Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 20
Smásaga eftir Leck Fischer
Þýðing: Anna María Þórisdóttir
J enný setti fjólurnar á
kommóðuna fyrir framan speg-
ilinn og gekk þvínæst að
glugganum og dró gul tjöldin
hægt fyrir hann. Úti var farið
að rökkva. Þarna stóðu epla-
trén, lág og umfangsmikil,
teygðu kræklóttar greinarnar
mót dökkum bláma himinsins.
Garðurinn líktist stórum lysti-
garði í kvöldhúminu og búið
var að kveikja á annarri hæð
í stóra húsinu. Daufhvítir
veggir þess hvildu í örmum
jarðarinnar. Jenný nældi
gluggatjöldin saman og gekk
aftur að speglinum og hneppti
frá sér kjólnum.
Daufur, ljúfur ilmur steig
upp frá fjólunum framan í
hana og þær voru svo skínandi
bláar mót hvíta dreglinum,
sem hún hafði sjálf ofið. Hún
dró hversdagskjólinn úthverf-
an fram yfir höfuðið og hengdi
hann snyrtilega á herðatré bak
við köflótt hengið í horninu á
meðan hún leit rannsakandi í
kringum sig í herberginu. Hún
horfði á rautt rúmteppið og
lága stólinn við gluggann, sið-
an bláa, ofna dúkinn á borð-
inu og fannst allt harla gott.
En hér voru of margir litir.
Hún tók greiðuna og ætlaði að
greiða sér, en datt síðan nokk-
uð í hug. Hún gekk út i kyndi-
klefann með stóru, hvítu blikk-
könnuna.
Þægilegum, þurrum hita sló
á móti henni. Henni fannst sem
djúpur, lifandi andardráttur
léki um naktar axlirnar.
Og hún stóð og dældi vatni,
þegar Boði kom, ung, svart-
hærð kona í stuttum, bláum
undirkjól, sem féll þétt að
fallegum, fjaðurmögnuðum
líkamanum. Slegið hárið
breiddist eins og blævængur
yfir hnakkann og féll fram yfir
andlitið, þegar hún rétti ósjálf-
rátt úr sér og lagði höndina á
brjóstin. Vatnið flóði út úr
könnutúðunni, en loks áttaði
hún sig og hætti að dæla. Boði
stóð lotinn í eldhúsdyrunum og
reyndi að brosa: „Ja, fyrir-
gefðu, ég ætlaði að líta á mið-
stöðina“. Hann fann einnig
fyrir hitanum i klefanum og
þorði ekki að ganga niður þrep-
in þrjú.
„Ég ætlaði bara að ná í dá-
litið heitt vatn“. Jenný lyfti
þungri könnunni og gekk i átt-
ina að herbergisdyrum sínum.
Hún varð að nota báðar hend-
ur og fannst því sem hún væri
enn fáklæddari en áður. Hún
gat opnað dyrnar með olnbog-
anum. Vatnið skvettist upp úr
könnunni, en hún skeytti því
engu.
Boði vogaði sér loks niður,
þegar lágar dyrnar lokuðust.
Af gömlum vana gekk hann að
miðstöðvarkatlinum og 'teygði
sig í skófluna, sem hékk á
veggnum. En hendurnar stöðv-
uðust á miðri leið og hann
horfði í staðinn i áttina til
herbergisins. í rauninni hafði
hann ætlað sér niður til að
bæta í eldinn. Ekki var það
hans sök, að hann hafði séð
ungar konuaxlir bera skínandi
hvítar við sítt, svart hár. Hér
var kæfandi heitt. Honum
fannst hann standa í báli og
lyfti hægt fingri upp að háls-
inum og losaði flibbann frá
sveittri húðinni. Og hann hlust-
aði. Hann vissi, að ekki var
hægt að læsa herbergisdyrun-
um. Hann læddist eitt skref i
áttina að þeim, en stanzaði
síðan aftur.
í djúpri þögninni heyrði
hann, hvernig vatni var hellt í
fat og lágt glamur, þegar kann-
an var aftur sett á gólfið. Síð-
an varð þögnin hyldjúp og sem
logandi bál. Hann tók upp
vasaklútinn og þurrkaði sér um
ennið. Hann þorði ekki að fara
nær og ekki heldur að standa
kyrr. Ef hann færi nær, missti
hann valdið á sjálfum sér. Og
ef hann yrði kyrr ....
