Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 11
 Daglegt brauð á Grænlandi • Tvær ungar stúlkur, fimmtán og tuttugu og þriggja ára, létust sömu nótt- ina úr áfengiseitrun. Þetta gerðist í vesturgrænlenzkum bæ, þar sem fullorðnir íbúar eru í kringum sexhundruð og geta valið um þrjá útsölustaði áfengis... • í Godháb, höfuðstað Grænlands, fannst nakin kona látin í snjónum. Ölóður maður hafði myrt hana ... • Ölvaður ungur maður særðist lífshættulega, þegar drykkjufélagi hans sparkaði í höfuð hans. Orsökin var sú, að hann fann ekki frakkann sinn... Þessi þrjú dæmi eru tekin af handahófi úr grænlenzkum blöðum, en listinn yfir afbrot og glæpi framda í ölæði er næstum endalaus. Svona er veruleikinn bak við þær tölu- legu upplýsingar, sem Jörgen Fleischer styðst við í grein sinni. Grænlendingar eiga við mörg vandamál að striða, en ekkert þeirra er jafnalvarlegt og áfengis- vandamálið. í kjölfar aukinnar á- fengisneyzlu hafa fylgt alls konar félagsleg vandamál önnur. Slysum hefur fjölgað — sömuleiðis þjófn- uðum, morðum og æ fleiri sýkjast af kynsjúkdómum. Jörgen Fleis- cher, höfundur eftirfarandi grein- ar um áfengisvandamálið á Græn- landi — er ritstjóri grænlenzka blaðsins Atugagdliutit/Grænlands- póstsins. Árið 1954 var áfengi gefið frjálst á Grænlandi. Það varð upphaf heitra umræðna, sem enn er haldið áfram af fullum krafti bæði í útvarpi og blöð- um. Því hefur verið haldið fram í ræðu og riti, að áfengis- neyzlu Grænlendinga megi kalla þjóðarsjúkdóm; að meiri hluti vandamálanna á Græn- landi eigi rætur að rekja til áfengisneyzlu, og tæpast nokk- ur þjóð í heiminum stríði við jafn mikið áfengisböl og Græn- lendingar. Þjóðkjörnir fulltrú- ar hafa einnig fjallað um mál- ið. Grænlenska landsráðið hef- ur haft afskipti af áfengismál- inu á hverju ári frá árinu 1955, en lausnin er engu nær. • BRJÁLÆÐI SAMKVÆMT LÖGUM Þegar árið 1958 var ástandið orðið svo alvarlegt, að Preben Smith, þáverandi landlæknir, lagði fram eftirfarandi athuga- semdir: Því er haldið fram, að ekki sé drukkið meira á Grænlandi en í Danmörku. Við því er að- eins hægt að segja, að það skiptir ekki mestu máli. Áhrif áfengisneyzlunnar eru það sem naáli skiptir. Glæpum fjölgar samkvæmt upplýsingum dóms- valda. Á hverjum degi segja blöðin frá viðbjóðslegum glæp- um, sem drukkið fólk fremur. Valdbeitingar, morð og lífs- hættulegar árásir á óviðkom- andi fólk og maka eru að verða daglegt brauð. Kynferðisleg misnotkun barna er orðin svo algeng að hún virðist ekki lengur hafa þau áhrif, sem hún ætti að hafa. — Kynsjúk- dómar eru mörg hundruð sinn- um algengari en í Danmörku. Dauðaslys eru um það bil sex sinnum algengari en í Dan- mörku. Frjáls aðgangur að áfengi á Grænlandi er brjálæði, löglegt, viðurkennt af ríkinu og skatt- skylt, sagði landlæknirinn í lok álitsgerðar sinnar. Þessi harða ádrepa kom ekki ulveg heim og saman við skýrslu, sem lögð var fram árið eftir. í henni var því haldið fram, að áfengisneyzla á Græn- landi hefði hvorki í för með sér félagsleg né efnahagsleg vanda- mál, þar sem skaðleg áhrif á- fengis kæmu fyrst og fremst niður á ákveðnum stöðum, fjöl- skyldum og einstökum mönn- um. Þó kom það fram í skýrsl- unni, að áfengisneyzla hafi aukizt um tíu prósent fyrstu fjögur árin eftir að skömmtun