Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 24
var kalt, en samt lelð henni vel. Nú óskaði hún einskis framar. „En þér er kalt“. Hann tók fastar utan um hana. Hann ætlaði að hneppa frá sér regn- frakkanum, en hún tók um hendur hans. „Nei, þetta máttu ekki. Þú þarft að ganga langt og þú mátt ekki blotna“. „Þú verður að fara inn. Þú ert bara í sumarkjól. Leyfðu mér að fylgja þér“. Hann gekk tvö skref, en tók eftir hiki hennar. „Ertu hrædd?" „Nei“. Hún horfði innilega á hann og tók hljóðlega í hliðið og opnaði það varlega. Síðan rétti hún honum höndina og hann kom hljóðlega á eftir henni. Þau gengu varlega eftir breiðri stéttinni framhjá blómabeðinu og fuglabaðinu, sem líktist stórri, grárri kráku- skel í myrkrinu. Undir þyrni- runnanum lutu þau bæði höfði. Jenný leit laumulega í átt að aðaldyrunum. Svo voru þau komin framhjá þeim og gengu inn í bakgarðinn. Hún stað- næmdist fyrir framan dyrnar að útihúsinu. „Ég átti að segja frúnni, hvernig þú litir út, en ég gat það ekki“. Hún tók báðum höndum um andlit hans og kyssti hann: „Nefið á þér er eins og á öðru fólki, en augun eru falleg“. „Sagðirðu henni, að ég elska þig?“ „Það getur hún séð á mér. Ég hélt, að við hefðum svo lang- an tíma til að vera saman, en hvað stundirnar hafa flogið hjá“. „Já...“ Hann færði sig und- an regndropunum, sem runnu niður hálsinn á honum. „Býrðu hér inni?“ „Ég hef herbergi við hliðina á miðstöðvarklefanum“. Hún benti á gluggann sinn. „Þá er hlýtt hjá þér... og frjálst“. Hann bætti þessu seinasta við hvíslandi. „Já...“ Nú var það hún, sem svaraði annarshugar. Eftir nokkra þögn spurði hún: „Um hvað ertu að hugsa?“ „Við gætum farið inn í mið- stöðvarkömpuna". Munnur hans snerti hár hennar létt. „Þorum við það?“ Hún leit aftur í átt að húsinu. Siðan rétti hún hikandi aðrá hönd- ina aftur fyrir sig og opnaði dyrnar hægt. Sjálf gekk hún inn á undan. Hitinn úr klefan- um gaus á móti þeim. Kringl- óttur, rauður blettur skein við þeim gegnum miðstöðvarlok- una. Hann lét aftur hurðina að baki þeim. „Hér er indælt. Svo færðu heldur ekki kvef“. Varlega leit- aði hann hennar aftur. Hend- ur hans fundu auðveldlega, það sem þær vildu. „Og þú gerir mér ekkert illt, er það?“ Hún spurði hrædd og lagði við hlustir. En hún heyrði ekkert grunsamlegt og gafst honum glöð i kossi. Hann varð fyrri til að slíta kossinn og spurði andstuttur: „Hvað áttu við? Hvernig ætti ég að gera þér illt?“ „Þú skilur mig veh‘. Hún svaraði rólega. Hendur hans héldu fast um hana og hún óskaði ekki, að það væri öðru- vísi. „Við tvö skulum alltaf vera saman, er það ekki?“ „Jú, Kristinn ....“ „Heldurðu, að ég muni svíkja þig?“ „Nei, en ég er kannski dálitið hrædd, þó að ... þó að ég hafi þráð þig svo rnikið". Hún var fegin myrkrinu. Hefðu þau ekki staðið í myrkri, hefði hún aldrei játað þetta. „Við þráum hvort annað ... heldurðu, að við séum ein um það?“ „Nei“. Svar hennar var hljóð- látt eins og andardráttur. „Þú verður sjálf að segja já. Ég vil ekki þvinga þig“. Hann kyssti hana aftur: „Ó, hvað þú ert yndisleg stúlka. Ég hef alltaf elskað þig. Skilurðu ekki, hver er meiningin með okkur tvö?“ „Jú“ Hún losaði sig úr höndum hans og gekk eitt skref í áttina að herbergisdyrunum. Aftur fann hönd hennar hans og leiddi hann. Við dyrnar stanzaði hún og leit upp. í myrkrinum líktist andlit henn- ar barnsandliti: „Við verðum að hafa mjög lágt. Enginn má heyra til okkar“. Boði gekk frá stóra gluggan- um í forsalnum og inneftir ganginum. Harðhentur herti hann á beltinu á náttsloppn- um. Ljós var inni hjá frú Sylvíu. Hann barði og gekk inn. Hann hafði aldrei kunnað að meta herbergið, því að lit- irnir þar áttu svo illa við hann. Ljósrauða silkiveggfóðrið olli honum velgju og hann gat alls ekki þolað lágu stólana. Breitt rúmið stóð á miðju gólfi, prýtt bláum sængurhimni á fjórum snúnum súlum. Frú Sylvia sat með kodda við bakið og las. „Ert það þú?“ Hún spurði al- veg undrunarlaust og lagði bókina ekki frá sér. Þunnur náttkjóllinn náði aðeins hálfa leið fram á holduga handlegg- ina. Boði leit ekki á hana. „Þá er Jenný komin heim“. „Strax?“ Frú Sylvía lagði fingur á miðja síðuna og leit upp. Boði snerist á hæli: „Og hún er með gest“. Röddin var æst. „Nú, og hvað með það? Þetta er fullorðin, ung kona, tuttugu GEYMSLU HÓLF GEYMSLUHOLF I ÞREMUR STÆRÐUM, NÝ ÞJÓNUSTA VIÐ VIDSKIPTAVINI I NÝBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7. Samvinnubankinn 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.