Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 9

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 9
ANDVAM DR. SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 119 kalli fram til ársloka 1925, er þangað kom prestur. Ennfremur gegndi hann um skeið aukaþjónustu í Ogurþingum 1924—25 og í Staðarprestakalli í Súg- andafirði síðari liluta árs 1928. Veitingu lyrir ísafjarðarprestakalli hlaut hann 11. marz 1918 að afstaðinni glæsilegri kosningu. En prófastur Norður-ísafjarðar- prófastsdæmis var hann skipaður frá 1. júní 1927. Eg hygg, að óhætt megi fullyrða, að fáir prestar hafi gengið til starfa í þjónustu kirkjunnar með meiri áhuga og dugnaði né einlægari löngun til þess að vinna söfnuðum sínum gagn en hinn ungi prestur, Sigurgeir Sigurðs- son. Bjartsýni hans á lífið og mennina, ást hans á fegurð og hreinleika, guðs- traust hans og hin einlæga lotning fyrir Kristi og fagnaðarerindi hans, samfara alúð hans og góðfýsi — allt þetta hlaut að hafa áhrif á söfnuði hans og alla þá, sem kynntust honum, enda var hann elskaður og virtur jafnt af ungum sem gömlum. Elann tók og verulegan þátt í félagslífi kaupstaðarins og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Einkum lét hann sér þó annt um æskuna í söfnuðum sínum og vann þar ómetanlegt starf til heilla og blessunar. Árið eftir að hann var skipaður prófastur, gekkst hann, árið 1928, fyrir stofnun Prestafélags Vestfjarða og var formaður þess frá upphafi og til ársloka 1938. Gaf það félag út myndarlegt ársrit, er nefndist Lindin, og var hann ritstjóri þess um skeið. Á þessum árum fór hann tvær ferðir til útlanda til þess að kynnast kirkjulífi erlendis og til framhaldsnáms. Árið 1928 dvaldi hann í Danmörku og Þýzkalandi um þriggja mánaða skeið. Og veturinn 1937—1938 var hann við nám í enskum háskólum í fjóra rnánuði og í Kaupmannahöfn í tvo mánuði. Er ekki vafi á því, að í þessum ferðum hlaut hann ekki aðeins gagnlega kynning á kirkjulífi og kristilegu starfi á meðal þessara þjóða, heldur varð þetta honum einnig ágætur undirbúningur undir það veglega og ábyrgðan mikla starf innan íslenzku kirkjunnar, er hann var kjörinn til skömmu síðar. Um starfið á ísafirði segir hann í áðurnefndu æviágripi sínu meðal ann- ars á þessa leið: „Söfnuðir mínir báru mig á höndum sér. Hygg eg, að þess séu ekki mörg dæmi í þessu landi, að söfnuðirnir hafi gjört meira fyrir prest sinn en þeir gjörðu fyrir mig. Enda varð mér starfið á meðal þeirra unaðslegra en svo, að eg fái lýst því til hlítar. . . . Viðleitni mín var þökkuð fram yfir það, er eg átti sldlið, og misstig mín og ófullkomleiki í starfinu umborinn og fyrirgefinn. Það var mér mikil gifta að fá að starfa á meðal þeirra, og dvölin og reynsla mín þar hafa verið mér hinn ágætasti skóli, er eg hefi átt í lífi mínu . . .“ Hinn 13. ágúst 1938 var biskupi íslands, dr. tlieol. Jóni Helgasyni, veitt lausn frá embætti frá 31. desemher þess árs að telja. Komu þá í fyrsta sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.