Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 17
Eftir Arnþór Garðarsson, náttúrufræðing þar sem áfoks gætir frá ægi- söndum. Á láglendi hefur verið áætl- að, að þegar hafi verið ræstir fram um 1200—1400 km2. Prá þessari tölu má þó e. t. v. draga svæði sem hafa verið grafin án þess að þau yrðu þurrkuð. Mætti áætla lauslega að um 1000 km2 lands hefðu þegar verið ræstir ýmist til ræktunar eða sem beitilönd. Þetta gerir um 20% af öllu mýrlendi á lág- lendi. Lítum nú aðeins nánar á þá 4000 km2 sem þá eru eftir. Af þeim hafa flæðiengi og flóð- sléttur verið áætluð um 1000 km2. Þetta eru svæði þar sem framræsla ber tæplega árang- ur og borgar sig reyndar yfir- leitt ekki vegna þess að flæði- engin eru grasmestu lönd þessa lands og hafa auk þess þann ótvíræða kost að þau þarfnast ekki áburðargjafar. Ég tel því ástæðu til þess að vona að flaeðiengi landsins komi til með að skipa þann sess sem þeim ber í landbúnaði kom- andi tíma og hækkandi hrá- efnisverðs. Flæðiengin eru jafnframt afar verðmæt svæði vegna auðugs lífs og þau eru undirstaða mikils fuglalífs. Enn eru eftir 3000 km2 lág- lendismýra. Þó er ekki þar með sagt að þær séu allar nýtanleg- ar til ræktunar. Þannig má á- ætla að um þriðjungur þessa lands séu brokflóar og aðrar ófrjósamar landgerðir sem varla verði ræktaðar nema að undangengnum ítarlegum rannsóknum og tilraunastarf- semi. Það virðist því óhætt að á- ætla að um V3 af nýtanlegu mýrlendi íslensku hafi þegar verið ræst fram. Hinir % hlut- ar, sem eru um 2000 km2, verða sjálfsagt teknir til grasræktar á einhvern hátt á næstu ára- tugum. í meðferð þessa lands ber þess þó að gæta (1) að skilin séu eftir heilleg dæmi um allar mýrlendisgerðir (2) að nýtingu sé hagað þannig, að lífríki landsins bíði sem minnst tjón af og (3) að áveitur séu teknar til nákvæmrar skoðun- ar þar sem þær kunna að eiga við, en ekki einblínt á þurrk- unaraðferðina eina. Með hliðsjón af ofansögðu virðist tímabært að endur- skoða styrkjakerfi það, sem á undanförnum árum hefur þró- ast í kringum skurðagröft. Ennfremur virðist tímabært að krefjast þess, að landbúnaðar- aðilar geri rökstuddar áætlan- ir um fyrirhugaða framræslu langt fram i tímann. Loks virð- ist rétt að ítreka það, að fram- ræsla veldur í ákveðnum til- vikum verulegri röskun og slík- ar framkvæmdir falla að sjálf- sögðu undir 29. gr. náttúru- verndarlaga en þar segir m.a.: „Valdi fyrirhuguð mann- virkjagerð eða jarðrask hættu á því, að landið breyti varan- lega um svip, að merkum nátt- úruminjum verði spillt eða hættu á mengun lofts eða lagar, er skylt að leita álits Náttúruverndarráðs, áður en framkvæmdir hefjast. Ef það er vanrækt, getur Náttúruverndarráð krafist at- beina lögreglustjóra til að varna því, að verk verði hafið eða því fram haldið.“ • NAUÐSYNLEGT AÐ VERNDA ÞJÓRSÁRVER Eins og ég sagði áðan virðist ólíklegt að framræsla verði stunduð að marki í hálendis- mýrum. Ýmis hálendissvæði, flest þeirra votlend, kunna þó að lenda undir uppistöðulón- um í sambandi við raforkuver. Þýðingarmest þessara svæða er tvímælalaust Þjórsárver sunn- an Hofsjökuls. Virðist tæplega leika vafi á því, að Þjórsárver eru fremst í flokki þeirra vot- lenda sem vernda ber í hálend- inu. Enda er það yfirlýst stefna Náttúruverndarráðs að friðlýsa Þjórsárver. Á öðrum svæðum svo sem Eyjabökkum og ýms- um gróðurvinjum einkum í austanverðu hálendinu, virðist ekki vera um jafnmikil og ein- stæð náttúruverðmæti að ræða en þar er þó þörf rannsókna áður en að því kemur að taka ákvörðun um virkjanir. Meðfram ströndum landsins, á fjörum og grunnsævi, eru víða svæði, sem skilyrðislaust ber að vernda gegn mengun og röskun ýmiss konar. Ég mun þó ekki orðlengja frekar um almennar hliðar á vernd fjöru og grunnsævis, enda hefur Agnar Ingólfsson þegar fjall- að um það mál. Ef draga ætti saman í stuttu máli hættur þær sem helstar steðja að votlendum vegna um- svifa mannsins má þar til telja nær alla okkar athafnasemi, þ. e. a. s. landbúnaðarfram- kvæmdir, ýmiss konar orkuver og iðnað, samgöngutækni svo sem hafnargerð, flugvallagerð og vegagerð, og loks landnýt- ingu til íbúðabygginga. Þrátt fyrir þessar margvís- legu landþarfir og enda þótt vernd votlendra svæða hljóti fyrst um sinn að byggjast á rannsóknum sem enn eru skammt á veg komnar, virðist svo að íslendingar séu enn í þeirri aðstöðu að þeir geti, ef vilji er fyrir hendi, komið á skipulegri og skynsamlegri vernd votlenda. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.