Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 5

Andvari - 01.10.1959, Page 5
SVEINN VÍKINGUR: Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, I'æddist 3ja dag ágústmánaðar árið 1890 að Eúnprýði á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru bjónin Sigurður Eiríksson, reglu- boði (f. 12. maí 1857, d. 26. júní 1925) og kona hans, Svanhildur Sigurðar- dóttir (f. 25. maí 1858, d. 27. desember 1917), hafnsögumanns í Mundakoti á Eyrarbakka, Teitssonar. Faðir hans, Sigurður Eiríksson, var þjóðkunnur maður og gæddur fjöl- hælum gáfum. Ilann var um langt skeið organleikari við Eyrarbakkakirkju og kenndi jafnframt söng þar í þorpinu. Síðar gekk hann í þjónustu góð- templarareglunnar og starfaði þar af lrábærum áhuga og dugnaði. Hann ferð- aðist víðsvegar um landið, stofnaði margar stúkur og glæddi áhuga á bind- indismálum, hvar sem hann fór. Faðir lians var Eiríkur bóndi á Olafsvöllum og víðar, Eiríksson dbrm. og hreppstjóra á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, Gíslasonar prests á Ólafsvöllum, Erlingssonar lögréttumanns í Saurbæ á Kjalar- nesi, Eyjólfssonar. Eiríkur hreppstjóri á Reykjum, afi Sigurðar og langafi Sigurgeirs biskups, var mætur maður, dugmikill, stilltur og fámáll, en hagorður vel og gat verið dálítið kíminn. Um hann sagði Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður í Ámes- sýslu og síðar dómstjóri í Reykjavík: „Eiríkur talar ekki margt, en hvert orð hans vegur fjórðung". — Nokkrar vísur eftir hann liafa varðveitzt og eru vel kveðnar. Eiríkur var tvíkvæntur. Síðari kona hans og móðir Eiríks yngra var Guðrún Kolbeinsdóttir prests í Miðdal, Þorsteinssonar. Síra Kolbeinn var orð- lagður gáfumaður, lærður vel og skáldmæltur. Hann sneri Passíusálmunum á latínu, og hann orti Gilsbakkaþulu, sem landskunn varð. Þótti Guðrún hin nierkasta kona, glæsileg í sjón, gáfuð og skáldmælt. Fyrri kona Eiríks Vigtús- sonar var Ingunn Eiríksdóttir frá Bolholti. Þeirra dóttir var Katrín kona Magnúsar Andréssonar alþingismanns í Syðra-Langholti. Af bömum þeirra ntá nefna: 1. Helga í Birtingaholti föður hinna landskunnu Birtingaholts- bræðra og afa Ásmundar Guðmundssonar fv. biskups. 2. Andrés föður sera Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka, en hann var faðir Péturs Magnús-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.