var hætt. Árleg neyzla á íbúa fimmtán ára og eldri var 8,2 lítrar af hreinum vínanda, eða helmingi meiri en í Danmörku. • FIMMTI HVER NEYTTI ÁFENGIS í ÓHÓFI Niðurstöður næstu skýrslu voru allt aðrar. Hún var byggð á rannsókn, sem fram fór árið 1970 og náði til 2000 manns á 767 heimilum. Rannsóknin leiddi ótvírætt í ljós, að áfengi var orðið mikið vandamál á Grænlandi. Greinilegt sam- band virðist vera milli áfengis- neyzlu og ýmissa félagslegra vandamála. Samkvæmt skýrsl- unni voru 19 prósent þeirra fullorðinna, sem rannsóknin náði til óhófsdrykkjumenn og 6 prósent ofdrykkjumenn. 38% heimilanna skulduðu sex mán- aða húsaleigu, 12 prósent áttu við barnavandamál að stríða og 49 prósent önnur félagsleg vandamál. f nýjustu skýrslunni, sem fjallar um síðastliðið ár, kemur fram, að sé áfengisneyzlu Grænlendinga deilt niður á alla íbúa landsins yfir fimmtán ára aldri, kemur í ljós, að helm- ingi meira kemur í hlut hvers og eins en áður en höftin voru afnumin árið 1954. Ársneyzla á íslenzk túlkun á vandanum íslendingum hefur tekizt aS túlka vandamál Grænlendinga svo eftir- minnilega, að vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana. Leik- ritið ínúk hefur verið sýnt víðar en nokkurt annað íslenzkt leikrit í seinni tíð og hvarvetna hlotið frábæra dóma. Aðalhöfundur þess er Haraldur Ólafsson, lektor, sem er mannfræðingur að mennt og þekkir vel málefni Grænlands, en leikstjóri Brynja Benediktsdóttir. Myndimar með þessari grein eru úr ínúk og fengnar að Iáni hjá Þjóðleikhúsinu. einstakling er að meðaltali 18,2 lítrar af hreinum vínanda á ári. Samsvarandi tala í Dan- mörku eru 10,3 lítrar. Neyzlu- aukningin hefur orðið á árun- um 1960 til 1966 og eftir 1970. Helmingur af umframneyzlu Grænlendinga fram yfir Dani er í raun neyzla danskra íbúa á Grænlandi, en þeir eru tæp- lega fjórðungur fullorðinna íbúa landsins. Neyzla á ibúa er mest í höfuðstaðnum Godháb. Áreiðanlegt er, að samband er milli trúarbragða og minni neyzlu í dreifbýlinu. Lands- menn verja nú tiltölulega meiri peningum til áfengiskaupa en áður. • 900 BJÓRAR Á MANN Innflutningur áfengis eykst stöðugt. Árið 1973 var hann alls 160.000 lítrar af brennivini, 52.000 lítrar af öðrum sterkum vínum, 310.000 flöskur af borð- víni og 26 milljón bjórar, en það jafnar sig upp með að vera 900 bjórar á mann fimmtán ára og eldri. Bjórdrykkja hefur tífaldast á þrettán árum en neyzla sterkra drykkja minnk- að nokkuð. Með sama áframhaldi verð- ur neyzla á íbúa fimmtán ára og eldri orðin 40 lítrar af hrein- um vínanda á ári í byrjun ní- unda áratugsins. Afbrotum hefur fjölgað í Grænlandi um leið og áfengis- neyzla hefur aukizt. Árið 1973 voru framdir þar 2.015 þjófn- aðir, en 1.037 árið 1969. Flest eru þetta smáþjófnaðir og inn- brot framin af drukknu fólki, sem er í leit að drykkjarföng- um til að halda drykkjunni á- fram. Á síðari árum hafa af- brot á Grænlandi einnig orðið alvarlegri. Til dæmis hafa sautján morð verið framin á undanförnum fjórum árum, og þar af voru tíu framin á síð- ustu tveimur árum. Þetta er jafnmikið miðað við fólks- fjölda og fimm hundruð morð væru framin árlega í Dan- mörku, en í reynd eru morð þar þrjátíu til fjörutiu á ári. Aukin áfengisneyzla virðist 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.