Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 14
Snorri Sveinn kemur fyrir stærsta steininum, sólinni. Undanfarin ár hefur mjög farið í vöxt, að fyrirtæki og stofnanir fái kunna listamenn til að skreyta byggingar sínar. Kaupfélögin hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. í fyrra gerði Hringur Jóhannes- son stóra mósaikmynd fyrir Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum, og í júlimánuði siðast- liðnum lagði Snorri Sveinn Friðriksson síðustu hönd á gríðarstóra veggmynd á slátur- hús Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. í stuttu samtali við Sam- vinnuna sagði Snorri Sveinn, að liðið væri hátt á annað ár síðan hann byrjaði að vinna við myndina. Sigurður Einars- son, arkitekt á teiknistofu Sambandsins, teiknaði slátur- húsið og gerði þar ráð fyrir myndskreytingu á þessum vegg. Helgi Rafn Traustason, kaup- félagsstjóri, kom síðan að máli við Snorra Svein og bað hann að vinna verkið. — Ég fór strax að velta fyrir mér, hvers konar mynd ég ætti að gera á sláturhús, sem er nú kannski ekki sérlega aðlaðandi staður, sagði Snorri Sveinn. — Og þar sem öll starfsemi húss- Snorri Sveinn Friðriks- son lauk í sumar við gerð veggmyndar fyrir Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Veggmynd um sauðfé ins byggist á blessaðri sauð- kindinni okkar, datt mér í hug að gera myndband, þar sem rakið er svolítið lífshlaup kind- arinnar. Fyrsta myndin heitir Dögun. Það má segja um lífshlaupið, að það byrji ein- hvern veginn og endi ein- hvern veginn; við vitum ekki hvernig. En önnur myndin heitir Vor og hefur fengið fast- ara form. í>ar gæti verið um að ræða tákn fyrir fjárhús eða eitthvað slíkt, kannski lambær og sauðburður. Þriðja myndin heitir Sumardans og þar á sér stað svolítið ævintýri með sól-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.