Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1959, Page 12

Andvari - 01.10.1959, Page 12
122 SVEINN VÍKINGUR ANDVARI þeim felast margháttaðar endurbætur á elclri löggjöf, senr hér er elcki rúm til að rekja. Þess er rétt að geta hér, að í biskupstíð herra Sigurgeirs voru byggð rúmlega 30 íbúðarhús handa prestum og yfirleitt bæði stærri og vandaðri en áður liafði tíðkazt. Ennfremur var stórhækkað framlag til endurbóta á eldri íbúðarhúsum presta og mörg þeirra gerð upp að verulegu leyti. Hér má og nefna lögin um kirkjubyggingasjóð, enda þótt þau væru ekki endanlega afgreidd fyrr en nokkrum mánuðum eftir lát hans (1. nr. 43, 14. apríl 1954). Bæði átti hann frumkvæðið að þeim lögum og hafði í raun og veru tryggt samþykki þeirra áður en hann féll frá. Með þessum lögum er stoínaður lánasjóður til kirkjubygginga, og leggur ríkið sjóðnum árlega 500 þúsund krónur á ári næstu 40 árin, eða alls 20 milljónir króna. Úr sjóðnum eru veitt vaxtalaus lán til langs tíma, bæði til kirkjubygginga og aðgerða á eldri kirkjum. Hefur þegar að þessu orðið hinn mesti styrkur, enda kirkju- byggingar mjög farið í vöxt, síðan sjóðurinn tók til starfa. Loks er að geta þess, að Sigurgeir biskup lét sér jafnan mjög annt um að bæta hag og kjör prestanna. Má þakka honum að verulegu leyti þær kjara- bætur, sem prestar fengu, bæði áður en launalögin 1945 voru sett, þá réttingu á launum presta, sem í þeim lögum fólst, og ennfremur launahækkanir presta á núgildandi launalögum, en að þeim átti Prestafélag Islands og að sjálfsögðu nokkurn hlut. Hann gekk og fram í því af miklum áhuga, að hvetja presta og hjálpa þeim til að geta eignazt bifreiðir til ferðalaga um prestaköll sín, og hafa nú mjög margir prestar slík tæki. En jafnframt því að bæta aðstöðu prestanna, gerði hann og til þeirra kröfur urn það að rækja störf sín með alúð og áhuga. Sjálfur hafði hann á prestsárum sínum á ísafirði verið brennandi af áhuga, og svo skyldurækinn í starfi, að af bar, og lét sér ekkert þar óviðkomandi, er vera mætti söfnuð- unurn til uppbyggingar og heilla. Þeim, sem vita vildu gleggri skil á því starfi, vísa eg á að lesa minningargrein um hann eftir eitt af sóknarbörnum hans, Elías J. Pálsson kaupmann á ísafirði. Birtist hún í tímaritinu Lindin 1957. Þar má og glöggt finna þann hlýja hug, sem sóknarfólkið bar til hans. Herra Sigurgeiri biskupi var það snemma ljóst, að breyta þyrfti á ýmsa lund starfsháttum kirkjunnar og prestanna í samræmi við breytta tíma. Taldi hann einkum þörf á því, að meira yrði gert fyrir æskuna en áður og að reynt yrði að efla sambandið á milli skóla og kirkju. Hvatti hann prestana til þess að halda barnaguðsþjónustur og stofna kristileg æskulýðsfélög. Þetta bar og verulegan árangur. Barnaguðsþjónustum fjölgaði mjög og allvíða gengust prest- arnir fyrir stofnun æskulýðsfélaga. Nokkrir þeirra hófu að gefa út safnaðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.