Loks reif hann sig upp úr
þessu og fór aftur upp þessar
fáu tröppur. Hann lokaði hljóð-
lega á eftir sér og fannst svali
eldhússins sem frelsun. Á
gluggapóstinum hékk spegill og
hann sá andliti sinu bregða
fyrir um leið og hann gekk
framhjá. Einu sinni hafði ég
fallegt hár, hugsaði hann og
hélt áfram inn í framreiðslu-
herbergið. Hann hafði stein-
gleymt miðstöðinni. Hann
gleymdi líka að slökkva á leið-
inni. Hann var á flótta.
í saumaherberginu stóð vef-
stóllinn eins og ógnvekjandi
höggstokkur í myrkrinu og
hann flýtti sér framhjá. Það
var ekki fyrr en inni í hálf-
rökkri borðstofunnar, sem
hann varð rólegri. Ljósið úr
víðum dyrum dagstofunnar
féll á gólfið. Hann gekk hægt
áfram og inn í ljóskeiluna.
Frú Sylvia sat við stóra gólf-
lampann og saumaði sína eilífu
værðarvoð. Mislitar pjötlur
lágu í haugum umhverfis
hana og á lágu borði í grennd.
Lófafylli af bláum bútum lá
í kjöltu hennar eins og hluti
af himninum hefði verið
klipptur niður og hent þangað.
Borðið var þakið lengjum, sem
líktust blóðlifrum. Og á gólf-
inu æptu gulbrúnir þríhyrn-
ingar og báðu um að verða
teknir næst. Mitt i öllu þessu
blómstraði frú Sylvía eins og
frjósemisgyðjan sjálf i tusku-
haug. Gríðarlega rósótt blússa
strengdist yfir blómlega barm-
inn.
En andlitið hafði fyrir löngu
lifað frjósemisárin. Hárið var
þunnt og druslulegt og stórt og
o
"Yimm
jJULIU L
luralegt nefið skagaði fram yf-
ir breiðar, negralegar varirnar.
Útstæð og kúpt augun horfðu
á komumann.
„Jæja, logaði vel?“
„Hvað áttu við?“ Boði settist
á lágan kollinn, sem var búinn
til úr þremur púðum og tók
mjúklega á móti þunga hans.
Hann var smám saman farinn
að hata púða og tuskur. í þessu
húsi var ekki til almennilegur
stóll.
„Ef þú varst ekki niðri að
bæta í, hvað varstu þá að
gera?“
„Ég var niðri að bæta i“. Boði
var hás, þegar hann svaraði.
Nú skildi hann fyrst, hvað
hann hafði verið nærri því að
gleyma sér. Það var ómögulegt
að hrekja vissa mynd úr hug-
anum. Hvítar axlirnar og dökkt
hárið ljómuðu jafnvel nú fyrir
augum hans. Hann sat og var
þreyttur.
„Ertu að eltast við Jenný?
Er hún að hafa fataskipti?“
spurningarnar hljómuðu sak-
leysislega. Sylvía brá þræði
milli tannanna og beit hann
í sundur. Bit hennar var dýrs-
legt og heilbrigðislegt. Hún
hélt ennþá öllum sínum tönn-
um.
„Hvað kemur mér stúlkan
við?“ Boði reis á fætur. Sylvíu
óraði fyrir öllu, en hér skjátl-
aðist henni. Hann hafði ætlað
sér að líta eftir miðstöðinni og
hann hafði ekki vitað, að Jenný
var að hafa fataskipti. Hann
hafði heldur ekki óskað þess,
að hún stæði þarna fáklædd,
þegar hann kom. Hann spark-
aði æstur í einn af púðunum á
gólfinu og gekk áleiðis að dyr-
unum út í anddyrið, en rödd
stöðvaði hann.
„Lítur þú aldrei í spegil?“
Þetta illkvittna tilsvar hitti
hann sem úr launsátri. Boði
var kominn að stóra speglinum,
20