Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 7
ÉÉ Ég þekki ekkert land á okkar þróunarstigi, sem ' * býr við eins hátt hlutfall höfuðborgarsvæðis af sinni heildaríbúatölu. tug var meðalmannfjölgun 2,1% á ári, mest að því er mig minnir 1957, 2,54%. Hins veg- ar fór fæðingartalan að lækka 1963, og sérstaklega þegar leið að lokum sjöunda áratugsins, og hún er enn mjög lág. Ef við miðum við að fólk hefji fulla þátttöku í atvinnulífi þjóðar- innar að meðaltali um tvítugt 1 þetta er þægileg viðmiðun) sjáum við, að siðan um 1960 höfum við sífellt verið að taka á móti stækkandi árgöngum á vinnumarkað okkar, og að þessir árgangar fara stækkandi fram yfir 1980, en minnka svo snarlega. Þetta gerir vitaskuld miklar kröfur til okkar at- vinnulífs um stöðugan vöxt, og sama má segja um framhalds- °g háskólakerfi okkar. Þessu til viðbótar kemur að aldursskipting er ekki jöfn í landinu. Reykjavík og Reykja- des eru tiitölulega eldri en aðrir landshlutar, þ. e. a. s., hlutfallslega er meira af yngsta fólkinu í hinum landshlutun- um. Því miður tókst mér ekki að afla mér nægra talnalegra upplýsinga um þetta atriði, sem þó er undirstöðuatriði en uf þeim gögnum, sem ég hef undir höndum dreg ég þá á- lyktun, að á landsbyggðinni, og Þá bæði í sveitum og á þétt- býlisstöðum, sé tiltölulega mikiu meira af því unga fólki, sem á næstu árum kemur inn á vinnumarkaðinn en á Reykjanessvæðinu. Með það í huga að eftir u. þ. b. 10 ár mun sá hópur fara snarminnkandi, má draga þá ályktun, að það sé unga fólkið á landsbyggð- inni, sem núna er á aldursbil- inu 10—19 ára, sem muni hafa úrslitaáhrif á þróun byggðar í landinu um fyrirsjáanlega framtíð. Það eru ákvarðanir þess um búsetu sem munu skipta sköpum. Af þessu má ennfremur draga þá ályktun, að næstu 10 ár séu mjög ör- lagaríkt tímabil sem miklu muni ráða um hvort unnt verði að koma á hér á landi skaplegu byggðajafnvægi. Ég hef stundum sagt að ís- land sé skipulagt eins og brezka heimsveldið fyrir 1914. Allt hið góða, fagra og merki- lega var þá samankomið í mið- punkti þess, á sjálfu Englandi. Nýlendurnar sáu Englandi fyr- ir hráefnum. Reykjanessvæðið er í stöðu Englands. Aðrir landshlutar eru í stöðu ný- lendnanna. Þeir framleiða mjólk og kjöt og fisk og dálítið af iðnaðarvörum. Mestallt hitt er á Reykjanesi. Atvinnugreinum er nú oft skipt í þrjá flokka, frum- vinnslu, úrvinnslu og þjónustu. Atvinnuskipting í þessum höf- uðflokkum var sem hér segir 1972 skv. tölum Pramkvæmda- stofnunar. Prumv. Úrv. Þjón- % % usta % Reykjanes 4.0 49.3 46.7 Aðrir landshl. 34.8 42.7 22.9 Grundvöllur lífskjarabóta er aukin framleiðni. Framleiðni- aukning hefur verið mest og verður fyrirsjáanlega mest í frumvinnslu og úrvinnslu- greinum. Batnandi lífskjör auka eftirspurn eftir margs konar þjónustu. Þetta þýðir að við getum enn sem fyrr búizt við, að fólki fækki að tiltölu í frum- og úrvinnslugreinum en fjölgi í þjónustugreinum. At- vinnulíf landshluta annarra en Reykjaness byggist fyrst og fremst á fyrrnefndu greinun- um. Þjónustugreinarnar eru fyrst og fremst staðsettar á Reykjanesi. Viðbótarvinnuafl- ið, unga fólkið sem ég nefndi áðan, mun að miklum hluta starfa við þjónustugreinar. Þvi mun það sækja þangað, sem atvinnu verður að fá innan þeirra. Hér er komið fram enn eitt atriði, sem hvetur fólk til að setjast að á Reykjanessvæð- inu. Næst stærsti hópurinn mun velja sér störf og bjóðast þau í úrvinnslugreinum, fyrst og fremst iðnaði. Úrvinnslu- greinarnar dreifast mun meira um landið en þjónustugrein- arnar, en eru mun einhæfari utan Reykjaness en innan, að Akureyri undanskilinni. • HVERS VEGNA Á AÐ BREYTA ÞRÓUNINNI? Ég sagði fyrr í þessari grein, að skilningur á nauðsyn byggðaj afnvægis hefði aukizt á síðustu árum. Ég held að þetta sé rétt. Hins vegar heyrast enn sem fyrr raddir sem mæla gegn því, að þjóðfélagið leggi fram fjár- muni til þess að tryggja bú- setu fólks út um landið, á kostnað Reykjanessvæðisins eins og það er kallað. Hver eru rökin fyrir réttmæti slíkra ráðstafana? Þau eru annars vegar félags- legs eðlis en hins vegar hag- ræn. í nýlegu eintaki af Time var grein um bezt heppnaða samfélag Vestur-Evrópu, eins og það var þar kallað, Vestur- Þýzkaland. Þar var haft eftir- farandi eftir þýzkum félags- fræðingi, í lauslegri þýðingu, „Þýzkaland er samfélag hér- aða, ekki aðeins eitt land. í landinu eru margar borgir með Skipting íbúa á landshluta um aldamótin íbúar alls: 77.290 í þéttbýli: 17.732 í sveituin: 59.558 Vestfiröir Skipting íbúa á landshluta 1973 íbúar alls: 213.499 íþéttbýli: 185.965 í sveitum: 27.534 Vestfiröir 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.