saman í friði leynist möguleiki til nýs þroska? Að maðurinn verði enn á ný að finna nýja leið ellegar farast? Að á því sem hann ræður ekki við í dag með viti sínu reyni hann að sigrast á morgun með einhverri nýrri sálareigind sem við kunnum ekki enn að nefna? Naumast er þetta á næsta leiti, kannski eftir nokkrar ísald- ir... Á meðan halda endaskipti góðs og ills áfram í veröld manna einsog við þekkjum þau úr sögunni. Og þóað þetta nýja sé stökkbreyting og verði fyrirvaralaust í hverju tilfelli kemur það afar hægt í ljós og með því einu að kynna hverri kynslóð fjölgar þeim sem hallast í þá áttina. Síðan fer hinn nýsiðaði maður að taka sig útúr, en hinn „siðaði“ maður, þ. e. við verður eftir einsog villifólk og mannætur í dag. Þetta sem kemur má víst kallast nýir „vitsmunir“, og þeim skulum við ekki reyna að lýsa. En þeir verða jafn-fjarlægir okkar rökleiðslu- og samtíningsgáfum og þær eru ólíkar fimi og snerpu tígrisdýrsins í skógunum. Og við verðum fremri hinum „nýja manni“ í okkar tegund af mannviti (rökhugsun o. s. frv.) einsog tígrisdýrið stendur okkur framar í færni vöðvaaflsins. Er það ekki notalega ögrandi að gera ráð fyrir einhverju sem ómögulegt er að setja sér fyrir sjónir, ekki síst ef frækorn hins nýja skyldi nú leynast í hverjum einasta manni? Raun- ar uggir mig að fæstum líki slíkar vangaveltur. Menn hafa minni áhuga á vitsmunum sínum helduren að kunna að hag- nyta sér þá. Þess vegna eru þeir ekki á leiðinni að verða vitrari, heldur feitari! einnig hafa aukið útbreiðslu kynsjúkdóma. Árið 1968 voru skráð 6.191 lekandatilfelli á Grænlandi, en árið 1974 voru þau 11.948, en sama tíðni í Danmörku væri rúmlega millj- ón tilfelli. Sýfilis hefur einnig ágerzt verulega. í fyrra voru 435 sjúklingar skráðir með sýf- ilis, en það var 78 prósent aukning frá árinu á undan. Áfengið hefur einnig reynzt koma mjög við sögu slysfara, en dauðaslys eru nú algengasta dánarorsök á Grænlandi. 20 prósent látinna deyja af slys- förum. Þar af er þriðjungur af völdum ölvunar. Með öðrum orðum: Fimmtánda hvert mannslát á Grænlandi stafar af því, að ölvaður maður hefur ekki stjórn á sér. Sama tíðni í Danmörku væri þrjú þúsund slys af völdum áfengis á ári. • AÐGERÐIR í VÆNDUM Allir Grænlendingar gera sér nú ljóst, hve alvarlegt ástand- ið er. Margar tillögur til úr- bóta hafa litið dagsins ljós, en engin þeirra hefur verið fram- kvæmd. Smávægilegar breyt- ingar á áfengislöggjöfinni var allt og sumt, sem umræðurnar í landsráðinu fengu áorkað. Fyrir fáeinum árum fór græn- lenzka upplýsingasambandið í áróðursherferð gegn ofneyzlu áfengis, en hún virðist engan árangur hafa borið. Nú hefur kirkjan hafizt handa og er nú að gera endurbætur á fyrrver- andi barnaheimili í Lichtenau með tilliti til þess að gera það að endurhæfingarheimili fyrir þá, sem beðið hafa tjón af völd- um áfengisneyzlu. Nú er heldur ekki seinna vænna. Mikil óánægjualda fór um landið allt í fyrrahaust, þegar landsráðið aðhafðist enn ekkert í málinu, þrátt fyr- ir töluverðar umræður. Græn- lendingar setja nú alla sína von á, að landsráðið, sem kjör- ið var í apríl síðastliðnum, geri alvarlega tilraun til að draga úr ofneyzlu áfengis í landinu, og næstu umræður ráðsins verða áreiðanlega til þess, að einhverjar hömlur verða settar á áfengisneyzluna. • HUGGUN ÁHORFANDANS f GRÁUM HVERSDAGS- LEIKANUM En hvers vegna drekka Grænlendingar þessi ósköp? Aðalástæðan er hin skyndi- lega breyting þjóðfélagshátta. sem kom þeim algerlega á ó- vart. í hraðri þróun undanfar- inna ára hefur ekki verið tekið tillit til grænlenzku þjóðarinn- ar. Á sjöunda tug aldarinnar tók fólk úr strjálbýlinu að þyrpast til bæjanna, þar sem í senn varð húsnæðis- og at- vinnuleysi. Margir nýfluttir á mölina gátu hvergi leitað hugg- unar nema í áfenginu og voru Bakkusi auðveld bráð. Græn- lendingurinn var áhorfandi örra breytinga, sem hann skildi tæpast. Um þetta leyti var einnig farið að mismuna mönnum í launum eftir því, hvar þeir voru fæddir, og við það kom upp mikill launamun- ur milli inn- og danskfæddra Grænlendinga. Um leið varð draumurinn um jafnrétti, sem Grænlendingar létu sig dreyma, þegar Grænland var innlimað í danska ríkið, að engu. Til þess að geta gert sér í hugarlund ástandið á Græn- landi, verður að taka dæmi af öðru samfélagi: ímyndum okkur, að til Dan- merkur (eða íslands) kæmi hópur manna af yfirþróaðri þjóð, og færi þegar í stað að byggja hið vanþróaða danska (íslenzka) þjóðfélag upp. Þetta fólk myndi eyða mengun, krabbameini og hjartasjúk- dómum (eins og berklum var útrýmt á Grænlandi), starfs- aldur væri lengdur um rúman áratug, og auðvitað flytti þetta fólk með sér tungumál til að nota við kennslu danskra (ís- lenzkra) barna í skólum. Tæpast væri hægt að vænta þess, að þetta yrði Dönum (ís- lendingum) til mikillar gæfu. Líklega myndu þeir innfæddu leita huggunar í þeim fíkni- og deyfiefnum, sem yfirþróaða fólkið flytti með sér. • EINA LEIÐIN TIL ÚRBÓTA Svona er ástandið raunveru- lega á Grænlandi. Grænlend- ingar hafa glatað sjálfstrausti sínu undir stjórn Dana. Danir hafa haft í frammi óskynsam- lega stefnu í Grænlandsmál- um, en engir nema Grænlend- ingar sjálfir geta bætt úr því. Tilraunin til þess að gera Grænlendinga að annars flokks Dönum hefur reynzt dýrkeypt, og hún hefur sært Grænlendinga svöðusári. Sjúka þjóð er ekki hægt að lækna með því að fá henni meiri „velmegun“ og hærri líf- aldur. Enginn læknar hana nema hún sjálf. Það verður ekki fyrr en Grænlendingar hafa aftur fengið trú á sjálfum sér, að áfengisvandamálið verð- ur leyst. □ 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.