Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 13
Stíll Norræna hússins Mörgum þykir Norræna húsið fallegasta bygging Reykjavíkur og þótt víðar væri leitað. Húsið telst með þeim byggingum, sem finnski snillingurinn Alvar Aalto teiknar á síðari hluta ævi sinnar. Meistarinn, en Finnar hafa sæmt Aalto því heiti, eins og við Kjarval og Þór- berg, er nú hniginn á efri ár, orðinn 77 ára. Heilsu hans er tekið að hraka nokkuð, en samt vinnur hann enn fullan vinnudag. Hann hefur í þjón- ustu sinni 16 arkítekta, sem vinna við verkefni fyrir Finn- land, Brasilíu, ísrael og Bandaríkiri. Eins og sjá má af meðfylgj- andi myndum, sem eru af nýjustu byggingum Aaltos, bera þær mjög svipmót Nor- ræna hússins hvað form snertir, og er því ekki ósenni- legt, að listfræðingar fram- tiðarinnar telji þau heyra til ákveðnum stíl á ferli meist- arans. Annars hefur Aalto löngum haft ímugust á öllum stílum og ismum. „Vandinn er ekki fólginn í leit að nýjum og frumlegum formum“, segir hann. „Hann felst í því að reyna að skapa form, sem byggjast á raunverulegu manngildi." Alvar Aalto er maður hóg- vær og lítillátur. Þegar hann var nýlega spurður um hús, sem hann hafði teiknað fyrir finnska tónskáldið Joonas Kokkonen, sagði hann: „Það var ósköp lítið og mjög einfalt.“ Tónskáldið hefur hins veg- ar sagt fiá því, hvernig Aalto vann verk sitt. Hann byrjaði á því að teikna píanó Kok- konens og spurði síðan: „Hvorum megin gengurðu í kringum það?“ Síðan teiknaði hann vinnu- stofu tónskáldsins út frá píanóinu og þannig varð hús- ið smátt og smátt til; hvert atriði þaulhugsað, hvort sem það var stórt eða lítið. Þegar kom að greiðslunni, hló arkitektinn og sagði: „Ég vil fá greitt í tónlist.“ Og Kokkonen settist í nýju vinnustofuna sína, samdi sellókonsert og helgaði hann Alvari Aalto. □ Blátt borgarráðshús í Seinajoki sem er í vestur- Finlandia-húsið er úr hvítum marmara og er sú hluta Finnlands. bygging, sem mesta athygli vekur í Helsinki. Tækniskóli og rannsóknarstofnun í útjaðri Helsinki. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.