Andvari - 01.10.1959, Side 11
ANDVARI
DR. SIGURGEIR SIGUIIÐSSON BISKUP
121
einkum beitti sér fyrir á biskupstíð sinni og átti að beinan og óbeinan þátt að
hrinda fram til sigurs.
A sviði kirkjulöggjafar urðu allmiklar breytingar í biskupstíð hans, er
hann ýmist átti frumkvæði að eða studdi með ráðum og dáð. Má þar einkum
nefna:
1. Lög um afhending dómkirkjunnar til safnaðarins í Reykjavík og skipt-
ingu Reykjavíkur í prestaköll (1. nr. 76, 7. maí 1940). Samkvæmt þeim lögum
voru stofnuð þrjú ný prestaköll í Reykjavík og prestum þar fjölgað úr 2 í 6.
Voru hinir nýju prestar skipaðir í embætti frá 1. janúar 1941.
2. Lög um skipun prestakalla (nr. 31, 4. febr. 1952). Löggjöf þessi var
undirbúin af sérstakri nefnd, er í sátu bæði prestar og leikmenn og vann bún
í nánu samstarfi við biskup. Merkasta nýmæli þeirra laga var það, að prests-
setrin voru lögfest, þannig að ekki má þar breyta neinu, nema með sérstökum
lögum. Skapar þetta að sjálfsögðu rneiri festu í prestakallaskipunina. Að því
er Reykjavík og aðra fjölmennustu kaupstaði landsins snertir, eru þar ákvæði,
er heimila skiptingu þeirra í fleiri prestaköll eftir því sem fólki fjölgar og að
hæta megi þar við prestum, þegar þörf þykir, þannig að söfnuður hvers prests
verði sem næst 5000 manns. Nokkur fámennustu prestaköllin voru gerð að
kennsluprestaköllum og presti þar ætlað að vera jafnframt barnakennari. Þrjú
prestaköll voru lögð niður en nýtt prestakall tekið upp í Keflavik. Samkvæmt
þeim lögum var tala prestakalla 113 en tala presta 116.
3. Lög um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar (1. nr. 73, 27. júní 1941). Llafa
þau lög orðið til þess að efla mjög og bæta kirkjusöng í landinu. Kirkjukórar
hafa verið stofnaðir í flestum söfnuðum landsins og ný og betri hljóðfæri
fengin í mjög margar kirkjur og sum þeirra mjög vönduð og dýr. Ennfremur
var komið á fót Söngskóla þjóðkirkjunnar undir stjórn söngmálastjóra. Fer
þar fram kennsla í söng, orgelleik og söngstjórn. Ennfremur njóta þar nem-
endur guðfræðideildar tilsagnar í tóni og messusöng.
4. Lög um sóknargjöld (1. nr. 36, 1. apríl 1948). Fela þau í sér mikla
hækkun á sóknargjöldum svo og það, að þau skuli innheimta með vísitölu.
Llafa þau lög orðið mjög til þess að bæta hag kirknanna, enda engin leið til
þess að halda þeim sómasamlega við af þeim lágu tekjum, er þær höfðu áður
haft. Jafnframt var gamalt fólk undanþegið sóknargjaldi.
5. Lög um breytingu á lögum nr. 54, 27. júní 1921, um sölu á prests-
mötu. Þar er svo ákveðið, að andvirði seldra prestsmata skuli renna til kirkn-
nnna, en áður höfðu þær runnið í ríkissjóð. Hafa tekjur kirknanna af þessari
sölu numið um 300 þús. krónum.
6. Lög um skipulag og hýsingu prestssetra (1. nr. 38, 1. maí 1947). 1