Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 5
SVEINN VÍKINGUR:
Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup.
Sigurgeir Sigurðsson, biskup, I'æddist 3ja dag ágústmánaðar árið 1890 að
Eúnprýði á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru bjónin Sigurður Eiríksson, reglu-
boði (f. 12. maí 1857, d. 26. júní 1925) og kona hans, Svanhildur Sigurðar-
dóttir (f. 25. maí 1858, d. 27. desember 1917), hafnsögumanns í Mundakoti
á Eyrarbakka, Teitssonar.
Faðir hans, Sigurður Eiríksson, var þjóðkunnur maður og gæddur fjöl-
hælum gáfum. Ilann var um langt skeið organleikari við Eyrarbakkakirkju
og kenndi jafnframt söng þar í þorpinu. Síðar gekk hann í þjónustu góð-
templarareglunnar og starfaði þar af lrábærum áhuga og dugnaði. Hann ferð-
aðist víðsvegar um landið, stofnaði margar stúkur og glæddi áhuga á bind-
indismálum, hvar sem hann fór. Faðir lians var Eiríkur bóndi á Olafsvöllum
og víðar, Eiríksson dbrm. og hreppstjóra á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar,
Gíslasonar prests á Ólafsvöllum, Erlingssonar lögréttumanns í Saurbæ á Kjalar-
nesi, Eyjólfssonar.
Eiríkur hreppstjóri á Reykjum, afi Sigurðar og langafi Sigurgeirs biskups,
var mætur maður, dugmikill, stilltur og fámáll, en hagorður vel og gat verið
dálítið kíminn. Um hann sagði Þórður Sveinbjörnsson, sýslumaður í Ámes-
sýslu og síðar dómstjóri í Reykjavík: „Eiríkur talar ekki margt, en hvert orð
hans vegur fjórðung". — Nokkrar vísur eftir hann liafa varðveitzt og eru vel
kveðnar. Eiríkur var tvíkvæntur. Síðari kona hans og móðir Eiríks yngra var
Guðrún Kolbeinsdóttir prests í Miðdal, Þorsteinssonar. Síra Kolbeinn var orð-
lagður gáfumaður, lærður vel og skáldmæltur. Hann sneri Passíusálmunum
á latínu, og hann orti Gilsbakkaþulu, sem landskunn varð. Þótti Guðrún hin
nierkasta kona, glæsileg í sjón, gáfuð og skáldmælt. Fyrri kona Eiríks Vigtús-
sonar var Ingunn Eiríksdóttir frá Bolholti. Þeirra dóttir var Katrín kona
Magnúsar Andréssonar alþingismanns í Syðra-Langholti. Af bömum þeirra
ntá nefna: 1. Helga í Birtingaholti föður hinna landskunnu Birtingaholts-
bræðra og afa Ásmundar Guðmundssonar fv. biskups. 2. Andrés föður
sera Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka, en hann var faðir Péturs Magnús-